Unga Ísland - 01.05.1918, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.05.1918, Blaðsíða 8
40 UNGA lSLAND SmáYegÍ8. Prestur nokkur hafði um langan aldur átt hund einn og ekkert ann- að húsdýra. Hann var mesta eftir- lætisgoð á lieimilinu. Loks fékk prest- ur sér nokkra alifugla og þjónarnir hirtu þá. það lejmdi sér ekki, að seppa var mjög illa við þetta. Var hann mjög afbrýðissamur og í þungu skapi út af þessu. Næsta sunnudag var seppi einn heima, nolaði hann sér þá tækifærið og drap tvær hæn- ur og gróf þær. En ein klóin stóð upp úr moldinni, og varð það til þess að koma upp um seppa. Hús- bóndi hans barði hann ekki, heldur hélt yfir honum stranga ræðu. Hann greip í hálskragann hans og sagði: sÞú hefir syndgað. IJú hefir orðið sekur um morð, og það á sjálfan sunnudaginn. Þú, hundurinn prests- ins, að haga þér svona svivirðilega og nola þér að eg var ekki heima«. Prestur talaði lengi og var hinn harð- orðasti. Snemma næsta morgun varð prest- ur að fara að heiman. Fór hann án þess að tala nokkurl hlýlegt orð við hundinn. Sagðist hann gera það með vilja, til þess að láta hann skammast sín rækilega. Eftir tvo daga kom prestur heim. Það fyrsta s'em honum var sagt, var að hundurinn hans væri dauður. Hann hafði ekki bragðað þurl né volt, eftir að prestur talaði yfir honum. Lá liann eins og dauður og slundi og dó skömmu áður en prestur kom heim. Siggi var nýkominn i vinnuna á skipinu. Eilt sinn klifraði hann upp í reiðann, en kom ekki ofan aftur. »Hvað gengur að þér Siggi?« kall- aði skipstjórinn, »því kemurðu ekki ofan aftur?« »Eg kemst ekki ofan«, svaraði Siggi. »Þú getur þó líklega komist ofan alveg eins og þú komst upp«, sagði skipstjórinn. »Hamingjan hjálpi mér«, sagði Siggi, »það er mér ómögulegt, því þegar eg kom upp, þá var höíuðið á undan«. Maður nokkur stóð á braularstöð og beið eftir lestinni. Alt í einu tók hann eftir því, að liann stóð ofan á pilsfaldi ungrar hefðarkonu. Þá varð honum þetta að orði: »Þó að eg hafi ekki vald lil að draga englana ofan úr himninum, þá hefi eg þó megnað að negla einn þeirra við jörðina«. Hefðarkonan fyrirgaf honum. »Eg vona að þú sért þó ekki í neinum félagsskap við þennan ná- unga, sem þú varsl að tala við rétt núna«. »Dettur þér í hug að eg sé í fé- lagsskap við hann? Hvaða hugtnyndir hefir þú um mig? Nei, því hann er það fyrirlitlegasta mannhrak, sem þeksl hefir. Verri bófi hefir aldrei sloppið óhengdur«. »Eg veit það, en því erlu að eiga nokkrar samræður við hann?« »Eg er — er — málafærslumaður- inn hans«. Grjalddag;i Unga íslands er í mai. Munið að senda andvirði blaðsins. Gjaldskrá fyrir einstök eint. og út- sölumenn er í 1. tbl. þessa árgangs. Útgefendur: Steingr. Arason. Jörnndnr Brynjólfsson. Frentimiðjan Gutonberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.