Unga Ísland - 01.09.1912, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.09.1912, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 59 Longfellow (frb. longfelló) var nafnfrægt skáld Vesturheimsmanna. Ritslj. Vinirnir, (Norsk sveitalífssaga eftir Jcicob D. Bull). Þar sem Tungnaá og Hreindalsá mætast, vóru fyr á dögum 2 bæir mörg hundruð ára gamlir. Baðstofu- veggirnir voru brúnbrendir af sólar- hitanum á sumrin; skemman og eld- húsið voru skökk og skæld og kom- in að hruni. Gömlu blýglers-gluggarnir blikuðu með blágrænum lit eins og máimur, sem fallið er á, og á skemmu- veggnum héngu afarstórir bjarnar- hausar, með skinin og ber beinin, tennurnar dollnar úr og tómar augna- tóftir. Hásir bandhundar gjömmuðu grimmlega, er ekið var fram hjá; háaldraður öldungur með staf í handi stóð lijá viðarskálanum og leit hægt við og liorfði á eftir ferðamönnunum. Um þær mundir, er saga þessi gerðist, vóru fulltíða synir á báðum bæjunum. Hét annar þeirra Pétur, en hinn Knútur, Báðir voru þeir bjarndýraskyttur og vóru ætíð sam- fería i skóginn. Það var ekki hörgull á skógar- björnum í þá daga á haustin og vetrum. Svo var það einn sólbjartan góð- viðrisdag í febrúarmánuði, að Árvall- ar-piltarnir fóru á sldðum til þessað gá að gömlu bjarnarliiði norður i Fannáshlíð. Seinl og erfilt gekk þeim upp eílir brekkunum, því að kuldinn gerði snjóinn staman, og svo höfðu þeir bjarnhund með sér i bandi. »Gaman væri að vila, hvort hann afi gamli er heima í dag«, sagði Knút- ur og kveikti í pípu sinni. »Hann er líklega heima við núna eftir jólarallið«, svarar Pétur og herðir á öðru skíðabandinu. Nú eru þeir komnir upp á brún- ina. Norðan skafrenningur stendur beint framan í þá. Peir lialda beint í norður á annan klukkutíma. Loks- ins komu þeir að stórgrýtis urðar- holti, þar sem einstaka fura hefir haldist við og boðið stormi og fann- kyngi byrginn. Knútur tekur úl úr sér pípuna, slær úr lienni öskuna og slingur henni í vestisvasann. Svo setja þeir báðir hvellhettur á byssur sínar, leysa hundinn og ganga gæti- lega áfram. Hundurinn stefnir beint áfram, rakleiðis á híðið. Hann var kunnugur þar um slóðir. En óðara en hann kom að híðis-mynninu, snýr liann við, reisir hárin og urrar. »Hann er þá lieima«, segir Knút- ur, og svo heyrast tveir smáhvellir af byssubógum, sein dregnir eru upp. Þá rekur hundurinn alt i einu upp grimmlegt gjamm, hörfar aftur á bak, nær skyttunum, og þýtur svo áfram aftur með mesta ákafa. Stórt dökk- brúnt liöfuð kemur hægt fram úr híðismynninu. Mjöllin hrynur ofan á það. Pétur bregður upp byssunni og miðar. »Bíddu við!« hrópar Knútur. En of seint. Skotið glymur á milli ás- anna. Svo heyrist hátt öskur — björninn brýst út úr híðinu. Hundurinn rýkur í hann eins og elding. Björninn slær til hans með hramminum og ræðst svo beint á Pétur, sem stendur kyr og bíður með byssuskeftið á lofti. Knútur miðar á miðja bringuna og hlej-pir af. Byssan »klikkar«. Hann dregur upp á ný með skjálfandi hönd- um, miðar og »klikkar« aftur.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.