Unga Ísland - 01.02.1918, Síða 3
UNGA ÍSLAND
H
mín vegnn. Eg var í álögum langa
stund. Þessi maður leysti mig úr
þeim. Hann ætla eg nú að ganga að
eiga en ekki son yðar. Hann hefir
fátt sér til frægðar unnið og ekkert
gert fyrir mig. Drengskap yðar treysti
eg til að misvirða ekki þetta við
mig«..
Konungurinn varð mjög undrandi.
Hann kom ekki upp nokkru orði.
Drotning hans reiddist svo að henni
varð orðfall, en sonur kóngshjónanna
gat varla tára bundist yfir þvi að
missa af kóngsdótturinni fögru. Þau
tóru þegar úr veislusalnum og fóru
heim til sín.
Daginn eftir var gengið til kirkju
og ívar og kóngsdóttir voru gefin
saman. Kóngsdóttir og ívar voru mjög
glöð og ánægð. Veislan stóð i hálfan
mánuð og var veitt rausnarlega. Síð-
ast þegar menn vissu þá lifðu þau í
sæld og ánægju og séu þau ekki dá-
in eru þau á lífi enn þann dag í dag.
(Frakkneskt æfintýri).
Gullhárin þrjú.
(Serbneskt æfintýri).
Einu sinni var konungur. Hann
hafði verið á veiðum, en vilst frá
mönnum sínum. Það var tekið að
rökkva og 'hann gekk æ lengra og
lengra inn í skóginn. Loks kom hann
auga á ljóstýru í ofurlitlum kola-
mannakofa, svo að hann gekk þang-
að og barði að dyrum. Kom þar út
maður nokkur, mjög sorgbitinn að
sjá.
»Eg hef farið villur vegar«, mælti
kóngur, »ef þú getur vísað mér á
rétta leið, skal eg gjalda þér það,
svo að um muni«.
»Einhverntíma mundi eg hafa gert
það fúslega«, svaraði kofabúinn, »en
í kvöld má ég ekki fara að heim-
an. Konan mín er nýlátin og inni
í kofanum á eg ungbarn, dálítinn
drenghnokka, sem er rétt Iveggja
stunda gamall. Eg get ekki farið fyr
en í fyrramálið, þegar eg hef náð i
einhverja konu til þess að gæta hans
á meðan. En ef þér viljið vera hérna
í nótt, þá skal eg búa yður beð í
heyinu uppi á Ioftinu hjá mér, —
betur get eg ekki boðið — og svo
skal eg fylgja yður á rétta leið í
fyrramálið.
Þarna varð kóngur að þiggja boð-
ið, hvort sem honum var Ijúft eða
leitt. Hann fékk flet uppi í lieyloft-
inu og með því að liann var þreytt-
ur mjög, þá sofnaði hann skjólt.
Um miðnæturskeið vaknaði hann
við einhvern umgang niðri í stofunni.
Hann sá niður um rifu á gólfinu, að
ljós var niðri, kynleg bláleit glæla,
og liann gægðist niður um rifuna.
Birtan kom frá þremur kvenlegum
verum, sem slóðu álútar uppi yfir
barnunganum.
Konurnar voru sveipaðar hvítum
slæðum, frá hvirfli til ilja og gat
kóngur sér til, að þetta væru dísir.
Ein disin snart höfuð sveinsins og
mælti:
»Eg gef þessu barni hugrekki til
þess að mæta hverri hættu á Jífs-
leiðinni«.
Önnur lagði höndina á enni hans
og mælti: »Eg skal vernda hann, svo
að hann komist úr öllum mannraun-
um og verði langlífur i landinu«,
Hin þriðja klappaði á vanga barns-
ins og sagði: »Og eg gef þér litlu
kóngsdólturina sem núna var að fæð-
ast í höll kóngsins, sem sefur í hey-
loftinu yfir höfðum okkar«.