Unga Ísland - 01.06.1919, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.06.1919, Blaðsíða 6
46 UNGA ÍSLAND mikils metnir. Við getum orðið kon- ungsþjónar og stórmenni.« En skyldu nú drengirnir hafa hugsað eða talað svona? Nei, því fór fjarri. Þeir elsk- uðu þjóð sína og ættjörð. Þeir trúðu á guð Abrahams, Isaks og Jakobs, og vildu þjóna honum. Þeir vildu ekki lifa eins og heiðingjar. Það voru þeir vissir um. Þeir voru góðir dreng- ir, ráðvandir og kjarkmiklir. En hvað áttu þeir til bragðs að taka. Konungurinn hafði skipað þelta, og hann var ekki við lamb að leika sjer. Þegar hann vildi eitlhvað, þá þorði enginn að hafa á móti þvi eða koma með athugase..idir. Þeir, sem óhlýðnuðust lionun", gátu átt á hæltu að missa höfuðið. Ætli drengirnir hafi látið hugfall- ast? Kvörtuðu þeir og kveinuðu? Reiddust þeir og kreptu hnefann? Ekki er það nefnt. Þeir fóru skyn- samlega að. Þeir treystu guði. Daníel fór á fund hirðmannsins, sem átti að sjá um þá, og bað þess kurteislega, að þeir mættu halda sínum gömlu lifnaðarháttum. Sagði hann að þeir vildu ekki neyta víns, eða matar þess, er konungur og hirðin lifði á. Hirðmaðurinn hefir sjálfsagt verið rjettsýnn maður. En það var mikil áhælla fyrir hann að veita drengjun- um þctta leyfi. Iíonungur hafði sjálf- ur ákveðið, hvernig fara skyldi með þá. Fengi hann að vita, að breytt var út af boðum hans, var hirðmannin- um dauðinn vís. Samt lofaði hann drengjunum að gera tilraun í 10 daga. Ef þeir litu þá eins vel út og þeir, sem lifðu á víni og kræsingum, vildi hann veita þeim leyfið. Það fór ágæt- lega. Eftir 10 daga voru ísraels- drengirnir útlitsbestir allra. Þannig losnuðu þeir við að iþyngja sjer með mat og vini heiðingjanna. Svo rann hinn mikli dagur upp, þegar þeir áttu að ganga fyrir konung. Hirðmaðurinn leiddi þá fram. Ætli þeir hafi nú staðið þar, og horft nið- ur fyrir sig, skjálfandi af hræðslu? Þeir þurftu þess ekki, þvi að þeir höfðu notað tímann vel. Þeir höfðu ekki legið i leti, eða skemt sig á of- áti og ofdrykkju, eins og algengt var við hirðina. Þeir gátu talað mál landsbúa fullum fetum. Konungurinn talaði við þá, og prófaði þekkingu þeirra. Og hann komst að raun um, að þeir voru duglegustu drengirnir í skólanum. Þeir voru greindari og betur að sjer en allir aðrir. Enginn gat jafnast á við þá. Finst ykkur ekki að þetta hafi verið hugprúðir drengir? Þeir ljelu ekki selja sig, og þeim fjellst ekki hugur. Þeir skildu hvað er mikils vert, og hvað er hjegómi. Þeir elskuðu land sitt og þjóð, og treystu guði. Slíkir unglingar verða nýtir menn. Við vitum að Daníel tók síðar þáll í ríkisstjórninni. Hann varð spámað- ur og guðs vinur. Nafn hans gleym- ist aldrei. Þegar þið hafið tómstund, þá skul- uð þið taka biblíuna, finna Daníels- bók og lesa fyrsta kapítulann. Þar er sagan af Daníel og fjelögum hans. (Pýtt úr »Magne«). V. G. Vorvísur. Sumariö úr sólskins átt sigrast brátt á hjarni. Sólin þá á himni liátt hlær við hverju barni. Pykir jafnan árdagsyl okkur gott aö flnna. Vertu ætiö óöfús til eitthvað parft aö vinna. Bráöum koma’ um kaldan sjá kærstu landsins gestir. »Gleðilegt sumar« syngja þá sólskríkjur og þrestir. Pór. Jónsson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.