Unga Ísland - 01.09.1912, Blaðsíða 8
64
UNGA ÍSLAND
Spurningar og svör.
i.
1. Hvaöa dæla er bcst, íljótvirkust að
tiltölu við allið, og hvernig er hún?
2. Hvernig er farið að fá svo létt loft,
að loftslcip geti farið í loft upp með dá-
litlum þunga?
Fáfrœðingur.
S vör:
1. »Centrifugal((-dæ\an (eða miðílótta-
aftsdælan) er hraðvirkust, og er hún not-
uð t. d. lil að tæma skipakvíar og einnig-
sem slökkvidæla í stórborguvn erlendis.
Er útbúnaður liennar svipaður og á mið-
llóttaafls-blástursáhaldi því, sem notað
er í smiðjum, nema hér er það valn, en
ekki loft, sem sogast inn og spýtist út
með feikna krafti, eítjr því sem snúnings-
liraðinn er meiri. Eru dælur þessar knúð-
ar með gufuvélum eða öðru afli. (Dælur
þessar eru líkastar tvíbotnuðu kringlóttu
hylki, sem rís á rönd, og gengur ás gegn
um miðja botna, og eru á honum spjöld
innan í hylkinu. Liggur pípa inn í liylkið
meðfram ásnum öðru megin, en önnur
út úr því einhversstaðar á yfirborðinu,
(hringnum). Pá er ási þessum er snúið,
nægilega hratt, mynda spaðarnir sterkan
loftstraum gegn um pípurnar og hylkið.
Sýgst þá vatnið inn meðfram ásnum, en
spýtist út frá yfirborðinu (röndinni).
2. Fyrstu loftskipin vóru aðeins fylt
venjulegu lofti, sem liitað var siðan upp
með lömpum, uns það léttist svo mjög,
að belgurinn með körfu og nokkrum
þunga lyftist í loft upp. — Til eru leik-
föng afþessari gerð: Pappírsbelgur opinn
að neðan, og vírkross eða »net« í opinu;
stingur maður þar bómullarlagði, vættum
í vínanda, og kveikir í. Hitnar þá loflið í
belgnum, og svífur liann allhátt í loft upp.
Brátt komust menn upp á að fylla
»loltbelginn« með kolagasi, sem er helm-
ingi léttara en loft, og nú á dögum er
vetti (vatnsefni eða vatnsgas) venjulega
notað, enda er það IP/2 sinnum létlara
en loft. (Kolagas má að gamni sínu búa
til á þann hátt að fylla krílarpípuhaus
með smákolamolum, þétta svo hausinn
vel t. d. með 2gjaeyringi og kítti — cða
brauðdeigi — hita liann svo yfir liægum
eldi — kerli t. d. — gufar þá kolagas út
um munnstj'kkið, og má sjá það á því,
aö sé logandi eldspíta borin að þvi,
kviknar á því, (gasljós), en gas þetta er ó-
hreint, og því eigi eins lélt sem skyldi.
H.
1. Hvernig á að haga sér lil þess að
koma sér vel við alla?
2. Ilvað þarf maður að gera til þess
að verða góður og nýtur maður fyrir
land og lýð?
3. Hafa orðin greindur og gáfaður
sömu mcrkingu?
J. M. Á,
(kaupandi Ú. í.)
S vö r:
1. Vcrtu glaðlyndur, greiðvikinn, orð-
var og áreiðanlegur! (ótal margt íleira
mætti tina til, en í þessu fernu felst meira
en margur hyggur í fljótu bragði.)
2. Vinna vel og dyggilega að liverju
sem er, vera trúr i smáu sem stóru og
gleyma eigi, að alt vort starf á að
sluðla að þroska og hamingju sjálfs vor
og þjóðarinnar.
3. Greindur er sá venjulega talinn,
sem cr skýr og vel viti borinn yfirleitt,
vel gefinn. Gáfaður er aftur á móli sá
talinn, sem hlotið hefir einhverja sérstaka
hæfileika, fleiri eða færri, í ríkara mæli
en venjulegt er. Þó er þessu tvennu oft
ruglað saman.
III.
1. Hvaða menn vóru Birkibeinar?
2. Ilvar vex álmur (bogatré foriþ-
manna ?)
3. Ilvar er Norðýmbraland?
Forfeðravinur.
S v ö r:
1. Birkibeinar vóru hermenn þeir
kallaðir, er fylgdu Eysteini Haraldssyni
(1174) og síðar Sverri konungi. Natn sitt
fengu þeir af þvi, að þeir vöfðu birki-
næfri urn fætur sér, er þeir urðu klæð-
fáir. (Sjá Heimskringlu Snorra Sturfu-
sonar).
2. Álrnur vex á Norðurlö»dum og í
norðurliluta Mið-Evrópu. Fremur sjald-
gæfur þó t. d. í Noregi, vex þar lielst í
urðum og klutrum.
3. Norðymbraland (»Northumberland«)
er liérað norðarlega á Englandi.
Til kaupendanna
Sökum því nær mánaðar veikinda á
heimili mínu gat eigi ágúst-blaðið komið
út á réttum tíma, og koma því 2 blöð í
einu núna.
Ritstj.
Prentsmiðjan Gutenberg.