Landneminn - 01.12.1949, Síða 4

Landneminn - 01.12.1949, Síða 4
Þeir tímar eru stundum að mig langar til að hró])a: Drottinn minn og Guð minn. I mörg ár hef ég neit- að mér um það. Oss er kennt að trúarþörf mannsins sé afarsterk, jafnvel eðlisbundin. Við skulum ekki þrátta um orð. En það er víst að manninum er mikil þörf samfélags. Harmar eru til að hugga þá. En stund- um er félaginn vanmáttugur, oft fyrirfinnst hann hvergi. Til þess er ímyndunaraflið að leysa oss úr fjötrum áþreifanleikans. Þannig verður guð til, og hýr nógu langt í burtu til að tilveruleysi hans verði ekki afsannað. Um þessi efni eru til ágætar bók- menntir, að listrænu mati, þóll ljós sannleikans hrenni þar í auðri stofu, oft og einatt. Margur skaði er mikill í sambandi við sögu þína. Stundum hefur mér fundizt einn átakanlegastur: að þú skyldir ekki einnig vera rithöfundur. Nú veit eng- inn mun á því sem þú sagðir og því sem eftir þér er haft. En að því leyti sem treysta má a:visöguhöfund- um þínum, Markúsi og J)eim félögum, virðist mega álykta að þú hafir sjálfur trúað á Guð, reitt þig á til- vist hans. Þó má vel vera að þú hafir aldrei gert þær sakir endanlega upp við þig, fremur en ýmsir þeir sem nú á dögum látast nákomnastir honum. Þess ber ennfremur að gæta að auðvitað varst þú seldur undir sömu sök og aðrir kennendur og prédikarar: þú \arðst að haga seglum ræðu Jnnnar eftir byr áheyrendanna. Guð var sjaldga'flega raunveruleg persóna í hug J)jóðar þinnar. Fátt var vænlegra til áhrifa í þínu landi en tala af myndugleik í nafni hans. Svo fremi J)ú vild- ir framgang þíns máls hlauzt þú að notfæra J>ér þenn- an möguleika. Og hafi trú þín verið reikul í up])hafi er sennilegt hún hafi styrkzt er þú sást áhrif ræðu þinnar, enda auðvelt að vinna sér inn trú, eins og mýmörg dæmi sanna. Þú veizt ég met þig engu minna fyrir það þótt okkur kunni að greina á um Guð. Þú varst barn þíns tíma, þinnar kynslóðar, ég míns tíma, og verður ekki við gert. En kjarna boðskapar Jnns hef ég fundið á öðrum stað. Þannig læt ég einnig allt hjal um eingetnað þinn sem vind um eyru }>jóta — nema þegar ég reiðist því hve ósvífnir menn geta verið í boðun sinni og kenningu. Þetta hjal er meinlítið, þótt söm sé þeirra gerð er flytja það. Við hér á þessum hólma eigum margar þjóðsögur, og ættum síðastir manna að lál- ast vera skilningslausir á það hvernig þær myndast, m. a. um þá menn er áveðurs standa — og ganga síðan milli kynslóða, ekki sem bókstafleg sannfræði, heldur sem list, listræn sannfræði. Á umbrotatím- um eins og þínum er ímyndunarafl manna frjótt og sískapandi. Ævisögur þínar bera vitni mjög skáldlegri skynjun höfunda sinna. Skáld ein gátu skrifað um ]>ig. Mörg áhrif sín, góð og ill, á Biblían að rekja til ])ess að hún er stórkostlegt bókmenntalegt af- rek. f sögunni um boðun móður Jnnnar ríkir u]>]>- runalegur einfaldleikur sem indælt er að njóta Jtegar maður er ekki í gagnrýnu skapi. Heilsaðu })ví til mömmu þinnar — og pabba.------------- Setjum nú svo að guðspjöllin séu eins sannfróðar heimildir um boðun þína og hægt er að vamta af höfundum sem skrifa um fyrri tíma atburði. Þá skýt- ur Jæirri skoðun upp úr djúpum vitundar minnar. að í eðli þínu hafir þú fyrst og fremst verið skáld. of mikið skáld lil að vera heppilegur og sigursæll leiðtogi hversdagslegra manna. Dæmisögur þínar, lík- ingar og myndir bera skáldi þínu órækt vitni. Viður- kenning á skáldlund þinni er lykillinn að ]>ersónu- leika |)ínum — að skilningi á örlögum ])ínum í nítján aldir. Þú varst gerður að guðsyni, yfirnáttúrlegri veru, af því menn skildu ekki skáldlund Jn'na, list ræðu þinnar, líkingar og myndir. Kannski hefur aldrei ver- ið u|)j)i meira skáld en þú. Og þú hefðir átt að skrifa. Menn gerðu þig að syni Guðs, eða breyttu við þig sem útsendara dj«»fulsins, }>ví þú varst of stór fyrir sam- tíð |)í na, of kröfuharður við of litla menn. Og svo varstu bara skáld og ídealisti — ef ég hef lesið sögu ]>ína rétt. Þú barst í hrjósti þér tvílyndi skáldsins. í aðra röndina varstu ofsamaður í lund. Það hafði enga hagnýta þýðingu að reka prangarana úr musterinu. En siðferðisvitund þín þoldi Jieim ekki slíka svívirðu. En vittu til, þeir voru komnir þangað aftur er þú sr.erir við J>eim bakinu. Þeir höfðu rétt til að brosa. I hina röndina varstu veiklyndur. Þig dreymdi um að líða ])íslarvætli, eins og mörg skáld enn í dag. Sá draumur þinn rættist. „Mitt ríki er ekki af þess- um heimi.“ Mikið varstu uppgefinn J)á — og nær gráti. Heiminum fleygir fram, J)rátt fyrir allt. Núna vit- um við margt sem ])ig óraði ekki fyrir í æsku þinni, reynsluleysi og sveimhyggju. Einu sinni rakstu prang- arana úr musterinu. En þú hugðir á siðferðilega bylt- ingu, hjartabyltingu. Þú mæltir mörg orð og góð um ríka menn og snauða. Og þú bauðst þeim fyrrnefndu að gefa eigur sínar. En þér kom vísl aldrei til hugar að breyta skipulaginu, svo að menn hœttu að verða ríkir á kostnað annarra, svo að hjartalagið hefði einn- ig ytri skilyrði til að taka stakkaski])tum, bvltingu. Þú varst óskhugi um J)au mál sem við köllum þjóð- félagsmál. Síðar varð kirkja þín musteri mannmons. Svo mikil var ógæfa þín. Og svo mikil var gaifa þín einnig. Því að rekjum Framh. á 14. síðu. 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.