Landneminn - 01.12.1949, Síða 5

Landneminn - 01.12.1949, Síða 5
PAUL ROBESON: Stridid fyrir fridniim Það er um líf eða dauða að lefla. Eg er og verð andfasisti, og vil helga líf mitt og tíma minn hinni andfas- ísku baráttu, stríðinu fyrir friðnum, baráttunni fyrir Jiina kúguðu. Þessi för mín verður hin síðasta sem lista- manns einvörðungu. Hér eftir mun ■’g bæði syngja og tala fyrir verka- mennina, fyrir alla sem vilja frelsa mennina undan hvers kyns þrældóms- oki. Eins og veröldin lítur út í dag get ég ekki varið tíma mínum til skemmtunar einnar. Þeir auðugu sem áður liafa fyllt hljómleikasalina verða nú að láta sér nægja grammó- fónplötur. Ég vil ná sambandi við verkalýðinn og fá hann inn í salinn. Ég flyt með mér pólitíska sannfær- ingu mína hvort sem ég tala eða syng. Hugmyndirnar ólga í mér, og ég vil nota hvert ta’ki- faíri til að lúlka þær. Það var Paul Robeson sem mælti þessi orð á blaða- mannafundinum í Ósló s.l. laugardag. Hann var ekk- ert myrknr í máli um pólitískar skoðanir sínar: Það liefur staðið stríð gegn fasismanum. Það hófst á Spáni, og þá var ég þar. Við getum lært það af styrjöldinni við fasismann að hann er enginn dul- arfullur hugarburður. Hanu grundvallast á auðsöfnun hinna fáu, hann er úrræði þessara fáu til að halda völdum sínum, viðhalda kúgun sinni. Hann er tákn þeirra sem vilja gera öld okkar að öld heimsvalda- stefnunnar, en ekki öld alþýðumannsins. Um J)etta er stríð’ið háð. Þess vegna hvílir geysijiung ábyrgð á hverjum einstaklingi í dag. Engin undirokuð þjóð, eins og negrarnir, hefur efni á því að vera ópólitísk. lfobeson skýrgreindi pólitík bandarikjastjórnar og ameríska fasismans, en sýndi jafnframt fram á hve lýðræðis- og friðaröflin eru sterk meðal bandarískn þjóðarinnar: — Frá því Truman-kennirigin kom fram og þar til Atlanzhafssáttmálinri var undirskrifaður hefur ríkisstjórn lands míns sýnt að hún rekur árásar- pólitík, andstætt friðarpólitík Roose- velts. Við síðustu forsetakosningar greiddi fólk Truman atkvæði í þeirri trú að hann mundi halda áfram Ný- stefnu (NewDeal) Roosevelts og vegna J)ess að |>að óttast fasismann að baki Deweys. Randaríkjaþjóðin greiddi einnig utanrj'kismálastefnu Roosevells atkvæði: vináttu við allan heiminn, fyrst og fremst J)ó við Ráðstjórnar- ríkin. En A-sáttmálinn stefnir að árás. 1 þessu sambandi vitnaði Robeson í öldungadeildarþingmann er lét svo ummælt að með A-sáttmálanum fengju Bandaríkin góðar herstöðvar rétt við landamæri Ráðstjórnarríkjanna, þaðan sem auðvelt væri að ná til allra hernaðarlega mikilvægra staða í landinu. Þingmaðurinn hafði einnig vakið at- hygli á því að nú yrðu hermenn Vesturevrópu fram- verðir í væntanlegri styrjöld. — Sem Ameríkumaður og vinur norsku þjóðarinn- ar og allra Skandínavíu-|)jóðanna fæ ég með engu móti skilið hvers vegna þið genguð í Atlanzhafsbandalagið. Hvers vegna að senda syni sína í stríð fyrir Walt Slreet, fyrir ameríska stórauðmagnið? Ég á sjálfur 22 ára gamlan son. Það verður að koma í veg fyrir stríð. Það er ekki lengur nóg að berjast fyrir friðnum, við verðum að þvinga liann fram. Robeson benti ennfremur á þaðl hvernig stefna Bandaríkjanna í Þýzkalandsmálunum leiddi til upp- risu fasismans, hins nýja bandamanns. — Ráðstjórnarríkin bregðast rétt við er þau reið’a sig ekki á Churchill og pólitík A-bandalagsins. Ráð- stjórnarríkin liafa engar herstöðvar í Panama, en Bandaríkin hafa herstöðvar við Dardanellasund. Þið LANDNEMINN 5

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.