Unga Ísland - 01.09.1912, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.09.1912, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND &3 Hálftima ganga var upp á hæðina eða klöppina, sem við héldum til á. Þar var bj'rgið okkar. Við fórum aí stað kl 9— 10 á kvöldin með malpokann bundinn á bakið, og ærnar í langri röð á undan okkur. Þegar við komum upp eftir, dreifðu ærnar sér út og suður fyrir neð- an hæðina og fóru að bíta. Við settumst inn í byrgið og leystum af okkur malpokana. Byrgið var lítið, hlað- ið úr steinum, og lágu steintröppur nið- ur í pað. Ekkert þak var yfir pvi. Und- ir einni hlið pess voru prír steinar, og var sá í miðið liæslur. Höfðum við hann fyrir borð, en liina lægri fyrir sæti. Oftast borðuðum við svo inni í byrginu. Öðru hvoru vorum við að gá að ánum, og stundum purftum við að fara fyrir pær og reka pær saman heim að hæðinni, þegar þær voru komnar of langt. Oft hæfðum við í hellur, einkanlega pegar okkur var kalt. Eina helluna kölluðum við Sönghellu, af því að æfinlega söng í lienni þegar hún féll. Fagurt var að sjá sólina, þegar hún var að koma upp seinni liluta næturinn- ar. Fyrst skein liún á ijallatindana, og síðan færðist sólskinið smátt og smátt niður fjallshlíðina, þangað til birla henn- ar, náði niður í hina djúpu dali og dæld- ir og yfir hinn langa fjörð, sem skerst •inn í landið að norðan, Eyjafjörð. Þá fóru fuglarnir að syngja, og öll náttúran lifnaði eins og hún risi úr dvala. Þá varð maður töfraður af fegurð náltúrunnar og hinum yndislega söng fuglanna. Þegar poka kom, urðum við að vera aðgætnir, því pá var hætt við, að við mistum ærnar. Þegar rjúka fór á bæjunum, var klukk- an orðin 6, og fórum við pá að hóa sam- an ánum og halda lieim á leið, hugsandi um viðburði næturinnar og hennar dýrð. Glæsir (15 ára.) Vonin mín. »Vonin lífs er verndarengill, von, sem þó er aðeins tál. Krislján Jónsson. Man eg þig æska! Bernsku bjarti heimur! blítt er að minnast pinna sælu daga. Þar bygði eg ungur undraheima fríða og undi vært i glæstum draumahöllum. Sat eg við Ægi’ á sumar fögru kveldi, pá sólin hneig að dökku skauti Ránar. Hjöluðu öldur blilt við svala sanda, og sumargolan iék við hægar bylgjur. Starði eg hljóður út á hafið viða, lieillaður blítt af öldu- þungum niði. Ó! hve pá brostu vonar-gullnir geislar, svo gleði-bjarlir yfir hugans löndum. Þá var mér lífið liljureitur fagur, og ljóshöll skær og æfinlýraheimur. Þá lék eg kátur ljúft við gæða-vini ijómaði gleðin blið á mínum vanga. Brosti við lieimur lítill, ijúfur, góður ljómandi fagur eins og vordagshiminn, þegar tjöldum röðull geisla rjóðum. reifar hans sali’ af ljóspurparans klæði. Þá ijómaðir pú voti, sem ijós i minni sál, þú ijósengill blíður. Ó! sælla drauma gj'ðja! Hve sindra þínir sólargeislar fríðir með sælu og unað’, djúpt í barnsins hjarta. Þar liíir þú í ljóma þinnar tignar. Lífsdrotlning sanna.----Ó tæra svala haf! Eg bergi þína blíðu heilsubrunna. og blómgva í þínum svala daggarúða allar mínar lifsins kærslu iiljur. Eg lauga mína þrá í þínum bylgjum. Ó, þvrstur teiga eg þínar tæru lyndir! sá teigur veitir liisþrólt minni sál. Ó, helga von, þitl leiflur er minnar æfi ljós og leiðarvísir minn á dimmum brautum. A grundvöll þinn eg grcf þærlífsins rúnir, er gullnum sveigum skrifa framtíð mína. Ó heilög droltning drauma minna kærstu í draumi ljúfum liníg eg þér að barmi. Ó hnýttu þinum björtu blómalindum. um barns þíns höfuð, lífsins sólargyðia. það er svo undurblítt við barm þérdreyma, í blómalundum þinna töfralieima. Mig dreymdi vært, ó, draumur sá var fagur 1 draumhöll þinni leit eg fagrar myndir. Ó hve eg sveif á þínum sólarörmum í sæludvala, ljúfa vonin mínl Ó! heilög von! Þú lífs mins bjarta ljós. Ó! lýstu mér í lieimsins sorg og gleði, svala mér í þínum bliðum bylgjum. Ó! bjarta tæra lífsins lieilsulind. Víst er mér þörf að bergja á þínum bikar, við brunn þinn svala mínum þyrstu vörum. Nú vil eg krjúpa að þínum kalda straumi( og kæla mínar lijartans sáru undir. Af gleðibjarmans bogum fagurtærum, blikandi Ijósveig þú vafðir mína sál. Ó! ljúft eg undi, i vonararmi værum. í vonararmi eg hugði ei lífið tál. Jóliann Jónsson. (15 ára).

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.