Unga Ísland - 01.05.1918, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.05.1918, Blaðsíða 2
34 UNGA lSLAND yflr o. s. frv. Á þennan hátt geri þeir stóra trjáfleka. Þessir flekar gef- ast vel við nílhestaveiðar, meðal annars vegna þess að þeir láta undan, þegar nílhesturinn ræðst á þá og vill bana óvini sínum. Fyrirmynd bátsins hefir vafalaust verið hnetur, skeljar af hnetum, eða þess konar munir, kókosskeljar, trjá- börkur o. þ. h. Barkarbáturinn hefir verið manninum hinn hesti leiðar- vísir um það, hvernig hann ælli að gera sér fleytu, og þá hefir legið næst að hola innan tréstofninn sjálfan. Bátar, sem þannig eru búnir til úr einu tré, eru kallaðir eintrjáningar. Yillimenn brenna innan úr bátunum. Þá aðferð liöfðu þeir einnig, er fyrst bygðu þesskonar fleytur. Seinsólt mun nú þessi smíði, en samt eru gerðir allstórir bátar á þennan hátt, (3 inetra eintrjáningar er algeng slærð. í Englandi hefir fundisl 15 melra langur einlrjáningur. Smámsamanhefir mönnum svo lánast að byggja sér fullkomnari fleytur, og séu borin saman núlíðarskipin stærstu við ein- trjáningana, þá er munurinn afar- mikill. En hvað skyldu verða margar aldir þar til, að framtíðarskipin verða það mikið stærri nútíðarskipum, sem nútíðarskip einlrjáningum? Myndin á fremstu síðu er af villi- manni, sem er að brenna innan bát- inn sinn. Gullhárin þrjú. (Serbneskl æfintýrl). (Framh.). Síðan gekk hann lengi, lengi yfir fjöll og dali, yfir engi, skóga og kjarr, og loks kom hann að miklu svörtu stöðuvatni. Ekki var þar nema einn bátur. Og í bátnum stóð hávaxinn og dimmleil- ur ferjumaður. »Hvert ællar þú?« kallaði hann lil unga mannsins. »Til hallar Drifanda«, svaraði Flóð- rekkur. »Og hvert er erindið?« »Ná þremur gullhárum af höfði hans«. »Þá skal eg lijálpa þér yfir um, en eitt verður þú að gera fyrir mig. Eg vil losna við þetta ferjumannsstarf, er eg hefi haft svo lengi á liendi. Ef þú vilt spyrja manninn, sem alt sér og veit, hvernig eg geti losnað úr þessum þrældómi, þá skal eg flytja þig yfir. Þessu lofaði Flóðrekkur og hlaul flutninginn fyrir. Hinu megin við vatnið var stór borg í rúslum. Ut úr henni kom mikil líkfylgd. Kongurinn í því landi gekk næst á eftir kistunni. Faðir hans var dáinn og harmaður mjög. »Guð veri þér líknsamur í sorginni«, mælti Fióðrekkur um leið og hann fór framhjá. »IJakka þér fyrir, góðgjarni ferða- maður. Hvert ællar þú?« »Til hallar Drífanda hins aldna«. »Hvert er erindið þangað?« »Að ná þremur gullhárum af höfði hans«. Æ! æ! góði ferðamaður, hefðir þú komið hingað fáeinum vikum fyrri, þá hefði ef til vill öll þessi mæða sneill hjá okkur«, mælti kongurinn kvartandi. »Hvernig slendur á því«, mælli Flóðrekkur forviða. »Þú ált erindi til Drífanda. Um leið hefðir þú gelað gert nokkuð fyrir hann föður minn. Nú er það of seint. En þú getur hjálpað okkur sem eftir lifum ef þú finnur til með okkur«. Og svo skýrði hann þannig frá: »í

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.