Unga Ísland - 01.06.1919, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.06.1919, Blaðsíða 2
42 UNGA ÍSLAND hnífana og fleira smávegis, seni amma átti. Þó var það lítils virði i samanburði við alt, sem hún sagði mjer. Jeg vakti oft um nætur, og var þá full leiðinda og óróa. Þá vakti amma tneð mjer, og stytti mjer stu'ndir með frásögum. Það þótti mjer svo vænt um, að fátt gat við það jafnast. Mörgu hefi jeg nú gleymt, sem amina sagði, en áhrifin vara. Hún sneri huga mínum í áttina til fróðleiks og bóka, og það get jeg aldrei full- þakkað. Einu sinni sagði amma mjer frá litlum dreng, sem henni þótti vænt um. »Hann fór til Vesturheims (Ame- ríku) með móður sinni,« sagði amma. — »Þá er víst annar himinn yfir hon- um en okkur,« sagði jeg. — Ekki hló amma að mjer fyrir þetta, og ekki sagði hún að jeg væri auli. Hún sagði mjer, skýrt og rólega, að sami liiminn væri yfir okkur hvar sem við færum. Jeg álli bágt með að trúa þessu fyrst, en þótti samt vænt um að amma varð vör þessarar fáfræði minnar, en ekki aðrir, sem líklega hefðu hlegið að mjer. Fyrstu fræðslu veitti amma mjer í biblíusögum. Hún sagði mjer um sköpun heimsins, syndaflóðið og margt fleira. »Þetta skaltu lesa sjálf í biblíunni, þegar þú verður Iæs,« sagði amma. Jeg tók auðvitað biblí- una strax þegar jeg varð stautfær, leitaði þar uppi sögur þær, sem amma hafði sagt mjer, og las þær með mikilli eftirtekt. Það var engin hætta að jeg gleymdi þeim. Oftast sagði amma mjer þó frá uppvaxtarárum sínum. Henni var Ijúft að minnast þeirra. Samt hafði hún oft átt erfitt í æsku. Foreldrar hennar voru fremur fátæk, og þá lögðu menn harðara á sig en nú. Jeg lærði af frásögum ömmu að þekkja liarðrjetti og erfiði, sem jeg sjálf hefi aldrei þurft að reyna. Amma átti eina systur, er Guðrún hjet. Hún þreyttist aldrei á að hrósa þessari systur sinni. Þær höfðu verið mjög samrýmdar á uppvaxtarárunum og borið hverja sorg og gleði sam- eiginlega. Guðrún var eldri, og hefir sjálfsagt verið úrræðabetri þegar ein- hvern vanda bar að höndum. Annars dáðist annna mest að gáfum hennar og fróðleik, enda var Guðrún orð- lögð fróðleikskona. Á þeiin árum fanst mjer ekki vera meiri sæmd til, en að kunna jafnmikið af sálmum og Guðrún hafði kunnað, eða vita jafnmikið í biblíunni og hún hafði vitað um fermingaraldur. Aldrei gleymi jeg kvöldinu þegar amma lagðist banaleguna. Jeg var þá komin á 8. ár, og farin að lesa sögur hátt fyrir fólkið. Jeg byrjaði þetta kvöld að lesa sögu, sem »ÖrabeIgur« heitir, og þólti mjer hún skemtileg- asta sagan, sem jeg hafði lesið. Taldi jeg víst að allir mundu hafa jafn- mikið gaman af henni og jeg, og bjóst við glöðu kvöldi. En þegar jeg var nýbyrjuð, varð ömmu snögglega ilt. Misti hún mál og rænu næstum samstundis (hefir sjálfsagt fengið »slag«). Jeg hætti þegar að lesa, er jeg áttaði mig á, hvað um var að vera. Man jeg vel hve dauft og dap- urt mjer fanst í baðstofunni, sem rjett áður var björt og hlý. Við hús- lesturinn um kvöldið var sunginn sálmurinn »Sá ljósi dagur liðinn er,« og hann hljómaði dapurt og alvar- lega í eyrum mjer. Líklega hefi jeg haft eitthverl hugboð um það, að æfidagur ömmu minnar væri bráð- urn á enda liðinn. Altaf finst mjer síðan sorgarhljómur í þessu lagi, þótt nú sjeu meir en 20 ár síðan amma dó. Amma lá rúmföst tæpa viku. Oft-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.