Unga Ísland - 01.06.1919, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.06.1919, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 43 ast var vakað yíir henni um nætur. Og einn niorgun, þegar jeg vaknaði, kom mamma til min og sagði, að nú væri amma dáin. Jeg fór að gráta, og grjet sárt og lengi. Mamma reyndi að hugga mig. Hún sagði mjer að amma væri nú komin til guðs, og þar liði henni vel. Það hefði verið gott fyrir hana, að fá að deyja. Hún hefði verið orðin svo gömul og las- burða, og þá væri ekki gaman að lifa. En þó hrundu tár um kinnar hennar sjálfrar, þegar hún þerraði tárin af mjer. Þegar jeg var klædd, gekk jeg út í hreint og svalt liaustloftið. Jeg fann sáran söknuð. Nú álti jeg aldrei oft- ar að heyra sögu hjá ömmu. Mjer hafði þótt svo vænt um »Hildi góðu stjúpu« og »skrímslið góða«, sem amma hafði svo oft sagt mjer frá. Jeg hafði grátið þegar hún sagði mjer frá olnbogabörnunum, sem fengu soð í ausu og kál í aski, þegar eftirlætis- börnin fengu jólakjötið. En mest hugsaði jeg um það, að jeg hefði ekki verið nærri nógu góð og hlýðin við ömmu, meðan hún lifði. Nú rifj- aðist hvert smáatvik upp fyrir mjer. og jeg grjet missirinn aftur fögrum tárum. Munið eftir ömmu ykkar og virðið liana. Ef hún er greind og fróð, þá getur hún kent ykkur ótal margt og auðgað anda ykkar, eins og amma min auðgaði anda minn Ef hún er hrum og veikburða, þá verið nær- gætin við hana. Og þó þið unið ekki inni í liorni hjá henni öllum stund- um, þá megið þið ekki sýua henni kæruleysi. Litið með virðingu á gráu hárin hennar og hrukkótta andlitið. Brosið hlýlega til hennar, og klappíð mjúkt á mögru og skorpnu hend- urnar. Blessunarorðin hennar og við- kvæmnistárin, fylgja ykkur lengur en ykkur grunar. Hugpruðir drengir. Þið hafið sjálfsagt heyrt um Daníel og fjelaga hans. Það er sagt frá hon- um í biblíunni, og hann varð einn af slóru spámönnunum. Mjer finst altaf þessir fjórir piltar vera mestu lieljur. Þeir vissu hvað þeir vildu, og þeir vildu það eitt, sem var gott og rjett. Og þeir voru kjarkmiklir. Þeir hrædd- ust ekki örðugleika. Mjer er sem jeg sjái þá, þegar þeim var skipað að koma til hirðarinnar. Þá voru þeir í útlegð i ókunnu landi. Nebúkadnesar var voldugasti kon- ungur heimsins um þær mundir. Ríki hans var talið heimsveldi. Hann hafði lagt undir sig öll nágrannalöndin. Nú var röðin komin að Júdaríkismönn- um. Þeir höfðu þegar verið herleidd- ir til Babýlonar. Ungir menn af bestu og helstu ættum landsins voru þar fangar. Daníel og fjelagar hans voru meðal þeirra. Konungurinn voldugi tók það nú í sig að reyna drengina. Hann hafði heyrt, að ísraelsmenn væri frábær þjóð um margt. Skipaði konungur æðsta hirðmantii sínum að velja fjóra drengi af ísraelsmönnum, og veita þeim fræðslu og mentun með helstu unglingum landsins. Hann vildi sjá hvorum gengi belur. Sjálfsagt hafa drengirnir undrast mjög, þegar þeir heyrðu, að þeir áttu að vera í höllinni og ganga í skóla. Þeir, sem voru ánauðugir, og máttu alt eins búast við einhverju misjöfnu. Nú átti að kenna þeim speki Kaldeu-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.