Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 14

Landneminn - 01.10.1948, Blaðsíða 14
Sjimpansi nokkur stóð og lmeigði sig í sífellu eins og ítalski þjónninn okkar, án þess að fá eyri að laun- um fyrir kurteisi sína. Aðrar apategundir höguðu sér dólgslega, og sumar ákaflega dónalega. Siðferðis- þroskinn virðist ekki á háu stigi. í kurteisu blaði eins og Landnemanum er ekki hægt að lýsa ýmsum þeim dónaskap sem þarna var hafður í frammi. Við áttum nú eftir að skoða helztu óargadýrin en ]>au höfðum við geymt okkur þangað til síðast. Við nálguðumst tígrisdýrin með varúð, en á búri þeirra var skilti. áletrað: Óviðkomandi mönnum bannaður aðgangur. Ég held að þetta hafi ekki átt að vera fyndni, því það virtist ómögulegt að reita dýrin til reiði. Við ætluðum að fá ljósmynd af okkur, bros- andi með argandi tígrisdýr í baksýn, en hvernig sem við örguðum og görguðum var ómögulegt að koma þeim til. Var skapstilling þeirra furðuleg og eitt geispaði af Ieiðindum. Þó var konungur dýranna ennþá rólegri. Við öskruðum okkur hása án þess þeir litu við. Kunnugur sagði okkur að Ijónin væru nýbúin að éta og þá væri aldrei neitt varið í þau. Negrar í Hyde Park. K LUKKAN VArt langt gengin sex þegar við liéldum af stað heimleiðis frá dýragarðinum, fróðari um lífið á jörðinni. Við fórum okkur rólega, geng- um og skoðuðum í búðaglugga, komum við á bjór- sjoppu og fengum okkur snarl. Sólin var setzt og tekið að skyggja þegar við komum niður í Hyde Park. Þar var samankominn allmikill mannfjöldi, en þarna í garðinum er mönnum frjálst að standa uppi á kassa og tala um allt milli himins og jarðar, nema bara ekki illa um kónginn. Trúmálaumræðurnar settu svip sinn á kvöldið, en predikararnir voru undau- tekningarlaust drej)leiðinlegir og var ekki viðlit að hlusta á nokkurn þeirra stundinni lengur. Á einum stað var þó kommúnisti að reka allt ofan í prest nokkurn, sem var orðinn eldrauður af reiði og hrópaði í sífellu: Hlustið ekki á hann, hann er eitraður. Hinn eitraði lét það ekkert á sig fá og hélt áfram að egna klerkinn. Ég fór þaðan um það bil er síðustu leifar kristindómsins voru að fara í tætlur. Skammt frá var hójiur æskufólks að syngja slagara. Golden earrings, blue birds over og svo framvegis, en Bretar eru meistarar í slíkum söng, þeir raula fyrirhafnarlítið, og enginn er að springa af remb- ingi eins og íslendingar í áætlunarbíl. Við ráfuðum fram og aftur og loks komum við auga á negra nokk- urn sem var að brúka kjaft uppi á kassa. Þarna virtist vera talsvert fjör og við fórum þang- að. Þetta var ungur negri frá Vestur-Indíum og hund- skammaði Breta og lieimsveldi þeirra. Við kassann stóðu fleiri negrar og einn þeirra, kolsvartur, var að hnij)j)a í ræðmanninn og minna hann á að tími lians væri búinn. Þessi kolsvarti komst að lokum á kassann, og byrjaði með því að kynna sig. Hann var frá brezka Sómalílandi og sagði að negrarnir. sem hér töluðu í kvöld, væru frá hinum ýmsu nýlend- um Breta. Því miður hefði enginn mátt vera að því að koma frá Malajalöndum; þeir liefðu annað að gera ])ar um þessar mundir. HvaS eru allir hinir að gera? SlÐAN BYIUAÐI hann að skýra áheyr- endum frá ástandinu í nýlendunum og lýsti að lokurn yfir því að Bretum væri bezt að gera sér ljóst, að ný- lenduþjóðirnar mundu aldrei linna látum fyrr en þær hefðu hlotið fullt frelsi. Það var farið að skyggja talsvert og það glitti í augu Sómalímannsins, en orð- um sínum til áherzlu otaði hann hægri hendinni, sem á vantaði alla fingur. Á vinstri hendi hafði hann hanzka og taldi röksemdirnar á lausum og lafandi þumlunum. Hann brýndi fyrir Bretum, að j)eir væru ekki stór- veldi lengur, þeir væru nú rekald í straumnum vestur. Bretar nokkrir reyndu að malda í móinn, en aldrei sagði nokkur maður orð þegar negrinn staðhæfð’i að þeir væru algjörlega á valdi Bandaríkjamanna. Þér væri ekki leyft að tala svona í heimalandi þínu, sagði velklæddur áheyrandi. Er ég brezkur þegn? sagði negrinn.... í heimalandi mínu koma þorps- búar saman á kvöldin og ræða pólitíkina, allir sem vettlingi geta valdið. Hér í garðinum er öllum leyfi- legt að tala hug sinn allan, og það er eini staðuriim í þessari átta milljóna borg. Hvar er nú áhugi brezka almúgans á viðfangsefnum lífsins? Hér eru í mesta lagi þúsund manns. Hvað eru allir hinir að gera'' Þeir eru að drekka bloody beer. Þið látið teyma ykk- ur á asnaeyrunum endalaust, og yfirstéttin lýgur að vkkur að þið séuð ein stór, hamingjusöm fjölskylda. — Fyrir skömmu var hér stræka hafnarverkamanna. Stjórnin gerði hermenn að verkfallsbrjótum og verk- fallið fór út um þúfur. Samskonar verkfall var fyrir skömmu í heimalandi vinar míns sem talaði hér áðau. En ]>ar var ekki hægt að siga alþýðunni saman, og verkfallsmenn sigruðu. Síðan vék hann málinu að Indlandi og hvernig Bretar hefðu nú glatað því. Rakti sögu Brela þar og Framhald. á 18. síiiu. 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.