Unga Ísland - 01.12.1918, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.12.1918, Blaðsíða 4
92 UNGA ÍSLAND í Tuma ljómuðu af gleðinni, og Jói hoppaði um alt gólfið og vissi ekki hvernig hann átti að láta, svo mikið varð þeim um að sjá hvað var í kassanum. Það voru þykkir yfir- frakkar og ný stígvél handa báðum drengjunum, og hlýtt ullarsjal handa mömmu þeirra. Auk þess var þar stór poki fullur af hnetum, brjóst- sykri og appelsínum. þessi jól urðu sannarlega gleðirík litlu fátæku drengjunum. Jói litli tók um hálsinn á mömma sinni og hvislaði blíðlega að henni: »Eg vildi að Guð gæfi góða mann- inum eins mikla jólagleði og hann hefir gefið okkur«. %%% Tréskórnir hans Olfars litla. Eftir franska skáldið Coppée. Einu sinni var íítill drengur, sem hét Úlfar. Hann var sjö ára gamall þegar þessi saga gerðist; en það er nú svo langt síðan, að enginn man ártalið lengur. Enginn man heldur nafnið á borginni, þar sem hann átti heima. Það var svo erfitt að bera það fram, að heimurinn hefir nú gleymt því. Úlfar átti engan að í heiminum, nema gamla föðursystur. Mjög var hún ágjörn og harðlynd, og aldrei lét hún vel að Úlfari, nema bara á Nýjársdaginn, og æfinlega stundi hún þungan í hvert skifti sem hún skamt- aði honum. Úlfar litli var svo hjartagóður að upplagi, að honum þótti vænt um gömlu konuna þrátt fyrir alt og alt. Ekki gat hann þó gert að því, að altaf stóð honum geigur af stórri vörtu, sem kerling hafði á nefbrodd- inum; var hún skreytt með fjórum digrum hárum. Ekki þorði sú gamla að senda Úlfar á hreppsómaga-skólann, því að allir í borginni vissu að hún álti hús og gamlan sokk fullan af peningum; en skólagjaldið ragaði hún niður það sem hún gat. Skólakennarinn varð argur af þessu, og eins því, hve Úlfar var rifinn og illa til fara, og hann lét það alt bitna á vesalingnum mun- aðarlausa. Refsaði hann Úlfari oft saklausum, bæði með tréhesti og fífls- hettu, og egndi jafnvel bekkjarnauta hans gegn honum; voru það einkum rikismannasynir, og höfðu þeir Úlfar að skotspæni. Var hann eins geð- snauður og steinarnir á strætinu. Dró hann sig út í horn og grét þar löng- um í einrúmi. Nú leið að jólum. Á aðfangadag fór skólameistarinn til óttusöngs með alla Jærisveina sína. Átti hann svo að skila þeim öllum heim til sín að endaðri messu. Vetur var harður, og tíafði snjór fallið að undanförnu. Komu því skóla- drengirnir allir dúðaðir, með niður- flettar hettur og í tveimur eða þrem- ur úlpum, með prjónaða belgvetlinga utan yfir glófunum, voru þeir í snjó- sokkum og þykkum leðurskóm. Úlfar kom skjálfandi í sömu flíkunum sem hann hafði verið í allan veturinn sinkt og heilagt, og ekki liafði hann annað á fótunum en togsokka og tréskó. Félögum hans varð matur úr þess- um jólaskrúða Úlfars. Iveptust þeir um að sýna fyndni sína á að henda gaman að honum. Úlfar hafði nóg að gera að hugsa um kuldabólguna á fótunum á sér, og svo önnum kaf- inn var hann að berja sér og blása í kaun, að varla heyrði liann hvað þeir sögðu. Og nú var lagt af stað til kirkjunnar.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.