Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 8
80 UNGA ÍSLAND »Jeg mana þig að stappa ef nokkur ærlegur blóðdropi er í þjer. Stappaðu! Stappaðu!« Balkis sá flugdrekana taka sinn undir hvert horn á höll- inni. Hún klappaði saman höndun- um hljóðlega og sagði: »Loksins ætlar þá Salomon konungur að gera það fyrir fiðrildið sem hann hefði átt að gera fyrir löngu, til þess að hafa hemil á drottingunum sínum«. Nú stappaði fiðrildið og flugdrek- arnir flugu með höllina þúsund mílur upp i loftið. Þrumurnar kváðu við og myrkið varð svo svart að ekki sást handaskil. Kvenfiðrildið flögraði um í dimmunni og bar sig aumlega. »Jeg skal vera góð«, sagði hún; »ó hvað jeg sje eftir að hafa sagt þetta. Góði, láttu höllina koma aftur. Elsku besti maðurinn minn, jeg skal aldrei rífast framar«. Frh. Skritlur, Presturinn: Skilur þú, Nonni, hvernig Jesús gat mettað 5000 manns með fimm brauðum og tveim fiskum? Nonni: Þeir hljóta að hafa borðað feiknin öll af kartöflum með. Kaupstaðarbúinn: Hvað er þessi kýr gömul? Bóndinn: Tveggja vetra. Kaupstaðarhúinn: En hvernig getið þið sjeð það? Bóndinn: Jeg sje það á hornunum. Kaupstaðarbúinn: Já, auðvitað! Jeg sje það nú að hún hefir tvö horn. Pilturinn: Jeg skal ábyrgjast að þú giftist fyrsta asnanum sem biður þin. Stúlkan: Æ, góði, þelta bónorð kemur svo óvænt að jeg verð að biðja um umhugsunarfrest. Jón (við Sigga, sem er með sokk- ana niðrum sig): Hver er nú dáinn? Siggi: Jeg veit ekki til að neinn sje dáinn. Jón: Af hverju gengurðu þá með sokkana í hálfa stöng. Læknirinn: Hvað hefirðu nú á samviskunni, kona góð? Konan: Útbrot. Júlli: Er hann Doddi heima. Mamma Dodda: Hann liggur nú í rúminu í dag, því hann borðaði yfir sig af rúsinugraut í gær. Júlli: Er nokkuð eftir af grautn- um? Afgreiðsla Unga íslands fyrir þá, sem staddir eru í Reykjavík er flutt á Laugaveg 17 (bakhúsið). Ung-a ísland, barnablað með myndum. Kemur út einu sinni í mánuði í 4 blaða broti, og auk þess tvöfalt jólablað. Verð árg. er 2 kr., er borgist fyrir júnilok ár hvert. Skilvisir kaupendur fá kaupbæti. — Afgreiðslan er á Laugavegi 17 (bakhúsið). DúríU/prnHarínn ræðir dfraverndunarmálið °S uyi dvei IIUUI lllll flytur dýrasögur. Sex arkir á ári, verð 1 kr. Mynd í hverju blaði, þegar kostur er. — Útgefandi: Dýraverndunarfjelag íslands. — Afgreiðsla: Laugavegi C3, Reykjavik. — Útsölumenn fá fimta livert eintak i sölulaun. :: :: :: :: Útgefendur: Steingr. Arason og »Skóla- fjelag Kennaraskólans«. Ritstj.: Steingr. Arason. Utanáskrift blaðsins (ritstjóra og af- greiðslumanns) er: Unga ísland, Box 327, Reykjavik. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.