Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 11

Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 11
|)essu efni betur en flestir aði •ir, því að við fram- leiðslu stuttmynda á stríðsárunum höfðu þeir þjálf- að tæknilega fjölda ungra og djarfra manna. Síðan liafa J>eir tekið til meðferðar hin margvíslegustu vandamál lífsins og gegnumlýst þau af meiri næm- leik og raunsæi, en um leið listfengi en flestar aðrar Jíjóðir, að ltölum undanskildum. Þeir hafa sett mark- ið hátt, færzt í fang stór viðfangsefni, en hvergi slak- að á kröfum til listramna vinnuhragða og eflzt við liverja raun. Eftir stríðið haf'a danskar kvikmvndir einkennzt af vilja til þess að gefa aðkallandi })jóðfélagslegum viðfangsefnum ábyrgt og listrænt form og sanna mann- lýsingu í ófölsuðu umhverfi. Það sem skort hefur á í tæknilegri fullkonmun, hefur unnizt upp í jákvæðu efnisvali. Danskir kvikmyndametm hafa meguað að sýna mannlífið á hinu hvita lérefti, gefa verkum sín- um sál. Það hefur verið gæfa danskrar kvikmyndar þessi ár að eiga á að ski]>a frábærum kröftum. Mörgum ágæt- um leikritahöfundum, fjölda af nýjum og djörfum leikstjórum og loks heilum herskara framúrskarandi leikara, sem alltaf hafa verið að sýna nýjar og bjart- ar hliðar mikilla hæfileika. Árangurinn er sá, að í dag hefur dönsk kvikmynda- gerð tekið upp af djörfung og dugnaði Jvráðinn frá stórveldislímanum fyrir 1920, endurvakið forna hefð. svo a'ö nú má telja á fingrum annarrar handar þirr þjóöir, sem jramleiöa jafngóöar myndir og Danir. Hér á eftir skal nú reynt að gefa yfirlit yfir mark- verðustu danskar myndir eftirstríðsáranna og gerð grein fyrir því fólki. sem fyrst og fremst á heiður skil- ið fyrir þær. Hetjudáðir og heigulskapur undir járnhœlnum. Barátta danskrar aljvýðu gegn Þjóðverjum. einkum eftir 29. ágúst 1943, er mikil hetjusaga. Sagan um afstöðu ýmissa manna á „hærri stöðum" J). á m. nokkra mikilsvirta foringja sósíaldemókrata — fjall- ar aftur á móti mest um heigulskap. Um þetla hafa verið skrifaðar ba^kur, og það bafa verið gerðar um })að fjórar kvikmyndir: „Den usynlige hær“, „De róde enge“, „Det gælder din frihed“ og „Stöt star den danske sömand“. „Den usynlige hær“ var ein fyrsta danska mvnd- in eftir slríðið. Hún var sett á svið af hinum unga leikstjóra Johan Jacobsen, og fjallar um líf hernáins- áranna og undirbúning og framkvæmd skemmdar- verks. Næst kom svo ..De róde enge“. sviðsett af hinni frægu leikkonu Bodil Ipsen og Lau Lauritsen yngra, eftir samnefndri skáldsögu Ole Juul. Hér skal ekki fjölyrt um hana, þar eð hún hefur verið sýnd í Heykja- vík, en þess aðeins getið, að navstu 2 árin var hún ætíð í kvikmyndablöðum og — tímaritum nefnd „mesta listaverk danskrar kvikmyndagerðar“. F.kki skaðar heldur að geta þess. að hún hefur hlotið al- J)jóölega frægð, sem ein af beztu móts])yrnumyndum úr síðasta stríði, gekk t. d. mán- uðum saman i í París. — Síðar gerðu sömu kvik- mvndastjwvar mynd urn líf sjó- ninnna í verzl unarflotanum á stríðsárunum: „Stöt stár den danske sömand“. 1 grípandi nær- myndum sýnir hún reynslu nokkurra sjó- manna á mikil- fenglegan hátt. en })ó án nokkurs hajlelújasöngs. Þessi mynd hlaut dönsku ,,Bodil“- verðlaunin 1948 sem bezla mynd ársins og átti það fyllilega skilið. Loks er að gela hinnar sérstæðu „veruleikamynd- ar“ (hér með eftirlýsist hjá hugkvæmum lesanda gotl íslenzkt orð yfir „documentary film“!), sem Frelsisráð Danmerkur lét gera, „Det gælder din frihed“. Hér var safnað saman og skeytt í eina heild af miklum hagleik mvndum, sem ýmsir aðilar höfðu tekið á stríðsárunum af mótspyrnuaðgerðum og skipulagn- ingu hinnar harðskeyttu frelsishreyfingar. Mesl var ])ó tekið af sérstakri myndatökusveit Frelsisráðsins. Samtimis er í þessu einstaka sönnunargagni flett miskunnarlaust ofan af skriðdýrshætti „samstarfsmann- anna“ á stríðsórunum, einkum Scaveniusar (einn þeirra verstu, sósíaldemókratinn Alsing Andersen. er nú full- trúi Dana á þingi S. Þ.!). Úr lífi hins óbreytta fólks. „Ekkert er alskapað í upphafi vega sinna“ skrifaði vís maður eitt sinn. Þessi setning getur þó ekki átt við bað er varla hægt að minnust á dansk- ar kvjkmyndir — hvað'þá skrifa um þær lieila grein — án þess að nefna IB SCHÖNBEIIG sérstaklega. Áður lék hann mest í gamanmvndum, en hefur á síðustu árum komið mönnum á óvart sem fráhær karakterleikari. Það eru eng- ar ýkjur, þótt sagt sé, að hann sé nú orSinn föst „stofnun“ i dönskum kvik- myndum. LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.