Unga Ísland - 01.12.1918, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.12.1918, Blaðsíða 8
 96 UNGA ÍSLANI) »Við skulum nú fara að hátta, Lilja mín; þú ert orðin þreytt, þú heíir verið svo dugleg í dag, eins og vant er«. Klukkan 12 var alt komið í kyrð og næði, nema Ingvi, hann var vak- andi enn þá, og grét svo sárt, þangað til hann sofnaði af gráti. Hann var feginn þegar aðfangadagurinn rann upp. Mamma þeirra fór snemma á fætur þenna morgun, og bar lillu syslkinunum kaffið i rúmið eins og hún var vön. »Hvernig er veðrið, mamma?« spurði Lilja, þegar hún fékk kaffið. »Það er logn og blíða; en það heiir snjóað töluvert i nótt«. Þegar þau voru búin að drekka kaffið fóru þau að klæða sig og bjálpa mömmu sinni. Lilja þvoði gólfin og hreinsaði til það sem þurfti, og Ingvi var altaf i sendiferðum fyrir EÍlinu, því hún þurfti hans við. En mamma þeirra var að baka ýmislegt fyrir hátíðina. Þannig leið dagurinn þangað til kl. 6 um kvöldið, þá var Ingvi kominn heim, því hann var þá búinn að ljúka öllum sendiferðum fyrir Elínu. Þegar mamma þeirra ætlaði að fara að þvo börnin, var barið á dyr. Það var Elín sem kom- in var. »Sæl og blessuð verið þið öll; eg óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar«, sagði Elín. »Þessa böggla eigið þið að eiga«, sagði hún, og rétti -börnunum sinn böggulinn livoru; »0$; hérna er svunta lianda þér, Katrín min, sem þú átt að eiga, ef þú gelur notað hana«. . »Eg þakka þér hjarlanlega fyrir okkur öll«, sagði Katrín. Og börnin hlupu um háls Elínar og þökkuðu henni gjafirnar. »Nú má eg ekki vera lengur hjá ykkur í þetta sinn, en eg vona að þið skemtið ykkur vel við það, sém i bögglunum jdtkar er. Verið þi® nú öll sæl«, sagði hún um leið og hún gekk út úr dyrunum. »Jæja, börnin mín! Eg ætla nú a® ílýta mér að búa ykkur, svo þið getið farið að skoða í bögglana ykkar. Ef mikið má ykkur nú þykja vænt um hana Elinu, fyrst hún er svona góð við ykkur«. Lilja opnaði böggulinn sinn. »Nei, mamma, skoí^fallega kjólinu og svunluna; nei, og sjáðu kassann með brúðunni í; ó, er hún ekki fall' eg? Það er eg viss um, að engin er eins góð og hún EIín«. Nú var Katiín búin að þvo Ingva; og færa hann i sparifötin; en Lilja féklt að fara í kjólinn og hafa svunt' una, sem Elín gaf henni. Þegar mamma þeirra var búin að þvo *er og hafa fataskifti, settust þau öll þrjó við borðið. — Ingvi opnaði böggul' inn sinn, og i lionum var húfa og trefill og myndabók í ljómandi faE' egu rauðu bandi. »Skelfing hefir þú fengið mikiði barnið mitt!« sagði mamma hans- »Eg held að þér megi þykja vsent um hana Elínu«. »Já, hún er góð kona, en« lengra komst hann ekki fyrir grátú hann fleygði sér í fangið á mörniuu sinni. »Hvað gengur að þér, elsku barnið mitt! Sjáðu hvað hún Lilja er ánsegð með brúðuna sína. Getur þú ekk> verið ánægður líka, þegar þú fékst svona mikið«. »Nei, eg er slæmur drengur!« * »Slæmur drengur!« tók mam®* hans upp eftir honum. »Hvað hefir þú gert ilt af þér?« »Geturðu fyrirgefið mér, elsku mamma min?« sagði hann. »Fyrirgefið þér þvað, elsku dreng' urinn minn? Segðu mér alveg eins og er; eg skal ekkert verða vond við þig(<# * w

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.