Unga Ísland - 01.12.1918, Blaðsíða 6
94
UNGA ÍSLAND
eitthvað hafði borið til tíðinda, eitt-
hvað óvanalegt.
Öll börnin ríka fólksins höfðu þot-
ið á fætur um morguninn, og átt vön
á að finna ljómandi jólagjafir í skón-
um sínum, en^stað þess höfðu þau
fundið þar vendi.
Þegar það bættisi nú við fréttirnar
hvað Úlfar litli hefði fengið í jóla-
gjöf, þá varð ekki undrunin minni.
Nú sló þögn á mannfjöldann, þvi
að presturinn kom. Var mikil undrun
i svip hans. Sagði hann að á slein-
inum, þar sem litla berfætla barnið
hefði hvílt liöfuðið sofandi, þar hefðu
nú prestarnir fundið gjdtan hring al-
settan gimsteinum greyplum inn i
steininn.
Allir krossuðu sig og þögðu, því
að nú skildist þeirn að sofandi barn-
ið yndislega, með trésmíðaáhöldin,
mundi hafa verið Jesús frá Nazaret,
eins og hann var þegar hann var að
vinna á heimili foreldra sinna. AUir
lulu höfði fyrir kraftaverkinu sem
Guð hafði gert til að launa misk-
unnarverk litla drengsins.
S. A. þýddi.
Myndabókin.
Einu sinni var ekkja, liún var svo
fátæk, að hún hafði ekki það nauð-
synlegasla sem hún þurfti. En hún
átti tvö börn, sem hétu Lilja og Ingvi.
Þau voru henni góð og hlj'ðin, og
gerðu henni alt lil geðs sem þau gátu.
Lilja var ekki nema 11 ára, en Ingvi
9 ára, og var þvi ekki von að þau
gælu mikið. Þeim kom vel saman.
Mamma þeirra var saumakona. 5 ár
voru liðin síðan hún misti manninn
sinn. Henni hafði liðið vel meðán hann
lifði, en eflir að hann dó, varð hún
að vinna baki brolnu til þess að geta
haft ofan af fyrir sér og börnunum.
Hún notaði hverja stund til þess að
sauma, og var aldrei iðjulaus. Lilja
var úú farin að geta lijálpað henni,
snúist ýmislegt fyrir hana og þess á
milli sat hún við að festa á tölur og
búa til hnappagöt. En Ingvi sótti
vatnið og fór allar sendiferðir.
Mest hafði mamma þeirra að gera
fyrir jólin, því þá þurftu margir að
fá sér föt og saumaði liún fyrir ílesta
þeirra, þvi aðrar saumakonur voru
ekki þar i grend.
Sérstaklega saumaði liún mikið
fyrir hjón sem bjuggu i næsta húsi.
Þau hétu Jóhann og Elín. Þau voru
rík, og gáfu ekkjunni altaf eilthvað
fyrir hver jól. — Það var á Þorláks-
messudag, veðrið var gott, en kalt,
því frost var mikið og talsverður
snjór á jörðu. Ingvi fór til Elínar
snemma um morguninn og kom ekki
heim fyr en klukkan þrjú, en Lilja
var altaf að snúast fyrir mömmu
sina. Þegar hún var búin að hreinsa
til og þvo af gólfunum, kallaði
mamma hennar til hennar og sagði:
»Nú held eg að eg verði að biðja þig
að skreppa út í hús til hennar Elínar
með fötin, Lilja mín«.
»Ertu alveg búin með þau,
mamma?« spurði Lilja.
»Já, eg var að ljúka við þau, og
Ingvi er búinn að fara með hitt, svo
er eg búin með alt nema kjólinn
hennar Rósu litlu, eg á eftir að festa
hnappana á hann; og hann Ingvi
skreppur þá með hann á eftir«, sagði
mamma hennar.
Lilja fór í kápuna sina, lét á sig
húfu og trefil um hálsinn.
»Jæja, mamma. Hvað á eg að segja
að það lcosti?« spurði Lilja er hún
var ferðbúin. ,
»Ségðu henni Elínu að eg biðji að