Unga Ísland - 01.09.1919, Qupperneq 1

Unga Ísland - 01.09.1919, Qupperneq 1
Merkisdagur. Eftir Lanra Richard. »Vitið þið hvaða dagur er í dag, börn?« sagði María kennari. »Eg veit það«, sagði Doddi og leit upp log- andi af áhuganum. »Veit enginn annar það?« sagði María kennari. Enginn svaraði. Jón vissi að sönnu hvaða dagur var, en hann var svo sokkinn niður í að liugsa um Jörund hundadagakonung, að hann heyrði ekki hvað María sagði. Villi vissi það líka, en hann hafði fyrir augna- bliki orðið uppvís að brjóstsykuráti og var að brynna músum og gat ekki talað. Jobbi vissi það auðvitað ekki; hann vissi aldrei neitt þess háttar. Stúlkurnar voru ekki heldur svo vissar, að þær hefðu einurð á að grípa fram í. Svo að Doddi var sá eini sem svaraði. María keniiari fór að gerast nokk- uð alvarleg og þykkjuþung. »Það er dagur«, sagði hún, »sem ætti að fylla hvert einasla íslenzkt lijarta af gleði, bæði hina yngri og eldri. Hjartað í Dodda hoppaði. Hann fann blóðið streyma út í kinnarnar á sér. »En hvað hún María kennari er góð«, hugsaði hann með sjálf- um sér. »Það er dagur«, sagði kennarinn ennfremur, sem allir æltu að gera sem allra hátíðlegaslan«. Doddi handlék nýja tveggjakrónu- peningitin í vasa sínum og liugsaði um fallega bréfdrekann beima og jólakökuna, sem mamma ætlaði að hafa til þegar hann kæmi • heim. Hann hafði farið nauðugur i skól- ann um morguninn, en nú sá hann ekki eftir að hafa komið. Hann hafði ekki búist við, að María kennari mundi líta svona á málið. Hann leit í kringum sig, til þess að sjá hvernig hinum yrði við; en allir virtust vera sauðspakir og áhugalausir, nema Jón, hann reið um landið í gerfi Jörundar hundadagakonungs og fagnaði kon- ungstigninni. María fór að gerast hálf óþolin- móð. Henni fanst börnin undra sein- tekin þennan daginn. Hún leit hvöss- um augum yfír bekkinn og sagði: »Það er dagur sem aldrei gleymist meðan frelsið lifir og föðurlandsástin hrífur íslenzk hjörtu«. Dodda fanst hann vera að verða hærri og hærri. Hann sá sjálfan sig í ráðherrasætiuu með valdi og veg- semd.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.