Landneminn - 01.12.1949, Side 18

Landneminn - 01.12.1949, Side 18
GAMANÞÁTTUR Í R ÆVISÖGU BENVENUTO CELLINI Nokkrum dögura síðar liéldum við aftur af stað til Flórens. Um nóttina gistum við á stað einum hérna megin Sjíógíu, til vinstri við veg- inn til Ferrara. Gestgjafinn krafðist þess, að við horguðum honum áður en við gengjum til hvílu, og eftir hans eigin taxta; og er við vöktum at- liygli hans á jtví. að það væri venja, að gestir Itorguðu um morguninn, áður en Jreir færu, svar- aði liann: „Ég krefst þess, að þið borgið í kvöld. og eftir mínum eigin taxta.“ Ég lireytti út úr mér, að þeir sem vildu hafa alla hluti eftir sínu eigin höfði, ættu að skapa sér nýja veröid að etgin geðþótta, úr því að þessi væri svo margbreytileg. Gestgjafi okkar kvað nrig ekki þurfa að ltugsa fyrir sig; hér giiti vilji hans. Tríbóló skalf af ótta, og bað mig í hljóði að láta undan, svo að ekki ldytist verra af; svo við borguðum Jrað’ sem krafizt var, og gengum síðan til hvílu. Ég verð að viðurkenna að rúmin voru hin prýðilegustu, sængurklæðin flúnkuný og tárhrein. Samt sem áður iánaði-t mér ekki svo mikið sem festa fugls- blund, því ég var að velta því fyrir mér, hvernig ég gæti liefnt mín. Meðal annars fékk ég þá flugu í höfuðið að kveikja í liúsinu; einnig konr mér til hugar að lóga fjórum gæðingum, sem hús- bóndi Jtafði í hesthúsi sínu. Mér var fyllilega ljérst, að hvort tveggja væri Jretta einkar auðvelt; hinu gat ég ekki gert mér fulla grein fyrir, hvern- ig okkur félögum ætti að verða öruggrar undan- komu auðið. Að lokum ákvað ég að flvjta hafur- task okkar urn borð í bátinn; og Jrað gerði ég. Þegar taugarnar höfðu verið bundnar í drátt- arhestana, skipaði ég bátverjum að hreyfa sig ekki fyrr en ég kæmi aftur; ég hefði gleymt inni- skónum mínum uppi í gistihúsinu. Ég hélt því- næst aftur til krárinnar og náði tali af gestgjaf- anum, sem sagði, að við kæmum sér ekkert við, við skyldum fara til fjandans. Tötralegur hesta- strákur, hálfsofandi, var þar nærstaddur og hróp- aði til mín: „Húsbóndinn mundi ekki einu sinni gera páfanum greiða í nótt, )>ví það er hjá hon- um stelpa, sem hann hefur lengi beðið eftir. “ Síðan bað hann mig um peninga, og ég gaf hon- tun nokkra feneyska koparhlunka, og sagði hon- um að láta bát-stjórann bíða, þar til ég hefði fundið skó mína og kæmi aftur. Eg fór upp á efri hæðina, gróf lítinn, hárbeittan hníf upp úr vasa mínum og tætti sundur sængurföt allra þeirra fjögurra rúma er ég fann Jtar. Ég naut þeirrar gleði að vita, að ég hafði eyðilagt verðmæti, er næmu tugum dala. Síðan ltljóp ég niður ti! báts- ins með slitur aL' einu teppinu í vasa mínum, og bað bátsstjóra leggja þegar af stað. Við vor- um ekki langt komnir, er félagi Tríbóló kvað upp úr með Jtað, að hann hefði gleymt nokkrum leðurólum frá ferðatösku sinni, og hann yrði að fá leyfi til að snúa aftur og sækja Jxer. Ég anzaði honum, að hann munaði lítið um nokkrar leð- urólar, Jtví ég gæti látið hann hafa svo margar sem hann vildi. Hann sagði, að alltaf skyldi ég vera með spaug, liann yrði óhjákvæmilega að snúa aftur og sækja ólarnar. Hann sneri sér að bátsstjóranum og bað hann nema staðar, en ég sagði honum að halda áfram. Meðan stóð :i Jrreli Jressu gat ég einnig komið að lýsingu á belli- bragði mínu við kráareigandann, og lét Tríbóló sjá nokkur svnishorn af teppinu oe öðrum sæng- urbúnaði, livað fékk honurn þvílíks ógnarótta, að hann öskraði til bátsstjórans: „Áfram með þig, áfram með Jr.g ,eins hratt og þú kemst,“ og hann var ekki rólegur fyrr en við komum að hliðum Flórensborgar. F.r við komujn þar, sagði Tríbóló: , Við slíðr- um nú sverðin, í Guðs nafni, og skelfdu mig ekki með fleiri strákapörum; allan tírnann hefur mcv fundizt ég standa á glóandi teinum.“ Ég svaraði: „Félagi Tríbóló, þrt þarft ekki að slíðra sverðið, J)ví þú Iiefur aldrei leyst Jrað,“ og ég sagði Jjetta að gamni mínu, því ég hafði aldrei séð karl- mennskubrag á honum á allri ferðinni. F.r hann 18 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.