Unga Ísland - 01.11.1914, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.11.1914, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 83 á bak. Þögulir riðu þeir hver við annars hlið. Seint gekk þeim, þvi þeir fóru hægt, eins og þeir væru í líkfylgd. Þegar þeir komu heim, var faðir þeirra liðið lik. Iiann hafði andast daginn áður. Eftir nokkra daga héldu synirnir aftur at' stað; þeir riðu leiðar sinnar i djúpum hugsunum. Loks rauf yngri bróðirinn þögn- ina: »Heyrðu bróðir, veistu livað það er, sem aldrei kemur aftur«? »Já, eg veit það«, sagði eldri bróð- irinn lágt. Ör, sem skotið er af boga, kemur aldrei ajlur. Ó, livað eg óskaði heitt að geta afturkallað örina, þegar hún ílaug af boganum«. »Þú hefir rétt að mæla, en eg átti nú samt ekki við örina«, svar- aði vngri bróðirinn. »Nei, það er lalað orð, sem aldrei vcrður a/lur tekið. Eg var ekki fyr búinn að segja Ijótu orðin, en eg vildi svo feginn hafa tekið þau aftur. Langa stund heyrðist ekkert ann- að en íótatak hestanna. Loks sagði eldri bróðirinn: »Heyrðu bróðir, það er enn þá eitt, sem aldrei kem- ur aftur. Tíminn, sem við glötuðum, kemur aldrei ajtur. Bræðurnir höfðu rétt að mæla. Það sem aldrei kemur aftur er: Unninverk, töluð orð og liðin stund. Milli himins og jarðar. Eftirfarandi viðburður gerðist i bæ einum á Norður-Englandi. Hann er fegursta dæmi göfuglyndis og sjálfsfórnar. Kirkjan i þessum bæ var há og stór eins og dómkirkja. Það var verið að gera við þakið á henni, og lágu stigar alla leið þang- að upp. Einn dag gengu tveir bræður, Húgó og Pétur, heim úr skólanum. Þeir sáu að kirkjan var opin, og gengu inn. Smiðirnir voru heima að borða miðdagsverð. Bræðurnir störðu undrandi á pall- inn, sem hékk í geysihæð uppi und- ir lofti. »Gaman væri að koma þarna upp«, sagði Pétur, og horfði löngunarsjúk- um augum upp eflir stigunum. »Við skulum koma«, sagði Húgó. Fimir eins og sjómenn klifu drengirnir upp stigana, og voru að vörmu spori komnir alla leið upp á pallinn. »Húrra«! hrópuðu þeir báðir ósjálfrátt, þegar þeir voru komnir upp, en óðara setti þá hljóða, þeim kom báðum i hug, að nú væru þeir staddir í kirkju. Fyrst gekk alt vel. Þeir hlupu úr einum stað í annan. Þeim óx hugur, svo þeir þorðu að líla fram af pallinum. Þeim sýndist bekkirnir i kirkjunni svo undur litlir, þeir voru að tala um, að neðan frá ldrkjugólfi mundu þeir líta út eins og dálitlir fuglar. »Jeg ætla að fara ofan og sjá«, sagði Húgó. »Æi nei«, sagði Pétur. Hann þorði ekki að vera einn, eftir að bróðir hans væri farinn. »Við skul- um heldur fara báðir ofan, þvi nú fer fólkið hráðum að koma«. »Biddu augnablik«, sagði Húgó. »Við skulum bara hlaupa yfir á hinn endann og sjá fallega glugg- ann«. Þeir hlupu yfir pallinn, en eng- inn veit hvernig það atvikaðist, að einn plankinn lét undan, og þeir duttu báðir ofan um. í fallinu náði Pétur utan um stórt tré, en í hræðsl- unni hafði Húgó gripið um fótinn

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.