Unga Ísland - 01.04.1918, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.04.1918, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLANÖ 27 leita þeirra til að búa ból handa börnunum sínum smáu. — Eg sá fénaðinn dreifa sér um hagana, hnar- reist hrossin héldu leik um sveit, lömbin léltfætt léku mæðrum hjá, og folöld ung með fjölbreyttum litum, alt fagnaði vorinu. Sólskinið lék um Eyjarnar bláu, þar sem þær risu upp úr hafinu og prýddu útsýnið. En eitt var það, sem varpaði nokkrum skugga á alla fegurðina í augum mínum, eg sá stór sár á blessaðri ælljörðinni kæru, sem voru naktir sandar og gróðurlausir blettir. Aður Iandið fegra var, þegar skógur klæddi grundirnar. Ó, mikil er eftirsjón í lionum. Eg óskaði þess að spá skálds- ins rættist, þegar hann segir: »Sú kemur tíð, þá sárin foldar gróa, sveitirnar blómgast, akrar hylja móa«. Betur færi að spáin yrði áhrýnsorð. Það ætti að vera eilt aðalhlutverk Ungmennafélaganna og annara góðra félaga, að leggja fram lið og krafta til að lækna sárin og lífga upp lund- inn; en þau eru að vísu fátæk og smá, en með góðum samtökum og öruggum vilja er furða hvað ávinst. Fögur er sveitin í sumardýrðinni, og dýrðlegt er að ganga út um grund- ina um morgunstund, þegar blómin vakna af næturblund, og breiða út krónurnar og blöðin, en þegar kvöldið er komið sjást blöðin lögð saman og blómin farin að sofa; þá er úti alt kyrt og hljótt, fuglarnir þagnaðir og búnir að stinga höfðinu undir væng- inn, einliversstaðar úti á víðavangi, »og sefur þar hver á sinni grein, sæll til morguns næsta«. Þá er sólin að siga til viðar og kvöldroðinn skín svo fagur; þetta hlýlur öllum að þykja tignarleg feg- urð. t*á er sem öll náttúran njóli hvíldar, og »hýrt á öllu hvílir heiðrík aftankyrð«. Flestir munu finua trygð hjá sér til æskustöðvanna, öllum á að þykja vænt um sveitina sína, sem hefir verið þeirra vöggu griðastaður; öll- um hlýtur að vera fóslurfoldin, sem borið hefir okkur á brjóstum sér, kœr; en kærasti blelturinn verður eða á að vera sveitin manns og lieimaþúfan, og við hana verða flestar endurminn- ingar bundnar. Og þeir, sem berast með tímans straumi, burtu úr sveitakyrðinni út í hringiðu kaupstaðalífsins, þeir eiga altaf að geyma minningu sveitar sinn- ar í brjósti og minnast hennar með hlýjum huga, og umfram alt að verða ekki líkir þeim, sem taka á sig uppskafningsgerfi og skammast sín fyrir að vera ættaðir úr sveit. Gleymum ekki sveitinni okkar, en styðjum heldur að því að hún blómgist og batni. Náttúran í kringum okkur er auðug af fegurð, og alt það sem fyrir augun ber, sýnir glögglega hina meistaralegu stjórn á stóru og smáu, og að dásam- leg eru Drottins verk, og dýrðlegt er þau að skoða, Eitt góðskáldið okkar hefir sagt þetta: Ein bók er lil af fróðleik full, með fagurt letur, skýrt sem gull, og indæl bók í alla staði, með eitthvað gott á hverju blaði. I.es glaður þessa góðu bók, sem guð á himnum saman tók; liún stendur opin alla daga, og indælasta skemlisaga. Eg var nú að lesa í góðu bókinni, eða með öðrum orðum, þegar eg hafði virt fyrir mér sumardýrðina, þá varð eg þess fullviss með sjálfum mér, að enginn skóli væri eins mentandi og soeilalifið. Sælan mesta sem eg veit sumardagur upp i sveit, blessuð sólin björt og heit, blóm í laut og liaga;

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.