Unga Ísland - 15.05.1911, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 15.05.1911, Blaðsíða 3
UNQA ÍSLAND 35 erfiðleika að stríða og greip þá sem oftar til fiðlu sinnar. Þungar hugsanir og and- streymi höfðu nær yfirbugað hann. Sá hann þá alt í einu föður sinn frammi fyrir sér, og talaði hann til hans á þessa leið — öllu fremur með augunum en munninum: >Pví meir sem þá keppist við, því óhamingjusamarí áttu að vera, og því óhamingjusamari, sem þú ert, þess meir áttu að keppast við.U — Þetta var eins- konar fyrirboði um það, að hámarkinu mundi hann eigi ná með langri reynslu og erfiði. Hjá honum yrði það að koma eins og sólgeisli úr skýjarofinu eða elding í náttmyrkri. Eins og örsnöggt hugskot yrði það að koma. — En eg er Norð- maður! Hann vissi það svo vel, og oft hafði það verið sagt. En nú kom það á ný í alvöru og varpaði birtu yfir alt strit hans og erfiði. Það rauf erfiðleikana, sem hann hafði barist við. Eins og hann hafði lært að spila, það átti best við suðurlandabúana. Þeim þótti mest varið í hljómfegurðina og litskraut- ið. Þeir gátu grátið eins og barn aðra stundina og hlegið og skemt sér, eins og þeir aldrei hefðu grátið, eftir drykklanga stund. Hjá Norðmönnum lá sorgin undir niðrí, er þeir vóru glaðir, og vonir og þrjóska, er sorg og andstreymi sótti að. Hann varð, einnig að spila alt það, sem duld- ist undir niðri. Þegar hann var drengur, hafði hann viljað láta fiðluna bergmála alt það, er bærðist í kringum hann. Barns- hugurinn hafði gripið það, sem hann þráði nú og bað um. Það var norski lyndisblærinn, sem hann varð að fá fram, frá náttúru og þjóðlífi, sögnum og sögum. Víkingurinn sem grét, á meðan hann barðist hlæjandi, hann lifði enn í piltunum heima. Maðurinn á besta skeiði og unglingurinn í uppveksti, sem verða þess skyndilega varir, að dauð- inn gengur við hliðina á þeim: Avalt í glaumi og gleði dylst þunglynd alvara undir niðri. — — Ole Bull varð að spila Norðmanninn! Eins og hann kemur fram í þjóðvísunum og fiðluhljómnum heima í Noregi. Á Harðangursfiðlurnar, þarsem trylltur stökk- dans eða haddingjadans leikur á yfirstrengj- unum, en sorg og þunglyndi ómaríþeim neðri eins og bergmál úr f'ðlubarminum. Hann hafði leikið þetta í bernsku, er hann blístraði og söng samtímis og spil- aði undir á tvo strengi í einu. Þá var það leikur einn. En nú var það í alvöru. Hann lærði núaðspila áallafjóra strengi í einu og gat jafnvel gripið tónana þann- ig, að sex heyrðust í einu. Nú gat Oli Bull spilað Norðmanninn — sjálfan sig. Hann hafði iært það að heyra tóna náttúrunnar og mannlífsins. Fiðlan hans gat óðara endurtekið hlátur- inn, sem ómaði í söngsalnum, og eins gat hún sungið ítalska, írska arabiska og ungverska þjóðsöngva alveg eins og norska — hreint og hljóniandi, undir eins og hann hafði heyrt þá. Ole Bull hafði nú fundið sjálfan sig! ítalskur söngur og fiðluspil höföu stutt að þsí að draga fram hjá honum norska hugblæinn og þjóðlyndið, sem bærst hafði svo lengi í honum. Skýringar: Henrik Wergeland, eitt hið frægasta skáld Norðmanna, var uppi samtímis Jónasi Hallgrímssyni og dó ungur eins og hann. París er höfuðborgin á Frakklandi. Paga nini'var heimsfrægur fiðlumeistari ítalsk- ur. — Harðangursfiðlur eru kendar við Harðangur í Noregi. Þær eru áttstrengdar; liggja fjórir strengir ofar, eins og á venjuleg- um fiðlum, en hinir fjórir undir. Er spilað á þá efri.og bergmála þá hinir neðri á marg- víslegan hátt, og er oft, sem niörg hljóð- færi væri. Ritstj. Haugardagskvöld. (Sjá myndina.) Flestir hafa víst gleymt því nú á dög- um, hvað /a«grördagsnafnið merkir. For- feður vorir, sem gáfu honum nafnið, tóku

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.