Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 13

Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 13
fyrir penny, en þegar sviðiö birtist, þá lá hausinn á Maríu á gólfinu, en böðullinn bjó viðstöðulaust með «'»xi í bakið á henni. Þá var og svonefnt jukebox, en það er nokkurskonar grammófónn sem hægt er að spila á eina plötu fyrir penny. Maður ýtir á takka og þá kemur lagið sem beðið er um. Ég ætlaði að blusta á Lionel Hampton leika Flying Home, en fékk í staðinn Victor Silvester með Amor. Við vorum nú húnir að fá nóg af maddömunni Tussaud og fórum út. I dýragarðinum. ÞeGAK VIÐ komum út í garð, var það okk- ar fyrsta verk að leita að gildaskála, því við vorum orðnir svangir eins og siður er í Bretlandi nú á tím- um. Sígaretturnar voru að verða búnar og útlitið ekki gott. Það er ógurlegt sígarettuhallæri í landinu, og verða menn að standa í biðröðum lengi á morgn- ana ef takast á að ná í sæmilega eitraðar sígarettur. Vondar tyrkneskar tegundir er hægt að fá allvíða, en þær eru flestar óreykjandi, enda stendur nú á veggjum járnbrauta og strætisvagna: No smoking, not even Abdullah. — Það fór eins og okkur hafði grun- að, það var biðröð í gildaskálanum. Bretar eru mestu biðraðamenn heimsins, og virðast jafnvel kílómetrar af slíku ekki raska ró þeirra. Til marks um ástandið birti Daily Mail mynd af 15 þúsund mönnum í bið- röð og þar voru aðeins tveir reykjandi. Ég held að þeir hafi verið að kaupa miða að krikketkeppni. Við tókum okkur stöðu í röðinni og að lokum fengum við te og samvizku. Síðan fórum við að skoða dýrin. Við byrjuðuin á eiturslöngum og lagardýrum. Slöngurnar eru margar hinar fegurstu ásýndum, en yfirleitt latar, og nenna ekki að hreifa sig. Aftur á móti eru fiskar hinir fjörugustu og synda fram og aftur í upplýstum körum. Horfðum við lengi á liina fjölskrúðugu litadýrð þeirra, en þarna var hægt að Isjá flestar tegundir heims. Var mjög fróðlegt að kynnast fáfræði sinni í fiskafræðinni, en flestir gera sér að góðu að þekkja sundur þorsk og ýsu. Það er ótrúlegt hvað fiskar geta verið fallegir, og ég held að í sæmilega vel lýstum sjó hljóti að vera mikið fallegra en á þurru landi. Við fórum á bundavaði framhjá fuglabúrunum, en lögðum megináherzluna á spendýrin. Fyrst skoðuðum við nílhesta og gíraffa, en nílhestar eru furðulega Ijótar skepnur. Tvær hlussur lágu á vatnsbakka og virtust sofa; var ekki nokkur leið að fá þær til að rumska, nema önnur virtist ætla að glenna upp vinstra augað, en liætti svo við það. Gíraffarnir sem bjuggu þarna í næsta búsi voru aftur á móti hinir spengi- - --------—~—'— -------~ ---------- Stefán Hörður Grímsson: Kvöldvísur um sumarmál. Yfir mófjallið rauða bláhvítu ljósi stafar nýmáninn fölur á brá. Oti af fjörum brúnum, vesturfallinu knúin, ómar í logni hvítu harpa í djúpum sjó, harpa, sem leikur undir vorkvöldsins slœðudansi dapurt og glatt í senn. Moldin dökka, sem geymir lík hinna týndu blóma, blóma, sem hönd þín snerti, aftur er hlý og fersk. Rökkur fellur á augu kvöldsins og önnur blárri handan við glötuð vor, verður að einu og rennur saman kvöldið og mynd þín hljóð og fögur sem minning, hrein og hvít eins og bœn. legustu, stærri og tignarlegri en maður gerir sér í hugarlund við lestur náttúrufræðinnar. Það var lield- ur ekki vond lykt af þeim eins og flestum öðrum skepnum þarna, einkum hýenum og svínum. Skapstilling óargadýra. SVO GENGUM við um spendýrasvæðið, rif j- uðum upp fyrir okkur dýrafræðina og vorum betur að okkur heldur en í fiskhöllinni. 1 fílahúsinu var aðeins einn hvítur og ræfilslegur fíll í vondu skapi og frussaði á okkur þegar við gengum framhjá. í apa- búsinu var hinsvegar gleði og glaumur. Apar eru mestu fimleikaskepnur sem sögur fara af, og verður lítið úr Olympíumeisturum í samanburði við þá. LANDNEMINN 13

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.