Unga Ísland - 01.06.1914, Síða 1
6. blað.
Reykjavik, júní 1914.
10. ár.
Selma Lagerlöf.
Hún er fædd og uppalin á Verma-
landi í Norður-Svíþjóð. Þar er nátt-
Selma Lagerlöf.
úran fögur, og hefir liún haft mikil
áhrif á anda hennar með völnum og
viðlendum skógum. Elskar hún mjög
æskustöðvar sínar og æltjörð.
Selma Lagerlöí hefir samið margar
bækur, æfintj’ri og sögur stórar og
smáar. Miljónir lesenda hafa dáðst
að þeim víðsvegar um lieim.
Ein af sögum hennar heitir »Ferð
Níels 01geirssonar«. í Liverpool (-púl)
á Englandi er hún noluð fyrir les-
bók handa blindum börnum. (í skól-
um, þar sem blindum börnum er
kent, eru stafirnir á bókunum upp-
hækkaðir, og börnin látin þreifa á
þeim með fingrunum).
Fyrsta sagan liennar hét »Gúslafs
saga Berlings«. Hún hefir verið gefin
oft út á frummálinu, og þýdd á flest-
ar tungur siðaðra þjóða.
Selma Lagerlöf er mikil trúkona og
bjartsýn; hafa sögur hennar mjög holl
og siðbætandi áhrif.
Djúpvitur er liún og þekkir mann-
lífið út í æsar. Vefur hún oft hin
dýrustu sannindi i æfintýraskrúða svo
einkennilega fagran að unun er að.
Sögur hennar eru fyrir alla. Æskan
skemtir sér við æfintýraskrúðann og
skilur oft nokkuð hvað á bak við býr.
Þroskaði maðurinn nýtur hins sama
og að auki kjarnans sem inst er.
Arið 1909 voru Selmu Lagerlöf veitt
Nóbels-verðlaun. Sýnir það hverjum
augum er litið á skáldverk hennar.
Þau verðlaun eru veitt án tillits til
þjóðernis. (Indverskur maður, Tagóra
að nafni, hlaut þau síðast).