Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 2
74 UNGA ISLAND Pabbi og mamma gætu gefið þeim eitt beð í garðinum, sem þau ættu sjálf að hugsa um að öllu leyti. Svo ættu þau líka uppskeruna. Pau gætu ræktað rófur og næpur o. fl., og mættu svo borða það og gefa fjelög- um sínurn jafnóðum og það þrosk- ast. Svona er það sumslaðar hjer, og svona ætti það að vera alstaðar. Jólin hennar Laugu. Eftir L. M. Alcotl. »Gaman, gaman! Jólin eru á morg- un, og jeg fæ margar, margar gjafir.« »Jeg hlakka líka til jólanna, þó að jeg fái ekkert, nema vetlinga.« »Það geri jeg líka, þó að jeg fái engar gjafir.« Þetta sögðu þrjár litlar stúlkur, sem voru á heimleið úr skólanum. Pað sem Lauga sagði, kom báðum hinum til að líta á hana með með- aumkvun og undrun. Hún sagði þetta svo glaðlega, að þær skildu ekkert í því, hvernig hún gat verið kát, þó að hún væri fátæk, og ætti ekki von á neinum gjöfum. »Þælti þjer ekki gaman að finna stóra peningabuddu fulla af gulli hjerna á götunni?« spurði Kata. »0, hvort mjer þætti það gaman, ef jeg mætti eiga hana sjálf með rjettu móti,« og augun í Laugu glóðu við hugsunina. »Hvað ætli þú keyptir nú fyrir þá?« sagði Beta og neri á sér hend- urnar, og hugsaði gott til nýju vetl- inganna. »Jeg mundi kaupa stóra, hlýja rúmábreiðu, vagnhlass af eldiviði, og sjal handa mömmu og sokka handa mjer; og ef eitthvað væri eftir skyldi jeg kaupa Betu nýjan hatt, svo að liún þyrfti ekki að nota gamla hatt- inn hans Benna.« Litlu stúlkurnar hlógu að þessu. Beta tej'gði drengjahaltinn niður fyrir eyru, og sagðist vera mjög þakklát, en heldur sagðist hún nú vilja fá sælindi. »Við skulum nú líta í kring um okkur, hver veit nema við finnum nú peningabuddu,« sagði Kata; »fólkið gengur hjer um jólaleytið með fulla vasa af peningum, hver veit nema einhver hafi týnt buddunni sinni.« Þær hjeldu nú leiðar sinnar, og litu alt í kring um sig, bæði i gamni og alvöru. Alt í einu þaut Lauga af stað og kallaði: »Jeg sje hana! Jeg er búin að finnahana!« Hinar hlupu á eftir. Þær námu staðar, og urðu heldur vonsviknar; þarna var engin peningabudda, heldur bara lítill fugl. Hann lá á fönninni með útbreidda vængina, og veifaði þeim hálf-afllaus- um, eins og hann væri að reyna að fljúga. Litlu fæturnir voru afllausir af kulda; augun, sem einu sinni höfðu verið full af fjöri, voru nú dauf og hálf-brostin. Söngurinn hans yndislegi var nú orðinn að aumkv- unarlegu tísti, eins og hann væri að biðja að hjálpa sjer. »Já svei,« sagði Kata; »ekki nema ótætis grátitlingur.« »Ekki snerti jeg á honum,« sagði Beta; »jeg fann einu sinni grátitling, for með hann heim og hjúkraði hon- um, en svo var óhræsið svo van- þakklátur, að hann stalst burt frá mjer óðar og hann gat flogið.« Um leið og hún sagði þetta, skaust hún undir sjalið hennar Kötu, og vermdi rauðu hendurnar á hálsinum á henni. »Aumingja litli fuglinn, ó, hvað hann á bágt, ósköp held jeg að hon-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.