Unga Ísland - 01.06.1916, Side 4

Unga Ísland - 01.06.1916, Side 4
44 UNGA ÍSLAND var á sömu skoðun og faðir minn, og talaði svo fallega og af svo mik- illi óeigingirni að eg unni henni enn meira en nokkru sinni fyr. Eg afréð nú að ganga á skóla nokkur ár og fresta giftingunni. Þegar eg var nýbúinn að taka þessa ákvörðun, veiktist móðir henn- ar og dó, og skildi hana eftir at- hvarfslausa. Eg breytti aftur áformi minu, og taldi sjálfum mér trú um, að með iðni og erfiðismunum mundi eg geta aflað mér þekkingar. Eg afréð að reyna að fá sem i’yrst leyfi til að vera málfærslu- maður. Eg fékk líka þetta leyfi strax um haustið, og eflir einn mánuð vorum við gift. Við vorum ung. Hún var lítið meira en sextán ára, og eg ekki fullra tuttugu, og bæði vorum við blásnauð, áttum ekki svo mikið sem einn dollar. Við sniðum okk- ur stakk eftir vexti. Herbergin okk- ar voru lítil, og litið í þeim, eilt rúm, eitt borð og nokkrir stólar. Við vorum svo óendanlega fátæk, en svo óendanlega hamingjusöm og glöð. Við vorum ekki búin að vera marga daga í hjónabandinu, þegar haldið var réttarhald í þorpi einu skamt frá. Mér var nauðsyn á að vera þar viðstaddur, til þess að alla mér atvinnu. En hvernig átti eg að komast þangað? Eg hafði eylt öllum peningunum mínum fyrir ýrnsar nauðsynjar, sem við þurftum, og þar að auki þólti mér sárt að fara frá konunni minni. En ekki tjáði um það að fást. Eg hlaut að aíla mér fjár, annars var skorturinn vís. Eg fekk hest og nokkra pen- inga að láni, og reið af stað frá húsdyrunum mínum. Konan mín stóð í dyrunum og veifaði vasa- klútnum til min. Síðasta tillit henn- ar gekk mér til hjarta. Mér fanst eg geta vaðið hvaða eld sem væri fyrir hana. Eg reið inn í þorpið um kvöld. Veður var kalt, þvi komið var fram í októbermánuð. Gistihúsið var fult, þvi daginn eftir átti réttarhaldið að vera. Eg þekti engan. »Skyldi það vera mögulegt«, datt mér í hug, »að eg íái nokkuð að gera í þessu fjölmenni, þar sem eg er bæði ungur og fátækur«. Veit- ingastofan var full af slæpingum, sem vanir voru að safnast þarna við slík tækifæri. Þarna var há- vaði, og drukkið allfast af sumum. Þegar eg gekk inn, sá eg hálfdrukk- inn hrotta slá gamlan mann. Hann slangrað til mín og hratt mér um leið og hann fór fram hjá. Eg sló hann um koll og sparkaði honum út á götuna. Meiri meðmæli þurfti eg ekki. Hálf tylft manna ruddist að mér. Þeir keptust um taka sem innilegast í hendina á mér, og bjóða mér að drekka með sér, og eg fann það brátt að eg naut allmikilla mannvirðinga í þessum óbrotna félagsskap. Næsta morgun var rétturinn sett- ur. Eg settist niður hjá málfærslu- mönnunum, en fann þó, að eg var ekkert nema áhorfandi, þar sem eg hafði ekkert mál að ilytja, og hafði ekki hugmynd um að eg gæti fengið neitt. Þegar leið á daginn var leidd- ur fi'am maður, sem var sakaður um að hafa falsað peninga. Hann var spui'ður hvort hann væri tilbú- inn að verja sig. Hann neitaði því. Hann hafði vei'ið hafður í haldi þar sem enga málfæi'slumenn var að fá, og því hafði hann ekki getað leitað í'áða hjá neinum. Honum var sagt að velja einhvern af málfæi'slumönn- unum, sem við staddir voru, og mæta svo næsta morgun. Frh.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.