Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 11

Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 11
Jón Múli var íréttaritari útvarpsins á ÓlYmpíuleikjunum í London. — Hér segir hann frá ýmsu því, sem fyrir augu og eyru bar í borginni stóru. & J ó n M. Á r na $ o n : Dagur í London ÞáÐ VAR sunnudagur, þætti íslending- anna í ólympsku leikjunum var lokið, við vorum búnir að fá nóg af íþróttum fyrir lífstíð og áttum frí. Ákvörðun okkar var sú að eyða deginum til rann- sókna á hinu fræga vaxmyndasafni inaddömu Tuss- aud, og dýragarðinum -—- en slíkan garð höfðuiu við aldrei séð, ef frá er skilin sýningin góða í ör- firisey um árið. Það var bezta veður og sólarglæta, þegar við kom- um út á götu klukkan ellefu um morguninn — rúm- um tveim tímum á eftir áætlun, — og þessvegna röltum við niður í Hyde Park, sem var þarna skammt frá, til að njóta þar sólarinnar fram að mat. Við gengum niður að vatninu í garðinum, það heitir Serpent, á íslenzku Eðlan, eftir lögum sinni. Við settumst á bekk á vatnsbakkanum og horfðum á Lundúnaæskuna baða sig í forinni. fslendinga skortir hugrekki til að fara í slíkt bað, enda töldum við að hagnaðurinn af því hlyti að vera ákaflega hæpinn, og heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík mundi umsvifalanst skerast í leikinn undir svipuðum kringumstæðum. Ég hef nokkrum sinnum dottið í Tjörnina og er ákveð- inn í að forðast slík böð í framtíðinni. Bretarnir svömluðu hetjulega í vilpunni, og strákur nokkur stóð með veiðistöng á bakkanum. Þótti okkur það ótrúleg bjartsýni, að minnsta kosli mundi ég ekki éta það sem kæmi á öngul þarna. Við höfðum setið og undrazt góða stund, þegar til okkar kom garð- vörður og lét okkur borga tvö pence fyrir sætið, — en fyrir það gjald máttum við nota bekkinn til klukk- an fimm síðdegis. Við borguðum möglunarlaust en máttum því miður ekki vera að því að notfæra okk- ur þessi fríðindi, og héldum af stað í matinn. Kurteisi kostar peninga. ÞETTA VAR í þriðja sinn sem við borð- uðum á þessum stað. í fyrsta sinn var okkur tekið alúðlega, þjónninn, sem þóttist vera ítalskur, leiddi okkur til sætis og veitti okkur fagurlega. Við gáfurn ríflega drykkjupeninga, og þegar við komum næst var okkur tekið sem greifum. Það brakaði í þjóninum af kurteisi og hann varð alltaf tvöfaldur þegar við yrtum á hann, það er að segja þangað til að í ljós kom að við áttum ekki drykkjupeninga. Þá stirðnaði hann á svipstundu og við hlykkjuðumst út undan augnaráði hans eins og aumingjar. Nú komum við í þriðja sinn og vorum ekki virtir við- lits, urðum að setjast við borð úti í horni án minnstu aðstoðar. Framreiðslan var blandin fyrirlitn- ingu og fúllyndi, og stemmningin við borðið var mjög þvinguð. Það er að segja, þangað til við af- hentum þjóninum stóra drykkjupeninga. Þá bráðn- aði hann á broti úr sekúndu, og sól gleði og ánægju hreinsaði andrúmsloftið við borðið. Við vorum orðn- ir greifar aftur, og þjónninn liðaðist í kringum okkur með krikkettali og veðurspám. Kaffið vildum við ekki. (Ég sá einu sinni kerlingu nokkra laga kaffi á sjoppu þarna. Hún hellti einhverju sulli úr H. P. sósu-glasi í teskeið, renndi því síðan í bollann og hrærði það svo út í heitu vatni. Don’t you like it, sir? sagði hún þegar ég bragðaði á) og þjónninn klæddi okkur í frakkana með bukki og beygingum og virtist yfirbugaður af ítalskri sorg þegar við kvöddum. Ég er viss um að hann hefur aldrei komið út fyrir London. LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.