Unga Ísland - 01.08.1918, Qupperneq 8
64
UNGA lSLAND
Tveir menn svartir i framan héldu
honum, en sá þriðji tók asnann
og fór með hann. Ræningjarnir rifu
af honum höfuðfatið, ílettu hann
klæðum og skildu hann eftir hálf-
nakinn við veginn. Þarna lá hann og
þorði ekki að láta á sér bæra, því
að þeir höfðu hólað honum þvi, að
snúa til báka og drepa hann, ef hann
hreyfði sig, eða léti til sín heyra, en
yrði hann kyr, skyldu þeir þyrma
lífi hans. Hassúf sá hvar ræningj-
arnir stefndu til fjalla, og harmaði
mjög rnissi steinsins, sem hann hafði
falið í yíirhöfn sinni. f dögun, er
hann hélt að ræningjarnir væru komnir
langt í burt, þorði hann fyrst að
hreyfa sig. Hann stóð upp og Iabbaði
til borgarinnar. En hann þorði ekki
að koma á sölulorgið, þvi að hann
skammaðist sin fyrir að svikja loforð
sitt, og kaupa ekki sverðið.
Dag nokkurn er hann sat og var
að fiska, nálægt gyltu brúnni, til þess
að hafa eitthvað ofan i sig að eta,
kom kaupmaðurinn, sem átti sverð-
ið góða, og sagði við hann:
»Jæja, nær ætlar þú að koma og
sækja sverðið, AIi Hassúf?«
Hverju átti hann að svara? Sverð-
ið og kalífadóttirin var honum að
eilífu glatað.
Eldri bræðurnir höfðu nú báðir
verið rændir hinum dýrmætu stein-
um, en á meðan hafði yngsli bróð-
irinn setið heima í garðinum við hús
sitt, og íhugaði hvernig hann best
unnið sér inn lífsviðurværi. Fyrir
framan hann stóð járnkassinn á Iitlu
borði. Hann hafði tekið kassann upp,
til þess að horfa á hann, og minn-
ast síns kæra framliðna föðurs.
Hliðið að garðinum opnaðist, og
inn kom Mikkaben Jassel, gyðingur-
inn, sem hafði lánað yngsta bróð-
urnum dálitla peningaupphæð fyrir
mánuði. Hann var alvarlegur á svip-
inn og sagði:
»Eg er kominn til þess að segja
þér, Abdul, að« — lengra komst hann
ekki, því að í því bili varð honum
litið á járnkassann, en bélt þó áfram
og breytti málrómnum — »til þess að
segja þér, að það liggur ekkert á að
endurborga þá 10 gullpeninga, sem
eg hafði þann heiður að lána þér.
Rú mátt hafa þá þennan mánuð,
jafnvel árið, ef þú vilt. Mér liggur
ekkert á þeim«.
Hann hneigði sig kurteislega fyrir
Abdul og fór.
Abdul Kassim brá í brún við hina
snöggu breytingu sem varð á fram-
komu Jassels, en þegar honum datt
i hug svipbreytingin sem á honum
varð, er hann leit járnkassann, gat
hann ekki að sér gert en að brosa.
Dagur þessi átti eftir að færa Ab-
dul enn þá önnur viðbrigði. Nágranni
hans, fatasalinn, sem ekki hafði heim-
sótt hann lengi, kom vingjarnlegur
inn í garðinn, og hélt á stórum böggli.
(Framh.).
Mjög margir hafa greitt yfirstand-
andi árgang »UNGA ÍSLANDS« og
eru þeim hér með tjáðar bestu þakk-
ir. Pess er vænst, að þeir sem ekki
hafa greitt hann, geri það sem allra
fyrst.
Útg.
Útgeíendur: Steingr. Arason. Jörnndur Brynjólfsson.
Prentimiðjan Gutenberg.