Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 4

Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 4
björtum augum á tilveruna. Þeir tóku við lönd- um sínum í svörtum rústum. Brunnar borgir, eydd þorp, dauður bústofn — það var arfur þess- ara bjartsýnu Járntjaldsmanna. í þrjú ár hafa þeir staðið í ströngu við að byggja upp jarðir sínar, og það er ekki aðeins von þeirra, heldur raunsæ vissa, að þeir fái grætt hin gömlu sár á fáurn árum og búið miklu reisulegra búi en nokkru sinni fyrr. Og nú er svo komið, að vest- ræn efahyggja er farin að trúa því að þeim tak- ist Jietta kraftaverk. En friður er grundvallar- skilyrði fyrir því, að þessar björtu vonir rætist. Því lengra sem líður á Jjessa öld verður mönn- um ljósara, hvert er inntak þeirrar baráttu, sem háð er. Hið borgaralega þjóðfélag einkaeignar á auðsuppsprettum og framleiðslutækjum er í hraðfara upplausn og hnignun. Veldi þess hef- ur minnkað mikið liinn síðasta mannsaldur, og þar sem það hefur orðið að sleppa takinu, hafa risið upp sósíalískir þjóðfélagshættir á grundvelli áætlunarbúskapar. Á ýmsum þróunarstigum situr sósíalisminn við völd vestan frá Bæheimi austur að Kyrrahafi og mikill hluti Austurasíu fer hrað- förum inn á þróunarbrautir sósíalískra þjóðfélags- liátta. Baráttan milli auðvalds og sósíalisma er háð um allan jarðarhnöttinn og með ýrnsu móti. Hún er háð í hverju einasta auðvaldslandi. þar sem borgarastéttin fer enn með völd. Hún er háð í nýlendunum, þar sem ánauðugar Jijóðir berj- ast fyrir siálfstæði sínu. Og hún birtist í hinutn miklu átökurn borgaraleara stórvelda annars veg- ar og hinna austrænu lýðræðisríkja hins vegar. Vér sem nú lifum erum Jrátttakendur í ægilegasta hildarleik sögunnar, J?ar sem glímt er um fram- tíð mannkynsins á þessari jörð. Að Iiætti allra yfirstétta, berst borgarastéttin hamslausri baráttu fyrir fé sínu og fjöri. Hún mun einskis svífast til að halda völdum Hún mun beita öllum vopnutn tækni sinnar ogvísinda til að ráða niðurlögum sósíalismans. Hún mun leggia til atlögu við lífið sjálft á iörðinni fyrr en hún sleppir gróða sínum og bjóðfélagsvöldum góðfúslega. Það er engin tilviljun, að fulltrúar borgarastéttarinnar veifa atómsprengiunni hverju sinni, er þeir eru komnir í þrot. Það er aðeins vísbending um J)að, hvers menn mega vænta, er borgarastéttin hefur lent í Jreim ógöng- um, Jiar sem morðið og siálfsmorðið er eina lausnin. Friðurinn er sósíalismanum jafn nauð- synlegur og súrefnið manninum. í sósíalísku Jrjóðfélagi getur engin stétt manna grætt á styrj- öld. Þar verða allir að bera styrjaldartjónið. Sós- íalismi táknar sívaxandi framleiðslu til að full- nægja sívaxandi þörfum manna, efnalegum, and- legum og menningarlegum. Styrjöld er sósíal- ismanum Jmngbært böl, er dregur úr Jrjóðfélags- Jrróun hans og gerir leiðina að settu marki tor- sóttari. Sósíalisminn er að öllu eðli og gerð full- trúi friðsamlegrar sköpunar mannanna, hins heilaga strits, sem er aðall mannsins. En sama máli gegnir ekki um hið borgara- lega þjóðfélag. Voldugasta auðvaldsríki jarðar- innar, Bandaríki Norðurameríku, mega t. d. Jxikka það tveimur heimsstyrjöldum, að iðnað- armáttur þeirra ber nú ægishjálm yfir heim- inn. Það lét nærri, að iðnaðarframleiðsla þeirra Jtrefaldaðist í hinni fyrri heimsstyrjöld, en tvö- faldaðist í hinni síðari. Án aflgjafa þessara styrj- alda væri vegur Bandaríkjanna ekki sá, sem hann nú er. Þegar styrjöldinni slotaði stóð auð- vald Bandaríkjanna frammi fyrir því vandamáli að nytja hinn geysilega framleiðslumátt sinn áfram þótt botninn væri dottinn úr markaði blóðvallarins. Auðvald Bandaríkjanna fann ekk- ert annað ráð en að stofna til æðisgengnari víg- búnaðar en dæmi eru til í sögunni og láta þing- ið afgreiða vígbúnaðarfjárlög. Það er aðeins um tvennt að velja fyrir Bandaríkin: sívaxandi víg- búnað — með styrjöld á næsta leiti — eða kreppu. Til Jícss að færa sönnur á, að hér sé ekki um ýkjur að ræða, má vitna í ummæli Ed- win G. Nournes, sem er formaður nefndar þeirr- ar, sem er forsetanum til ráðuneytis í efnahags- málum. Hann komst svo að orði ekki alls fyrir löngu: „Vegna vígbúnaðaráætlunar Bandaríkj- anna má vel vera að velgengnistímar atvinnulífs- ins muni haldast áfram enn um nokkur ár. Ef þessa hefði ekki gætt, hefði vel getað farið svo, að innlend framleiðsla hefði dregizt saman þeg- ar á þessu ári.“ Styrjaldarhættan er J)ví fólgin í sjálfum lífs- skilyrðum hins borgaralega þjóðfélags. Því fer fjarri, að hún sé tilviljunarkennd, hún er blátt áfram eðlisbundin auðvaldsskipulaginu. En verður af Jressu dregin sú ályktun, að styrjöld milli sósíalismans og auðvaldsskipulagsins sé óhjákvæmileg og óafstýranleg? Alls ekki. Um styrjöld er það að segja, að kóngur vill sigla, cn byr hlýtur að ráða, og Jrað er á valdi alþýð- unnar hvort nýrri styrjöld gefst byr. Það er hlut- verk alþýðunnar um heim allan að skipuleggja Frnmhald n 18. síðu. 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.