Unga Ísland - 01.11.1914, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.11.1914, Blaðsíða 6
8G UNGA ISLAND sem hér ræðir um. Eg hefði þá til litils lesið í bænakverinu minu, ef eg vissi ekki þessa smámunk. ^Þetta er að koma fram eins og lærður maður«, sagði ráðherra. Hann réði sér varla af gleði. »En hvar er festin niður komin«? Allur klerkalýðurinn einblindi á Andra, en hann gekk að einum glugga hússins og henti út. »Þarna sjáið þið svartflekkóttan hund«, sagði Andri. »Niðri i honum er festi ráð- herradótturinnar«. »Niðri i hundinum mínum«! æpli biskupinn i Ási. Hann hefir aldrei fengið orð fyrir óráðvendni. ()g hvernig hefði festin átt að komast ofan i hundinn? Sennilega trúir þessu enginn maður«. »Eg get ekki meira en sagt til leslarinnar, en liver má trúa þvi, sem honum þóknast«. Ráðherra lét þegar sækja þrjá skurðlækna. Var svo hundurinn tekinn og holskorinn. Fansl festin i maga hans, og undraði það marg- an. Læknarir græddu hundinn aft- ur, og kornst hann hjá hegningu allri. Ráðherra hrósaði Andra fyrir speki hans. Spurði hannkarlinn.hvorthann sæti í lélegu embætti. Andri varð að játa, að hann væri embættislaus. Lofaði nú ráðherra honum þvi fyrsta prestakalli sem losnaði. Fekk hann Andra peninga, til að kaupa sér ný föt. »Ert þú maklegur að klæðast betur en nú gerir þú«, sagði ráð- herra. Andri tók við fénu og þakkaði ráðherra rausn hans. Fór hann nú heim og sagði Þóru sinni tíðindin. Hún gat varla trúað karli, en nýju fötin lugu ekki, og þúsund krónurnar sýndi hann henni. Frh. Litli negrinn göfuglyndi. Gufuskipið »Niagara«, hélt upp eftir Missisippifljótinu. Þá mælti það skyndilega öðru gufuskipi, sem hét »Rostboy«, það ætlaði óðara að breyta stefnu, en varð ofseint. Skip- in rákust á. »Niagara« fekk högg á miðja hliðina, þar kom stórt gat á það. Kolblár sjór féll inn og skipið sökk eftir litla stund. Ógurleg hræðsla greip farþegjana. Konurnar æðruðusl og báðu karl- mennina að bjarga sér, en hver þóttist hafa nóg með að hugsa um sjálfan sig. Negradrengur var á skipinu. Hann greip sterkan kaðal, balt öðrum end- anum um sig miðjan, hinum end- anum batt hann um trédrumb, kasl- aði honum fyrir ]>orð og hljóp svo á kaf sjálfur. Hann kallaði til tveggja kvenna, sem stóðu hjá hon- um og sagði þeim að stökkva út- byrðis og halda sér i trédrumbinn. Konurnar þorðu ekki að taka á móti þessari vesælu hjálp, sem þeim hauðst, en drengurinn lá rólegur á öldunum, og fullvissaði þær um, að þetta væri eina lifsvonin fyrir þær, og að hann skyldi áreiðanlega koma þeim i land. Önnur konan bar barn á hand- leggnum. Ilún leit með örvæntingu í kringum sig, og þar sem hún sá enga hjálparvon, þá fylgdi hún ráð- um hans, og svo kom hin á eftir. Drengurinn þreytti sundið karl- mannlega móti straumnum. Kon- urnar héldu dauðahaldi i trédrumb- inn, skelfingin margfaldaði krafta þeirra, og loks náðu þær niðri. Ræði þær og barnið komust af, en aðrir farþegjar á skipinu fórust flestir. Síðar kom það í ljós, að dreng-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.