Unga Ísland - 01.02.1918, Page 8

Unga Ísland - 01.02.1918, Page 8
16 UNGA lSLAND Trygg-ur hundur. Á Englandi bjó kona nokkur blá- fátæk, sem hét Jenny. Hún átti eitt barn. Hún var einyrki og varð að vinna fyrir sér og litla drengnum sinum næstum dag og nótt. Þegar hún fór í kaupstaðinn til að kaupa það, sem lmn þurfli með til heimil- isins, var hún vön að skilja barnið eftir heima. Konan átli hund, sem hún lét liggja upp í rúminu hjá barn- inu, og gæta þess, þegar hún fór að heiman, því að öðrum var ekki á að skipa. Eftir nokkurn tíma veiktist harnið og dó. Af einhverjum ástæðum var líkið ekki grafið við næstu kirkju við lieimili konunnar, heldur ílutt marg- ar mílur í burtu og graíið við aðra kirkju. Nokkru eflir jarðarförina tók konan eftir því að hundurinn var horfinn. Hún liéll spurnum fyrir hjá nágrönnunum um það, hvort nokkur liefði séð hann, en enginn vissi neilt um hann. Hálfum mánuði seinna var Jenny á ferð þar náiægt, sem barn hennar var grafið. Datt henni þá í hug að skoða leiðið. Hún fór inn í kirkju- garðinn, og sá livar liundurinn lá nær dauða en lífi af liungri hjá leiði barnsins. Hún reyndi með öllu móli að fá hann með sér, en það var árangurslaust, og engan mat vildi hann þiggja. — Þarna dó liann af harmi og trega eftir litla ástvininn sinn. Slírítlur. Lítil slúlka í Michigan ritaði eftir- farandi grein um öndina: »Öndin er lágur og gildur fugl. Hún syngur mjög illa og hefir hása rödd, af því að húii hefir étið.svö mikið af froskum. Henni þykir gott að vera í vatninu og liefir bolta inn- an í sér, svo að hún söklcvi ekki. Hún hefir bara tvo fætur og þeir eru svo aftarlega, að það liggur við að þeir detti aftur af. Súmar endur hafa hrokknar fjaðrir i stélinu og eru kall- aðar steggjar. Þeir kæra sig ekki um að sitja á eggjum og unga út, held- ur bara labba aftur og fram, synda og baða sig og éta alt sem þeir sjá. Ef eg væri önd, þá vildi eg heldur vera steggi. Nefið á þeim er breitt, alveg eins og þeir liefðu það fyrir spaða til að moka með. Þeir ganga eins og drukkinn maður, brölta og slingra. Ef einhver liræðir þá, berja þeir vængjunum og reyna að syngja«. »Sumar stórkostleguslu uppgötvanir þessarar aldar hafa verið gerðar af tilviljun«, sagði frægur vísindamaður. »Á það get eg fallist«, sagði falleg ungfrú, sem stóð þar hjá. »Eg hefi sjálf fundið eina á þann hátt«. Visindamaðurinn leil á liana undr- andi og sagði: »Má eg spyrja, liver hún var?« »Eg held það nú«, sagði ungfiúin. »Eg uppgötvaði það, að með því að liafa blekbyllu við hendina er hægt að nota sjálfblekung alveg eins og hvern annan penna, án þess að þurfa nokkurn tíma að hafa fyrir að fyíla hann«. Nokkrir liafa ekki enn greitl and- virði síðasta árg. Útgef. vona að þeir geri það hið allra fyrsla. Útgefendur: Steingr. Árason. Jörnndur Brynjólfsson. PreQttmlðjau Gutonberg.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.