Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 17

Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 17
r abb Nú er komið hrímkalt haust. — Viðfangsefni æskunnar hafa tekið miklum hreytingum, síðan við hitt- umst seinast. — Skólapilturinn, sem í sumar var önnum kafinn við að stinga sniddu og mylja grjót í púkk, svo að vegir landsins mættu lengjast, býr sig nú undir að stinga þá sniddu vizkunnar og mylja það grjót þekkingarinnar, sem hver og einn verður að leggja fram. ef braut hans til æðri mennta á ekki að reynast ófær í slagviðri næstu prófa. Og sessunautur hans þarna i skólastofunni á sömu verkefni fyr- ir höndum, en stendur samt allmiklu verr að vígi að leysa þau, þar eð liann lenti í búmmkasti bjargræðis- tímans fyrir norðan, kom til baka næstum eins auralaus og hann fór, hvernia hon- Jafnmikil um má takast að huaqun standa straum af báðum. námskostnaðinum, á varla fyrir tóbaki í frímínútum, bölvar í Idjóði dutlung- um blutaðeigandi fisktegundar, strengir þess heit að fara aldrei oft- ar á síld, — fer samt áreiðanlega aft- ur á síld næsta sumar. Engu að síð- ur ætti þó eitt að vera báðum þess- um pillum jafnmikil huggun, sú staðreynd sem sé, að bekkurinn þeirra stendur heilu númeri nær endanlegu takmarki en sá í fyrra, ígert ráð fyrir, að hvorugur bafi fallið í vor). •—- Og ekki má gleyma bekkjarsystur þeirra, henni sem í sumar var kau])akona uppí sveit, stóð á engjum alla vikuna og hamaðist með hrífu, en brá sér á ball í Ung- mennafélagshúsinu Nœrri um helgar og dans- stappaði aði kannski svo lengi trúlofun. við einn af hinuin ungu bændum hér- aðsins, að nærri stappaði trúlofun. Viðfangsefni hennar eru nú ekki lengur fagurgrænir flekkir, sem þarf að þurrka, heldur bláköld bókarfræði, sem þegar í upphafi virðast skrælnuð af þurrki; —- svo eru auðvitað áhyggjur af því vanda- máli, sem nefnist sokkaleysi, og almáttugur guð, verður ekki dans- æfing á laugardaginn kemur? — Bóndinn ungi slær nú ekki lengur safaríkt gras á góðum velli, heldur ber hann það í fang- Öhrakið inu fyrir skepnur sín- hey. ilm- ar, óhrakið hey, ilm- andi hey. andi hey, vandlega verkað fyrir áhrif þeirrar sömu sólar sem veilt hafði roðanunr í kinnar ungu stúlkunn- ar kvöldið góða, þegar þau döns- uðu svo lengi eftir Tondeleyo, að nærri stappaði trúlofun á balli í Ungmennafélagshúsinu, Tondeleyo! —- Og sjómaðurinn ungi, sem í sumar var á misheppnaðri vertíð fyrir norðan, býr sig nú enn til á- taka í von um vel- Þannig heppnaða vertíð fyrir breytast sunnan. — Þannig verkefnin. breytast verkefni æskunnar eftir árs- líðum, færast úr vegavinnu í kennslustofur, frá slælti í fjárhús, af einum landshluta yfir á annan. Skólahús, sem í sumar voru auð og tóm, óma nú af æskuglöðum hlátrum. Á engjum, sem í sumar ómuðu af æskuglöðum hlátrum, er nú autt og tómt. Þungamiðja at- hafnalífsins leggst á útvegsbæina sunnanlands. Það færist kyrrð yfir þorpin þar nyrðra, hinn vopnaði rússneski síldveiðifloti horfinn á braut — svo er guði fyrir þakkandi — og ritstjórar Siglfirðings fara að lagast á taugum. — Ösk um Landneminn óskar gœfu og öllum íslenzkum gifturík störf. æskulýð gæfu og gifturíkra starfa á komandi vetri. Megi skólafólkinu vel takast að stinga þá sniddu og mylja það grjót vizku og þekkingar, sem tryggir menntaveginn fyrir áföllum í slagviðri prófanna. Megi bóndanum unga vel nýtast ilmandi heyið svo að hlaðan hans standi fyrningafull að vori. Megi sjó- manninum unga vel vegna á vertíð þeirri, sem nú fer í hönd. — Og megi ritstjórar Siglfirðings aftur öðlast þá taugaró, sem Rússar sviftu þá fyrripartinn í sumar. Stolið - stœlt - írumsamið. Framhald af 9. síSu. stolið af hans beztu vinum því ykkur að segja erum við Kristján aldavinir. Prívat segi ég þessum vini aS hörmungar hans eru þó rétt að byrja, því ef ekkert óvænt gerist hamfletti ég þig einsog dauðan hmda í næsta blaöi fyrir um- mæli þín um fegurðina og allt það, Kristján skáld. En ég er illa svikinn ef þetta dugir ekki til að starta ljótri vísu norðanlands um mig persónulega nema skáldið sé því verr haldiö af andarteppunni. Siggijóns. Snidda vizkunnar og grjót þekkingar- innar. LANDNEMINN 17

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.