Landneminn - 01.12.1949, Qupperneq 12

Landneminn - 01.12.1949, Qupperneq 12
kvikmyndastjórana Astrid og Hjarne Henning-Jensen. Fyrsta mynd þeirra, þar sem frúin var reyndar að- stoðarleikstjóri, var „Ditta mannsbarn", en sannar- Iega komu þau þar fram sem alskapaðir kvikmynda- stjórar. Þessi mynd er í stuttu máli sagt einhver sú unaðslegasta, sem maður hefur séð á hinu hvíta lér- efti. Ef skáldsaga Nexös er „bók um auðævi hjart- ans“, einsog núverandi ritstjóri Landnemans kallaði Iiana í ritdómi, þá er myndin ekki síður „kvikmynd um auðævi hjarlans". Svo sterk er hún í einfaldleik sín- um, svo sönn í áhrifabrögðum, tónar hennar svo ó- endanlega hreinir, svo ósvikið flvtur hún boðskap liins aldna, en þó síunga Nexös gegn órétti og misk- unnarleysi og óbrigðula trú hans á hjartaniildi mann- arma og réttlætisþörf þeirra, að sá sem ekki hefur séð hana, er fátækari en ella. Tove Maes kom líka fram í þessari mynd sem alsköpuð leikkona. Hún var mannsbarnið sjálft, einsog það gerist bezt. I3ros henn- ar gleymist aldrei. Seint mun einnig gleymast leikur Edvin Tiemroths sem stjúpa hennar. Sjaldan hefur gott hjartalag eilífrar alþýðu hlotið unaðslegri eða áhrifa- meiri túlkun. — Myndin um Dittu mannsbarn hefur víða verið sýnd og alls staðar lilotið lof, t. d. fékk hún sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Venezíu. En því miður sá kvikmyndaskoðun Banda- ríkjanna sér ekki fært að hleypa þessari mynd inn í „Guðs eigið land“, nema úr henni yrði klippt svo mikið að framleiðendurnir töldu jafngilda eyðilegg- ingu. Ári síðar komu hjónin Henning-Jensen með nýja mynd, ,,De pokkers unger“. Einnig hér tókst þeim að seiða fram lijandi Imgi á léreftið, í þetta sinn hugi barnanna. Hér úir og grúir af hrífandi, áhrifamiklum og s]>ennandi atriðum. Og mitt í þessu kemur alvöru- orð í tíma talað: um nauðsyn þess, að gagnkvæmt traust ríki milli barna og fullorðinna. — Þessi mynd var seint á s. 1. vetri sýnd í örfáa daga á einu bíó- anna í Reykjavík. Nú vildi ég ráða reykvískum les- endum Landnemans til þess að alhuga, hvort hún er' ennþá í fórum híósins (ég man því miður ekki hvaða bíó), og ef svo væri, senda þá áskorun um að fá hana setta upp aftur. Þið mynduð ekki sjá eftir slíku ómaki. Og hjónin Henning-Jensen hafa ekki setzl í helgan stein ennþá. 1 fyrra kom þriðja mynd þeirra, „Krist- ínus Bergman“, eftir samnefndri skáldsögu norska rit- hi'f. Arthur Omre. Hún er um tvo munaðarlausa drengi, sem lenda útá glæpabraut sökum meðferðar þjóðfélagsins, en reyna síðan —- gegnum síðasta glæp sinn — að gerast heiðarlegir menn. En einnig þessi tilraun mistekst og þeir hafna ennþá einu sinni í fang- elsinu. Þetta er harðvítug ádeila á meðferð þjóðfé- lagsins á börnum sínum, hvernig það blátt áfram ýtir þeim útá glæpabrautina og neyðir þau lil þess að grí])a til vafasamra ráða lil þess að geta stofnað nýtt líf. — Slagkraftur þessarar myndar er geysilegur, áhorfandinn situr sem negldur í sæti sínu allan tím- ann: hún er hlaðin spenningi einsog harðsoðnasta wild-westmynd frá Hollywood, en borin uppi af þjóð- félagslegri ábyrgðartilfinningu og trú á mennina, á samheldni þeirra, en sýnir einnig úrættun sumra þeirra. Hér fer saman frábær myndalaka og ágætur leikur íEbbe Rode, Prben Neergaard, Lily Weiding o. fl. Þegar |)etta er ritað, vinna Astrid og Bjarne Henn- ing-Jensen við að kvikmynda hina vinsælu drengja- bók A. Chr. Westergaards, „Klit-Per“ (Sandhóla- Pétur). Árið 1947 kom enn nýr leikstjóri fram á sjónar- sviðið: Ole Palsbo, með myndina „Ta hva’ du vil ha“, harðvítuga ádeilu á svikráð, fégræðgi, kynvillu, sér- drægni og eiturlyfjanotkun, í stuttu máli siðferðilega úrættun innan æruverðugrar, borgaralegrar fjölskvldu; hvergi slakað á hraða í atburðarás, svo að hugur áhorl’- anda er í háspennu allan tímann. Aðalhlutverkið leik- ur Ebbe Rode mjög vel. Eitt atriði í þessari mynd, þar sem einn meðlimur fjölskyldunnar, misheppnað skáld og forfallinn drykkjumaður, fremur sjálfsmorð ásamt konu sinni — þau skrúfa frá gasi — er svo frábærlega leikið af Ib Schönberg og- Ellen Gottsc- lialch, að það má teljast til hátindanna í norrænni leiklist. Loks er svo að geta myndar Johan Jacobsens, „Soldaten og Jenny“, byggðri á leikriti eins mesta leikritahöf. Dana, Soya. „Brudstykker af et mönst- er“. Hér eru tvinnuð saman örlög ungs, feimins og klaufalegs hermanns (meistaralega leikinn af Poul Reichardt) og ungrar stúlku frá fátæku heimili (Bod- il Kjær). Þetta er mynd um „litla manninn“ í l>jóð- félagi nútímans og brúði lians, lúlkuð af svo ómól- stæðilegri hlýju, að áhorfanda líður seint úr minni. Horft til íortíðar. Einn mesti leikstjóri Dana og ætíð talinn meðal mestu leikstjóra kvikmyndasögunnar, C.arl Th. Drey- er, gerði árið 1943 myndina „Verdens dag“. Hún er byggð á sögulegu efni, en undirr. hefur því miður ekki átt þess kost að sjá liana, né heldur er hann svo kiinnur efni hennar, að það verði rakið hér. En þessi mynd hefur lilotið alþjóðlega viðurkenningu sem óvenjulegt listaverk, m. a. í London og New York. í ár kom Ole Palsbo með nýja mynd, í þetta sinn 12 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.