Unga Ísland - 01.03.1919, Síða 2

Unga Ísland - 01.03.1919, Síða 2
18 UNGA ISLAND föstu. Vegna þessa snarræðis sins er hann kallaður vatnsköltur. Þegar hann liefirnáð dýrinu, liggur það, þótt undarlegt megi virðast, grafkyrt milli bitkróka hans. Eftir stundarkorn fer að bera á móleitri rák eftir bitkrókum vatnskattarins, áður voru þeir að mestu leyti gagnsæir. Rákin liggur inn í haus hans. Hvað er nú að gerast? Dýrið, sem hann heldur á, rýrnar og verður loks tómt gagnsætt hýði. Þá sleppir vatnskött- urinn þvi og fer að leita sjer annars ætis. Sje hýðið athugað, sjest að það er óskemt að öðru en þvi, að allur innmatur er horfinn. En nú mætti gera tilraun með hann. Sje látin eggjahvíta í ofboðlilla líknabelgs- blcðru og hún rjett vatnskettinum, bítur hann í hana. Aft.ur koma mó- rauðu rákirnar i bitkróka hans. Eggjahvítan leysist upp og innan stundar er belgurinn tómur. Eftir því að dæma meltir vatnskötturinn fæðu sína talsvert undarlega. Úr bitkrókum vatnskattarins kemur nefnilega vökvi, sem leysir eggjahvítuna upp, en upp- Iausnin síast inn um krókana á sama hátt og næringarvökvi æðri dýranna inn um meltingarrás þeirra. Hún er móleita rákin, sem áður var nefnd. Nú munuð þið spyrja hvernig á því standi, að vatnskölturinn jeli ekki bráð sína öðru vísi, en þá er því að svara, að hann getur ekki opnað munninn. Kynlegt er það líka að allar skepn- ur, sem vatnskötturinn nær í, skuli liggja nærri eða alveg lireyfingarlaus- ar milli bitkróka hans. Ekki liggja kind- ur kyrrar, þegar á að slátra þeim. En vatnskötturinn er fróður og margvís. Hann langar víst ekki lil að Iáta bráð sina draga sig um allan pollinn, eða jafnvel burt úr honum. Þeir gefa því frá sjer eitur, sem lamar dýrið svo það getur ekki hreyft sig. Eitur þetta er haldið að komi úr mörgum kirtlum, sem eru alt í kring- um vjelindið. Það fer öfuga leið við næringarvökvann, eftir bitkrókunumog inn i blóð bráðarinnar. Bitkrókarnir eru sem sje holir innan. Af þessu má sjá að vatnskeltirnir narta ekki utan mat sinn eins og krakkar. Þótt þeir sýn- ist ekki hvoma í sig eru þeir furðu lystugir. Þegar þeir fæðast, eru þeir örsmáir, en eftir 5—6 vikna tima eru þeir orðnir eins stórir og myndin sýnir, og það er mikill vöxtur enda eru þeir dæmalaus átvögl. Þeir eta hver annan og finnast stundum tómir hamir af þeim fastir saman, þeim hefir lent saman og báðir jetist upp. Þegar þeir eru fullvaxnir, breyla þeir mynd, leggjast i dvala, og útúr því hýði kemur á að gizka mánuði síðar fullvaxin brunnklukka, sem vel getur átt fyrir sjer að verða ættmóð- ir margra vatnskatta, líkra þeim, sem hjer er lýst. S. J. Brún. Gamla sveitakonan. Eftir Selmu Lagerlöf. Nl. Hún hefði auðvitað getað tekið vinnufólk og látið það hjálpa sjer, en hún þoldi ekki að sjá vandalausa kringum sig þegar hennar nánustu liöfðu yfirgefið hana. Ef til vill þótti henni bezt að jörðin eyðilegðist, fyrst ekkert barnanna átti að taka við henni. Ekkert kærði hún sig um, þó að hún yrði fátæk sjálf vegna þess, að hún hirti ekki um eigur sinar. En hún óttaðist að börnin fengi vit- neskju um hvað erfitt húu átti. »Ó, að börnin frjeltu þelta ekki! Ö að

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.