Unga Ísland - 01.09.1919, Qupperneq 6
70
UNGA lSLAND
þjer alla þá góðvild, sem þjer verður
sýnd. Allir munu keppast um að
greiða fyrir þjer og gera þjer gott.
Og þegar þú ert orðin gömul kona
og grá fyrir hærum, þá átt þú ótal
vini, sem vilja fegnir gera alt sem
þeir geta fyrir þig.
Foreldrum þínum og vinum hlýtur
að vera það mikil gleði, hve vel þjer
fer fram. Það er mjög lofsvert, ekki
aðeins fyrir þig, heldur líka kennar-
ana þína, sem bafa brotið niður
múrinn, sem útilokaði þig frá öðru
fólki, svo að framtíð þin sýnist nú
bjartari en margra barna, sem bæði
hafa sjón og heyrn.
Yerlu sæl, góða, litla vinstúlka.
Með bestu kveðju til vina þinna.
Oliver Wendell Holmes.
Góðskáldið Whittier var einnig vin-
ur Helenu. Um hann skrifar hún
þetta:
»Fagran sumarmorgun fórum við
ungfrú Sullivan að hitta Whittier í
kyrláta heimilinu hans i Merrimac.
Það var stuttu eftir að jeg hitti Dr.
Holmes. Hann var mjög hæglátur og
látlaus í orðum og framkomu. Varð
jeg strax hrifin af prúðmensku hans.
Hann hafði bók, þar sem ljóðin hans
voru prentuð með upphækkuðum
stöfum, svo að blint fólk gæti lesið
þau. Jeg opnaði bókina, og varð fyr-
ir mjer kvæðið »Minningar frá skóla-
dögum«. Jeg færði fingurna eftir stöf-
unum og las kvæðið. Hann var hrif-
inn af hve vel jeg gat borið orðin
fram. Hann sagðist skilja hvert orð
sem jeg sagði. Jeg spurði hann margra
spurninga viðvikjandi kvæðinu, og
las það sem hann svaraði mjer, með
því að leggja fingurna á varirnar á
honum, meðan hann var að tala.
Hann sagðist sjálfur vera litli dreng-
urinn í kvæðinu, og að litla stúlkan
hefði heitið Sally. Margt fleira sagði
hann, sem jeg er nú búin að gleyma«.
Á áttugasta og þriðja afmælisdegi
sinum, fjekk Whittier eftirfarandi
brjef frá Helenu:
Soutb Boston,
17. des. 1890.
Kæra góða skáld!
Nú er afmælið þitt í dag, og það
var það fyrsta, sem mjer datt í hug,
þegar jeg vaknaði í morgun. Og jeg
varð svo glöð, þegar jeg hugsaði um
það, að nú gæti jeg skrifað þjer brjef,
og sagt þjer hve litlu vinunum þín-
um þykir vænt um þig og afmælis-
daginn þinn. í kvöld ætla þeir að
skemta með því að lesa upp kvæðin
þín og syngja þau. Jeg vona að ást-
ar-englarnir verði hjer viðstaddir, til
þess að flytja dálítið af unaðsómi
söngsins til þín, þar sem þú situr í
litlu skrifstofunni þinni í Merrimac.
Jeg varð fyrst sorgbitin, þegar jeg
fann það að sólin huldi andlitið sitt
bjarta á bak við skýin drungalegu.
En eflir á skildist mjer af hverju hún
gerði það, og þá varð jeg glöð aftur.
Sólin veit að þjer þykir gaman að
sjá jörðina hjúpaða fannhvítum hrein-
nm snjó, og svo huldi hún sig á bak
við skýin og ljet litlu kristallana
myndast í þeim, og svo falla þeir
hægt og mjúklega niður á jörðina og
klæða hana í hvítan skrúða, og þá
kemur sólin fram í allri sinni dýrð
og uppljómar veröldina. Ef jeg væri
hjá þjer í dag, þá skyldi jeg gefa þjer
áttatiu og þrjá kossa, fytir áttatíu og
þrjú árin, sem þú hefir lifað. Mjer
finst áttatíu og þrjú ár svo fjarska
langur tími. Finst þjer það ekki líka?
Hvað ætli annars að sjeu mörg ár í
eilífðinni. Jeg er hrædd um að jeg
geti ekki hugsað mjer svo langan
tíma.