Unga Ísland - 01.06.1914, Qupperneq 3
UNGA ÍSLAND
43
á hann. með svo ferlegu augnaráði,
að liann hörfaði brolt.
Hún hafði áður gengið lotin undir
betlipoka sinum, en nú rétti hún
úr sér: »Eg er ránkerlingin úr
Dimmaskógi,« sagði hún. Hreyfðu
við mér, ef þú þorir.« Og það
lejmdi sér ekki, að hún var jafn-
viss um, að hann snerti sig ekki,
eins og hún hefði verið drotning
landsins.
Klausturþjónninn færðist í auk-
ana og áræddi nú að standa fyrir
henni, þótt hann vissi hver hún
væri. Hann ávarpaði hana kurteis-
lega: »Þú verður að gæta þess, að
þetta klaustur er munkaklaustur,
og engri konu í öllu landinu leyft
að stíga fæti sínum inn fyrir múr-
veggi þess. Farir þú ekki burtu,
reiðast munkarnir mér, því það var
eg, sem átti að gæta hurðarinnar.
Og vel getur farið svo, að þeir reki
mig úr garðinum og á brott úr
ldaustrinu.«
Hjal þetta hafði engin áhiif á
kerlingu. Hún gekk til og frá um
garðinn, ýmist virti hún fyrir sér
ísópana, með fagurbláu blómunum
eða einkennilegu geitablöðin.
Klausturþjónninn sá nú ekki ann-
að vænna, en fara inn í klaustrið
og fá mannhjálp. Hann kom á
svipstundu aftur með tvo munka
með sér, er virtust hafa krafta í
köglum.
Nú þótti henni leikurinn fara að
verða alvarlegur. Hún nam staðar
i garðinum og öskraði með grimmi-
legri raust, að hún skyldi hefna sín
greipilega, hún skyldi hrópa bölvun
yflr klaustrið, ef hún fengi ekki að
vera óáreitt í garðinum, svo lengi
sem hún vildi. Munkarnir hugðu
að þeir þyrftu ekki að hræðast hana
og einsettu sér að reka hana út.
En ránkerlingin æpti og réðist á
munkana og beit þá bæði og klór-
aði, hið sama gerðu grislingar henn-
ar allir. Þrímenningarnir fundu
brátt, að hér var við ofurefli að
eiga, þeir lögðu á flótta inn í klaustr-
ið, til að safna liði.
Þegar þeir komu inn í klaustur-
garðinn, mættu þeir Hans ábóta.
Hann var á leiðinni út, til að for-
vitnast um, hvaða háreysti væri í
garðinum. Munkarnir urðu nú að
segja satt frá, að ræningjakonan
úr Dimmaskógi væri komin inn i
garðinn, og að þeir hefðu ekki kom-
ið henni út og væru nú að safna
liði.
Hans ávitaði þá fyrir að hafa beitt
valdi við kerlingu, og bannaði hann
þeim að sækja fleiri.
Fyrir rúmum 300 árum, var uppi
enskur maður, er hét Henry Hudson.
Henry Hudson.
Hudson er heimsfrægur orðinn
fyrir rannsóknarferðir sinar í Norð-
ur-Ameríku.