Unga Ísland - 01.11.1914, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.11.1914, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 87 urinn hafði eins vel getað bjargað stórri kistu með góðum fötum og 300 dölum í, en hann kaus heldur að bjarga mannslífunum. Jólarósirnar eftir Selmu Lagerlöj. Lausleg þýðing eftir Ilallgr. Jónsson. (Frli.) Ljósalda elti ljósöldu og loftið varð hlýtt og ilmandi. Allur hugs- anlegur sumarljómi blasti þarna við augum Hans. Honum fanst að jörð- inni væri um megn að færa sér meiri unað og prýðilegra skraut. Hann sagði við sjáli'an sig: »Hvað get- ur næsta ljósalda fært okkur í viðbót við þetta«? En ijósið streymdi stöð- ugt að. Hans fanst einhver hinin- eskur unaður fylgja því. Hann fann að um sig lék jarðneskt loft, en milli jarðnesks unaðar og himneskrar gleði getur verið óendanlega skamt. Þegar minst varði tók Hans eftir því, að alt varð hljótt. Fuglarnir þögnuðu, yrðlingarnir hætlu að leika sér og blómin uxu ekki um stund. Sælan sem í hönd fór stilti hjarta- slögin og kom auganu til að tárast. Sálin þráði eilífðina. Langt í fjarska heyrast þýðir hörputónar. 1 eyrum skógbúanna hljómuðu himneskir ómar. Hans ábóti greip höndum fyrir andlit sér og féll á kné. Aldrei hafði honum komið til hugar að hann yrði að- ujótandi slíkrar himnaríkis-sælu hér á jörðunni. Aldrei hafði honum dottið í hug, að hann myndi fá að heyra engla syngja jólasöngva hér í heimi. Við hlið hans stóð klaust- urþjónninn. Myrkur ríkti í sálu hans. Ilann gat ekki trúað að þetta væri guðdómlegt kraftaverk, þar sem það birtist þessum óguðlegu mönnum, ræningjahyskinu. Nei, nei, þetta gat ekki verið frá guði, það hlaut að vera komið beint frá þeim vonda. »Það er salan, sem leikur þennan skollaleik og gerir okkur þessar sjónhverfingar«, hugs- aði hann. Englasöngurinn hljómaði í fjarska. En klausturþjónninn gat ekki trúað öðru en þetta væru illir andar í ljóssengia líki. »Þeir eru að tæla okkur«, andvarpaði hann, »við kom- umst elcki héðan óskemdir, við verð- um herfang þeirra«. Englarnir voru nú komnir svo nærri, að Hans ábóti gat séð þá milli skógartrjánna. Ivlauslurþjónn- inn sá þá líka, og hann undraðist að djölullinn skyldi leika þenna grimuleik á sjálfa jólanóltina. Ver- ið gat, að hann ætti hægra með að ginna mennina þá. Frá því fyrsta höfðu fuglarnir svifið í kringum höíuð Hans ábóta. Hann snart þá hvað eftir annað með hönd sinni. En klausturþjónninn var hræddur við dýrin. Ekkert þeirra hafði heldur komið nærri honum. Fuglarnir settusl ekki á öxl hans og höggormarnir léku sér ekki við fætur honum. En nú kom alt i einu lílil dúfa fljúgandi, og þegar hún sá, að englaskarinn ná- lægðist, þá áræddi hún að setjasl á öxl klausturþjónsins. Hún lagði höfuð silt að vanga hans. Hann hélt að þetta væri satan sjálfur i dófuham, kominn til að tortíma sér. Ilann krepti því hnefa sinn, barði dúfuna og kallaði hárri röddu: »Farðu norður og niður, þaðan ertu komin«.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.