Unga Ísland - 01.09.1912, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.09.1912, Blaðsíða 2
58 UNGA ISLAND hafði borist alla leið til Noregs. En svo fréltist aftur, að hann lægi veik- ur, en væri þó á heimleið. Þá var sorg og þögn í hug þjóðar hans. Laugardaginn 24. júlí var liann borinn af skipsfjöl í Björgvin, og er hann leit aftur heimahagana kæru, var sem all lians og æska lifnaði á ný. Svo var liann fluttur til Ljóseyjar, og heimili lians blasli við honum. Hvíla hans var búin í liljómleika- höllinni uppi. Það var sem af hon- urn bráði við hvern hljóm og livert kunnugt andlit þar heima. Hér hvelfd- ust yfir honum bogar þeir, er liann sjálfur hafði látið gera. Hamingju- samar og sælar voru stundir þær, er liljómarnir í Gasparo da Salo, fiðiunni hans, titruðu liér milli bogahvolfanna! Nú vóru það lífsstrengir lians sjálfs, er titruðu þar inni. Svo virtist, sem honum færi batn- andi með degi hverjum. Menn vóru farnir að halda, að lietjan gamla ætl- aði að sigra einu sinni enn. Öll hætta virtist úti. En svo þyngdi bonum alt í einu. Ole Bull var mjög guðhræddur og trúaður maður, en fylgdi eigi neinni ákveðinni kreddutrú eða játningu. — Hann trúði á framþróun lífsins í rélt- læti og kærleika. Norðmaður og alheimsborgari hafði hann verið alla sína æfi, og nú virt- ist sem kærleikurinn og vonin um sigur liins liáleita og góða þroskaðist í sálu hans, því meir sem af honum dró. Þriðjudaginn 17. ágúst var blíð- viðri mikið, logn, sólskin og ilmur ótal blóma. Þá er Ole Bull opnaði augun, rélti hann út hendurnar og sagði: »Guð minn, eg þakka þér!« Honum voru boðin blóm, en liann hristi höfuðið. Þá voru honum færð nokkur lyngblóm. Hann kinkaði kolli og hélt svo lyngblómunum í liendi sér það sem eftir var. Það var sem hann vildi segja: Þau eru ósvikin. í Noregi er eg fæddur og uppalinn, og með Noregsblóm í mund vil eg deyja. Kona hans spilaði sálnamessu Moz- arts tvisvar á organið. Ole Bull var að leggja á stað. Bros lék um varir lians, er hann reið úr hlaði til nýrra samfunda með »geislastrengi á fiðlu sinni«. Þung sorg féll yfir allan Noreg. Enn þó fann þjóðin glögt lil þess, að alt það er hún hafði unnið og eign- ast í og með Ole Bull, tók hann ekki með sér í gröfina. Og því var lyfting og þakklæti með í sorginni, er hann var jarðsettur hinn 23. ágúst í fæð- ingarborg sinni. Þá er lokið þessum stutta útdrætli úr æfisögu Ole Bulls, og er hann gerður úr bók þeirri, er nafnkunnur blaðamaður norskur og stjórnmála- maður Oddmund Vik liefir ritað um hann (með 9 myndum, 529 bls., verð kr. 5,00). Ole Bull var að mörgu leyti merki- legasti maðurinn í Noregi á 19. öld- inni, og líf hans og starf er nátengt öllu því, er þá var sálin og mergur- inn í sögu Noregs. Æfisaga lians er vfagurt og gotta æfintýr. Pess vegna er hún birt æsku- lýð íslands. Ritstj. Skýringar. Noregur gerðist sambands- ríki Svíþjóðar 17. maí 1814, og var »sam- band« þetta táknað í fánanum norska á þann hátt, að litum beggja land'a var blandað saman í dálílið »sambandsmerki« í efra horni norska fánans, stangar megin. Er fram liðu stundir þótti frjálslyndum Norðmönnum, sem »sambandsmerki« þetta væri ósjálfstæðistákn, er gerði Noreg að undirlægju Sviþjóðar o. s. frv. Hófst þá fánastriðið mikla. vHreina flaggiðv. var norski fáninn kallaður,_samb.merkislaus.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.