Landneminn - 01.12.1949, Page 14

Landneminn - 01.12.1949, Page 14
danskra mynda frá síðustu árum. Margar fleiri, sem eru vel þess verðar að sjá þær, liafa verið sýndar. Það hefði verið freistandi að minnast nánar á nokkra helzlu leikara, danska, því að þeir eru fráhærir, en lrér er þess enginn kostur. Aðeins skal þess getið, að sá híógestur, sem aldrei hefur séð töframanninn Ib Schönberg á léreftinu, á mikið eftir, ja, svo mikið, að mér liggur næstum við að segja: Sjá Ih Schönherg. og dey síðan! Eru íslenzkir bíóeigendur í stríði við danska kvikmyndaframleiðendur? Já, er nema von, þótt fávís maður spyrji? Af öll- um Ieyndardóinum í sambandi við íslenzkan kvik- myndainnflutning er sá óttalegastur, livers vegna ekki eru fluttar inn fleiri danskar myndir. Varla þarf að borga leiguna af þeim í dollurum, og er það ekki stórt atriði í öllum dollaravandræðunum, mér er spurn? -— Það kemur ekki til mála annað en flestar þær myndir, sem hér hafa verið nefndar, og margar fleiri danskar, myndu færa vænan skilding í fjár- hirzlur bíóanna, af þeirri einföldu ástæðu, að þær eru allar spennandi, jafnframl því að hafa mikið lista- gildi. En það er vitaskuld ekki spenningur, sem hlað- inn er upp af skammbyssuskothríð og manndrápum. heldur er hér sýndur spenningur mannlegs lífs. ■— Og hamingjan hjálpi Islendingum, ef hann megnar ekki lengur að draga }>á á bíó! Sig. Blöndal. STRÍÐIÐ FYRIR FRIÐNUM Framh. aj 6. síðu. irnar njóti raunverulegs lýðræðis, raunverulegs frels- is. Það eru margir sem berjast fyrir því, og fara mis- munandi leiðir. Margir hafa valið kommúnismann, og þeir hafa rétt til þess. Hér er um að ræða bæði bar- áttu litaðra manna fyrir frelsi sínu og almenna verka- lýðsbaráttu. Sumum na>gir klapp á öxlina — og þeir gleyma af hvaða bergi þeir eru brotnir. Faðir minn var uj>phaflega þræll. ííg rek ætt mína til fólksins og mun halda áfram að túlka hagsmunamál þess. Ég hef talað hér sem Ameríkumaður, sem fulltrúi hinnar framfarasinnuðu Ameríku. Mér er ljóst að orð mín hér kunna að beina mér leið fyrir dómstól í U.S.A. og valda mér óþægindum í þessu lýðræðislandi. Það stöðvar mig ekki. Við, sem vinnum fyrir friðinn, erum í dag stimplaðir sem óamerískir þegnar í U.S.A. Hvers vegna? Vegna þess að við viljum einnig frið og sam- vinnu við Ráðstjórnarríkin. Ég er vinur Ráðstjórnar- ríkjanna og mun halda áfram að vera það — í þágtt friðarins og frelsisins. (Frihelen 25. apríl 1949). Jólakort til Krists Framh. aj 4. siöu. hugsjón okkar um kærleikann til þín, þótt aðrir menn hafi raunar boðað lögmál hans á undan þér. Og þess vegna ert þú vinur okkar og við vinir þínir. Þess vegna ert þú lifandi í hverju góðu verki, hvort sem nokkur veit það eða ekki. því það er unnið í anda þinum. Þér eru kennd þau orð sem mér þykja öllum öðrum fegurri: Alll sem þér viljið að aðrir menn gjöri yð- ur ... Þetta er ekki hamingjuósk. Þetta er þakkar- ávavj).---- Vinur og bróðir, nú eru miklir tímar enn á nýjan leik. Ef til vill hefur draumurinn um ríki mannsins aldrei verið glæstari en nú. Þú veizt hverja dreymir hann. Presta kirkju þinnar er yfirleitt ekki þar að finna. Undantekningar gefast alls staðar. Mig, snauð- an mann, hefur lengi langað að mega teljast til þess fjölmenna dreymendahójis. Ég vona þú leggir það ekki illa út fyrir mér er ég nú þvkist standa með hon- um. Þú veizt að ég kalla mig marxista. Við skulum láta Guð liggja milli hluta að þessu sinni. En við reikn- um með þér. Og meira en það. I baráttu okkar þvkj umst við vinna í þínum anda, að framkvæmd þess sem þig dreymdi: jafnaðarins, bræðralagsins. Við rekum j>rangarana úr musterinu, en við þolum þeim ekki að snúa við brosandi, er við höldum á brott. Við afnemum þjóðfélagsskilyrði stéttar þeirra, sköpurn þeim grund- völl sem jafningjum, nýjum mönnum. Hvað segirðu um það? Eða ertu ekki orðinn þreyttur á því hve ferðalag okkar hefur gengið grátlega seint, hve kærleikshug- sjón þín hefur oft mátl þola mikla smán, sæta hörðum iirlögum öll þessi löngu ár. „En ef við nú reyndum að brjótast það beint.“ Og skáldið mikla bregður ljósi andagiftar sinnar, kærleika síns yfir einstigið. Mér finnst einhvern veginn þér hljóti að hugnast vel sam- fylgdin. Það voru ekki hinir fátæku og krömu sem brugðust þér fyrrum. — — Þetta er nú orðið meira jólakortið. Enda skal hér staðar numið. Ég á enn margt vantalað við þig. Kannski heyrirðu frá mér síðar. En ef til vill sérðu okkur íelagana áður, í einstiginu, í Ijósi anda þíns. Það er undarlegt hve óskin situr veglegt sæti í skammdeginu. Manni verður svo tíðhugsað til vors- ins. Þinn einlægur Bjami Benediktsson. 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.