Unga Ísland - 01.09.1912, Blaðsíða 4
6o
UNGA ÍSLAND
Byssuskefti Péturs glymur á bjarn-
arskallanum og ílísast sundur. Björn-
inn rekur upp annað öskur, svo tryll-
ingslegt, að undir tekur í skóginum.
Svo slær hann Pétur flatan undir sig.
Hundurinn ræðst aftan að birninum
og rífur og bítur eins og tryltur.
Björninn rís upp til bálfs, svo að
hann nái til hans, og sleppir um
leið öxlinni á Pétri.
Þá smellur skot á ný. Björninn
hendist áfram og dettur heint ofan á
Pétur. Hrammarnir teygjast og krepp-
ast ákaflega — svo veltur hann þungt
á aðra hliðina og er dauður.
Þá er Knútur loksius hefir fengið
bisað þungum bjarnarskrokknum of-
an af félaga sínum, sér hann að Pétur
liggur náfölur og blóðugur í snjónum.
»Hvernig fór?« spurði Knútur.
»Eg held, að ’ann hafi gert út af
við mig«, svarar Pétur liægt og þung-
lega.
»Hefirðu séð annað eins«, segir
Knútur; hann lýtur niður að Pétri.
Fötin voru ílett af honum frá öxl-
inni og niður eftir, og sást í rautt
kjötið. »Þetta var ljótt lagsi«, taut-
aði hann.
Pétur brosir, bleikt og máttlaust.
»Ef maður væri að eins niðri í
sveit«, segir Knútur hægt og litast
um. Það var hálfönnur míla til
bygða og veglaust.
»Þangað kemst eg aldrek, segir
Pétur, lælur aftur augun og liggur
eins og í dvala.
»Segðu það ekki«, segir Knútur,
hann lýtur niður og losar af Pétri
skíðin. Svo gengur hann nokkur
hundruð álnir burt og leitar fyrir sér,
þangað lil hann finnur sprekaðan trjá-
bol. Hann tekur öxina upp úr skreppu
sinni skefur snjóinn af bolnum og
heggur í hann, Jú, jú, það er fura
feit og forn. »Nú skal eg liita þér«,
hrópar hann til Pélurs.
Eftir fáeinar mínútur blossaði eld-
ur í loft upp brestandi og brakandi.
En hann var helmingi lengur að
koma Pétri að eldinum. Hann fór
af sldðunum, Iagði þau samhliða Pét-
urs skiðum, lagði svo liinn særða
gælilega á þau — og dró hann þann-
ig gegn um mjöllina.
»Þú slítur þér út á þessu«, segir
Pétur lágt og lítur upp.
Iínútur svarar ekki, slendur kyrr
og starir á hann.
»Heldurðu að þú hafir það ekki
af í tvær þrjár klukkustundir«, spyr
Knútur loksins.
Pétur liggur slundarkorn þegjandi.
»Ef eg að eins get haldið hitanum«,
segir hann eins og við sjálfan sig.
Knútur snýr sér við og lítur eftir
hundinum. »Legstu!« segir hann.
Og hundurinn skreið að Pétri, dingl-
aði skottinu, lagði hausinn í fang
hans og liorfði framan í hann.
Svo reimaði Knútur á sig skíðin,
tólc stafinn og vetlingana.
»Eg skal vera fljótur«, segir liann.
Pétur lítur á liann. »Þakka þér
fyrir alt«, segir liann lágt. »Og svo
verðurðu að heilsa þeirn öllum sam-
an, góða nótt«.
Knútur stendur stundarkorn og
horfir á hann. »Þú heldur ekki, að
þú haldir hitanum«,segir hann loksins.
»0-nei«. —
Knútur stingur niður stafnum og
fer liægt úr htyja vetrar-kuflinum
sinum.
Þá rís Pétur npp við olnboga, en
fellur niður aftur. »Nei, nei«, tautar
hann.
Knútur lýtur niður að honum og
leggur kuílinn gælilega utanum brjóst-
ið og kviðinn. »Nú hugsa eg, að þú
hafir það af«, segir hann. »Og svo
er mér líklega best að komast á stað«,
bætti hann við; hann stendur snögg-
klæddur í vetrarhörkunni. Svo tek-