Unga Ísland - 01.06.1919, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.06.1919, Blaðsíða 7
ONGA ISLAND 47 Strákurinn í gæsaregginu, (Frh.) Þegar óvinirnir sáu hann, sendu þeir mann til að spyrja, hvort þeir ættu að berjast við hann. Strákur kvað það vera, hlassaði sjer svo nið- ur utan í hól og fór að tína í sig, og bað þá að lofa sjer að hafa matfrið. En þeir gátu ekki beðið, og fóru að skjóta, svo kúlurnar buldu á Stráksa og matarbelgnum, sem hann hafði fyrir framan sig. »Þessir grænjaxlar eiga ekki við mig,« sagði Stráksi, og herti sig að jeta; á hann beit hvorki blý eða járn, og auk þess tók nestis- pokinn nokkuð úr kúlnahríðinni. Þegar þetta dugði ekki, fóru þeir að kasta sprengikúlum á hann og skjóta á hann úr fallbyssum, en ekki sá á Stráksa, nema hvað hann gretti sig við höggin. »0, þetta er ekki til nokkurs,« sagði liann; en þá svelgdist honum á, það hafði hrokkið kúla ofan í barkann í honum. »Tu, tu,« sagði hann, en þá kom kúla í smjör-öskjurnar hans, og önnur sló matarbita úr höndunum á honum. Þá varð hann reiður, barði jörðina og spurði, hvort þeir ætluðu að eyði- leggja fyrir sjer matinn, með því að blása þessum miðlingum i hann. Svo barði hann nokkur högg, svo það bergmálaði í fjöllunum, og óvinirnir þustu lafhræddir hver í sína áttina, eins og fis fyrir vindi. Þá var nú því stríðinu lokið. Þegar hann kom heim aftur, og vildi fá eitthvað að gera, varð kóngi ekki vel við. Hann hafði haldið að nú mundu þeir skilja til fulls, og gat nú ekkert annað við Stráksa gert, en senda hann til Vítis, til þess að heimta jarðar-afgjald af kölska. Stráksi þaut af stað með matarpokann og kylfuna, og var ekki seinn í förum. En þegar þangað kom, var kölski að hlusta á rjettarhald, og enginn heima, nema amma hans. Hún þóttist ekkert vita um þetta afgjald, og bað hann að koma seinna. »Seinna, seinna!« sagði liann, og var ófáanlegur til að snúa aftur við svo búið. Hann bauðst til að bíða. Innan skamms fór honum þó að leið- ast, enda var hann þá orðinn matar- laus. Hann heimtaði afgjaldið vægðar- laust, og sagði kerlingunni, að ef hún borgaði ekki á stundinni, þá skyldi hún eiga sig á fæti. Kella var hin versta, og sagðist ekkert borga í óleyfi húsbóndans. Fyr skyldi gamla furan þarna úti fyrir hliðinu velta af rót- inni. Furan var 15 faðmar ummáls niður við stofninn, svo þetta var engin ljettavara. Stráksi þaut upp í toppinn á furunni, vatt hana og sveigði eins og tunnusviga, og spurði kellu svo, hvort hún vildi nú borga. Þá þorði kerling ekki annað, safnaði saman peningum og troðfylti með þeim matarskjóðu Stráksa. Með þelta fór liann buitu. Þegar hann var nýfarinn, kom kölski heim. Varð hann þá heldur ljótur á brúnina, er hann heyrði frjettirnar. Hann gaf ömmu sinni rokna löðrung, og flýtti sjer því næst á eftir Stráksa. Dró nú brált saman með þeim, því kölski var fljúgandi og ljettur á sjer, en Stráksi gangandi og með pokann. Þegar hann varð var við, að kölski væri á hælunum á honum, fór hann að hlaupa alt hvað fætur toguðu, og hjelt kylfunni fyrir aftan bakið til varnar sjer. Bar þá nú að djúpum dal. Stráksi stökk af einu fjallinu á annað, en kölski flaug á eftir af því kappi, að hann rann á kylfuna, datt ofan í dalinn og mölv- aði undan' sjer aðra löppina. Skildi þar með þeim. (Frh.)

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.