Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 3
UNGA ISLAND 75 um þyki vænt um að sjá okkur, og fá hjálp. Jeg ætla að taka hann upp gætilega, og fara með hann heim til mömmu. Vertu ekki hræddur vesa- lingur. Jeg er vinur þinn.« Lauga kraup i snjónum og teygði hend- urnar að litla fuglinum, og með- aumkvunin skein úr andlitinu. Kata og Beta hlógu. »Vertu ekki að tefja þig á þessu, það er orðið framorðið og það er kalt. Við skulum halda áfram og leita að peningabuddu,« sögðu þær og bjuggust til að hlaupa af stað. »Þið ætlið þó ekki að láta hann deyja hjer í snjónum,« sagði Lauga. »Jeg vil litla fuglinn heldur en pen- inga, svo að jeg ætla ekki að leita að þeim lengur. Þó að jeg fyndi pen- inga, þá ætti jeg þá ekki; og jeg gæti ef til vill freistast til að skila þeim ekki; en litli fuglinn þakkar mjer og elskar mig fyrir hjálpina; ó, hvað það var gott að jeg kom nógu snemma.« Lauga tók fuglinn upp gætilega. Hún fann litlu klærnar vefjast um fingurna á sjer. Það kom líf í litlu svörtu augun, þegar hann hjúfraði sig í Iófa hennar. Og svo tísti hann, eins og hann væri að þakka fyrir hjálpina. »Jeg fjekk þá jólagjöf samt,« sagði hún brosandi þegar hinar hjeldu leið- ar sinnar. »Mig hefir altaf langað til að eiga fugl, og þessi er svo fallegur.« »Hann flýgur frá þjer við fyrsta tækifæri, og verður svo úti hvort sem er, svo að þú ættir ekki að vera að ómaka þig á að hjúkra honum,« sagði Beta. »Hann getur ekkert borgað þjer fyrir hjálpina, og mamma segir að það sje ekki vert að skifta sjer af fólki, sem ekki getur borgað fyrir sig,« sagði Kata. »Mamma mín segir, að við eigum að breyta við aðra, eins og við vilj- um að þeir breyti við okkur; og jeg er viss um, að mjer þætti gott að fá hjálp, ef jeg væri að deyja úr hungri og kulda. Hún segir líka að við eig- um að elska náungann eins og okkur sjálf; og þessi grátitlingur er litli ná- unginn minn, og jeg ætla að elska hann og hjúkra honum, eins og jeg óska oft að riku nágrannarnir geri við okkur mömmu mína.« — Meðan Lauga var að segja þetta, andaði hún á litla fuglinn, sem lá helkaldur, í lófa hennar. Hann leit upp á hana var auðsjeð að hann fann fljótt að hún var vinur hans og óhætt að treysta henni. »Þú ert einkennileg,« sagði Kata; »að vera að bjástra við þenna grá- titlingsanga, og vera svo að tala um að elska náungann, og það i hreinni alvöru. Ekki veit jeg til að hann ríki Jón hafi nokkurn tíma hugsað um hvernig þjer líður, og hann fer víst ekki að taka upp á því hjer eftir; hann veit þó vel að þú ert fátæk. Jeg sje ekki til hvers þú ert að þessu.« »Jeg sje það nú samt,« sagði Lauga; »og jeg ætla að vera svo góð sem jeg get við litla fuglinn. Jeg óska ykkur gleðilegra jóla, og að þið fáið margar fallegar gjafir.« Svo skildu þær, og hver fór heim til sin. II. Hún reikaði heim að litla kofanum. Augun voru full af tárum. Henni leið ekki vel. — Ó, hvað það hefði nú ver- ið gaman að mega eiga von á falleg- um jólagjöfum, eins og öll hin börn- in. En enn þá betra hefði þó verið að geta gefið mömmu eitthvað fal- legt. Hana vantaði svo margt, og gat enga von haft um að eignast það; þær áttu fult í fangi með að afla sjer fæðu og eldsneytis. »Líttu á fallegu jólagjöfina mína,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.