Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 2
18 UNGA ÍSLAND því fremur fáskrúðugur. Verða íbú- arnir því að lifa á dýrum og dýra- veiðum. Margir hafa hreindýr. Eru það húsdýr þeirra. Eiga sumir 1000 hreindýr og dálílið þar yfir. t*ess eru og dæmi, að einn maður á 40 þúsund hreindýr, og má það heita fallegur hópur. Hreindýrin hafa þeir til manneldis og auk þess til reiðar og dráttar. Á sumrum dvelja þeir, er lirein- dýrin eiga, norður við Norðurís- haflð. Er þar minna um mývarg en suður í skógunum. I skógunum kvað vera ólifandi að sumrinu fyrir mývarginum. Þegar fer að liausta og kólna i veðri, halda merkurbúar með hreindýrin sín suður í skógana. Hafa þeir þar hetra skjól fyrir vetrarnæðingunum og hríðunum. Gæta verða þeir samt vel hjarða sinna, því úlfar og ýms önnur rán- dýr ásækja þær mjög. Valda úlf- arnir oft miklu tjóni. Ferðast þeir saman í hópum 15—20 og þar yfir. Landbjörninn er líka allágengur. Drepur hann oft hreindýr, og fyrir kemur það, að hann heimsækir tjaldbúann. Heldur kvað tjaldbúum hregða í brún, er þeir sjá hjörninn í tjalddyrunum, og fer slíkt að vonum. Hefst þá hinn hrikalegasti hildarleikur. Endar hann oftar með þvi, að björninn hnígur dauður til jarðar, en hitt á sér lika stundum stað, að hjörninn drepur manninn. Um ekkert dýr þykir Samóéd- um*) eins vænt og hreindýrið. Pegar i vöggu er hann vafinn í skinnið af þvi; kjötið er helsta næring hans. Skinninu af þvi klæð- ist hann og hefir það í tjaldið sitt og sleðann. *) Pjóðflokkur sá bj’’r nj'rst á IUiss- landi. Hvar sem Samóédar fara, er hreindýrið með þeim frá vöggunni til grafarinnar. Og loks, þá æfin er á enda, er líkkistan hans búin til úr hreindýraskinni. Og þegar jarð- arförin fer fram, er hreindýri slátr- að á gröf hans. Myndin á fremstu siðu er af Síberíubúa (Ostjak) og kofanum hans. Þeir lifa meðfram ánum Ob, Jenisei, Lena og viðar. Lifa þeir aðallega á fiski og dýraveiðum. Skinnið af merðinum, safaladýr- inu, bjórnum o. fl. selja þeir Rúss- um fyrir eintómt brennivín að kalla. Á þessa staði senda Rússar sakamenn sína, og eiga þeir þar við ill kjör að húa, oft æfilangt. iEskuviðburðir. Eflir Irwing. (Frh.) ---- Eg hafði nú dvalið lengi i skóg- inum og var orðinn allgóður veiði- maður. En nú fór að fækka um veiðidýr. Það var eins og visund- arnir hefðu allir tekið sig saman um að flytja búferlum vestur yfir Missisippi til þess að koma aldrei aftur. Útlendingar streymdu inn yfir landið, ruddu skógana og bj'gðu sér býli í öllum áttum. Veiðimennirnir gerðust latir. Vinir mínir komu til mín hver af öðrum; þeir sögðust ekki geta unað lífinu þarna lengur; þeir gætu ekki lifað þar, sem þeir hefðu ekki olnbogarými. Það væri orðið of litið um veiði og of þéttbýlt. »Við ætl- um að taka okkur upp og fylgja visundunum vestur ábóginn«, sögðu þeir, »og við vildum gjarnan hafa þig með«. Eg hugsaði mikið um

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.