Unga Ísland - 01.11.1914, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.11.1914, Blaðsíða 8
78 UNGA ÍSLAND Þá voru englarnir svo nærri, að ábótinn fann þytinn af vængjum þeirra og bann heilsaði þeim með því að knékrjúpa. En er fúlyrðin hrukku af vörum klausturþjónsins, hljóðnaði sönglistin, og helgu gest- irnir lögðu á llótta. Ljósið og hlýj- an Jlýðu myrkur þessa mannshjarta. Nóttin féll á. Vetrarharkan kom. Blómin skrælnuðu, og dýrin æddu á braut. Fosshljóðið þagnaði. Lauf- ið datt af trjánum, og lækjarsuðan heyrðist ekki framar. Hans fanst hjarta sitt kólna. Sæl- an hvarf. Gleðin eyddist. Honum var órótt. Sársaukinn var honum um megn. »Þetta fæ egaldrei að heyra fram- ar, að himneskir englar syngi fyrir mig jólasöngva«, hugsaði hann. »()g þeir eru reknir á flótta!« Tvœi* sö};uI)!Jílíur sendar Unga íslandi, Viðlegan á Felli og Helgi í Illíð, eftir Haltgrím kennara Jónsson. Pær eru vel við hæíi barna og unglinga. Einkuni hefðu kaupstaðabörn gott af að lesa þær^ lil að kynnast sveitalífinu, því þar er brugðið upp réltum og ljósum mynduni af þvi. William Hone var cnskur. Framan af var liann trúleysingi, en varð síðar mik- ill trúmaður og skril'aði merkileg guð- fræðisrit. Iiitt sinn gekk liann fram hjá húsi, þar sat lítil stúlka og las í bibliunni. »Ertu að læra það sem kcnnarinn setti þér fyrir«, sagði liann. »Nei«, sagði litla stúlkan. aLað hefir enginn sett mér það fyrir. Eg les í þessari bók, af því, að mér finst svo yndislega fallegt margt í henni«. William Ilone segir að þessi orð og augu lillu stálkunnar, þegar hún sagði þau, hafi komið sér til að i'ara að iesa biblíuna. Æska margra býr elli þeirra sorg og áhyggjur. Gerðu cnga manneskju að hjáguði þín- úm. Þegar hallar undan fæti, þá er huggun að sjá hækka undir fótum ástvinanna. Kona álti tvær litlar dætur, sem lágu í mislingum. Ilún skrifaði gamalli og reyndri konu, og bað hana um ráð við veikinni. Gamla lconan skrifaði óðara og gaf ráð við veikinni, en hún þurfti einn- ig að skrifa ánnari konu, sem liafði s])urt hvernig hún ætti að fara með agúrkur. Nú vildi svo óheppilcga til, að konan fór bréfavilt, og fekk því móðir barnanna þessi ráð: »Leggið þær í edik. Sjóðið þær í 3 klukkustundir. Saltið þær svo rækilega, og eftir nokkra dag verða þær orðnar góðar«. * * Hans: »Eg get setið þar, sem þér er ómögulegt að sitja«. Pétur: »Hvar er það«? Ilans: »Á hnénu á þér«. * * ¥ »Hvað ertu gamall, litli maður«? »Eg veit það ekki«. »A-a, vcistu ekki hvað þú ert gamall«? nMamma segir, að eg sé of lítill lil að borða af öllu sem borið er á borð, cn of stór til að gráta, þegar eg fæ það ekki«. * ... * ¥ Listmálari í Ameríku sagði þannig frá afreksverkum sínum: »Einu sinni málaði eg hund svo náttúrlegá, að hann fekk hundapestina mánuði eftir að eg var bú- inn að búa hann lil. Einnig málaði eg ölílösku; svo vel gerði eg það, að tappinn sprakk í háaloft, rétt þegar eg var að enda við hana. — Þegar eg var búinn að gifta mig, þá málaði eg mynd af l'yrsta barn- inu okkar. Hún var svo Ijós og lifandi, að barnið liágrét, og konan fnín ílcngdi það, áður en hún tók eftir að það var mynd«. ¥ Lávarður einn á Englandi fór um far- in veg. Sá hann þá bónda með hest og vagn. Vagninn var svo þungur, að hest- urinn gat ekki dr.egið hann. Ilóndi barði þá liestinn miskunnarlaust. »Skammastu þin, að misþirma veslings skepnunni svona«, sagði lávarðurinn. »Hesturinn er ekki ol' góður til að þræla fyrir mat sínum. Petta má eg hafa«, sagði bóndinn. »Annars kemur þér þelta ekk- ert við, því að eg hefi keypt heslinn fyrir mína peninga og má fara með hann eins og eg vil«. »Eg skal sýna þér hve mikil sanngirni er í því, að maður megi fara með cigu sýna eins og hann vill«, sagði lávarður- inn, stökk af baki, balt hestinn sinn og tók svo að berja bóndann með svipunni sinni. »Pessa svipu hefi cg keypt fyrir mina peninga, eg má þá víst fara með hana eins og eg vil«. Útgelendur: Steingr. Arasoii. Jöruhdur Ilrynjélfssou. Prentsmiðjan Gutenherg

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.