Unga Ísland - 01.11.1914, Side 4

Unga Ísland - 01.11.1914, Side 4
84 UNGA ÍSLAND á bróður sinum. Þarna héngu bræð- urnir í loftinu, og var bráður bani búinn, ef þeir linuðu á takinu. Sekúndurnar urðu að klukkustund- um í þessu voða ástandi. Þeir von- uðu að smiðirnir mundu koma og bjarga sér, ef þeir gætu baldið sér í nokkrar minútur. Nú var Pétur að verða uppgefinn og sagði við bróður sinn: »Góði Ilúgó, mér er ómögulegt að halda mér lengur; bvað á eg að gera«? Pétur var yngri, og af því að Húgó hélt í fót- inn á honum, var honum enn þá erfiðara að halda sér föstum. Húgó þagði eilt augnablik. Hann hugsaði um heimilið sitt, um mömmu sina og Önnu litlu systur síua. Hver getur vitað hvaða hugsanir hafa bærst í litla göíuga bjartanu hans á þessu augnabliki. »Heldurðu að þú gætir haldið þér, ef eg slepti«? sagði bann. »Það gelur verið«, sagði Pétur í veikum róm. A næsta augnabliki lá liðið lik á kirkjugólfinu. — Húgó hafði fórnað lífi sínu fyrir bróður sinn. Indland. Suðurasía líkist að mörgu leyli Suðurevrópu. Báðar hafa 3 skaga. Norðau við miðskagana í báðum rísa reginfjöll, hin bæstu í báðum álfunum, Alpar í Evrópu, en Hima- laja í Asíu. (Himalaja þýðir bú- staður snjóa). Sunnan við báða ijallgarðana breiðast blómlegar slétt- ur, Pósléttan í Evrópu, en Hindust- ansléttan í Asíu. En sá er munur, að hálendi skilur aðal Alpana frá sléttunni, en mýrlendi gengur fast að rótum Himalajafjalla. Þella mýr- lendi nefnisl Taraí á máli Indverja. Sumslaðar er það mjótt t. d. við Nepal, en á öðrum stöðum breikk- ar það og er alt að 150 km. Mýr- lendi þetla er þakið hinum fegursta gróðri; þar eru fagrir pálmar og risavaxin magóltré og . sedrusviður. Þar eru geysiþykni af bambusrcir, fikjutrjám og gúmmitrjám. Vafn- ingsjurtir mynda þétlan vef millum greina og stofna. Þúsundir blóma skína bæði ofarlega og neðarlega í skóginum í ljómandi litum. Mjög eykur það á fegurðina, að sjá i myrk- bláan himininn í gegnum laufskrúðið. í þessari töfrafegurð eru þó Ev- rópumenn aldrei óhræddir. í Taraí eru sem sé ekki aðeins blóðþyrst tígrisdýr og pardusdýr, heldur einn- ig flokkur af viltum filum, og mjög mikið af eitruðum skriðdýrum. Jal'n- an má búast við grimmum og óvænl- um árásum þessara dýra, þótt mestu varúðar sé gælt. Þar að auki slíga eitraðar gufur upp úr votri jörð- unni. Valda þær banvænum sjúk- dómum og gera þenna hluta lands- ins með öllu óbyggilegan. í norðri ris fjallaveggur Himalaja upp frá þessum sléttum 2500 melra bár. Þröngir dalir skerast inn í fjöllin. Stríðir straumar hafa hér myndað gil og gljúfur. Hér eru einnig tígrisdýr og pardusdýr, og slöngurnar sleikja sólskinið á bökk- um fljótanna. Einn af döium Himalaja heitir Kasmír. Varl'a nokkursstaðar á jörðu er jafnmikil fjölbreytni fegurð- ar og frjósemi og þar. Slraumbörð völn renna um dalinn. Bakkar þeirra eru sigrænir, vaxnir kastaní- um, tekkviði og linditrjám, og lótus- blómin fögru vagga sér við vatns- lletina spegilslétta. í hliðum, langt fyrir ofan Kasmir- dalinn, vaxa abríkósutré og eplatré,

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.