Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 6
78 UNGA ÍSLANÐ Einhyrna. Það var um vor, skömmu eftir sauðburð, að smásaga þessi gerðist. Jeg var að smala til rúnings eins og margir aðrir. Það var blíðuveður. Mætti jeg þá piltum af næsta bæ. Þeir voru með nokkrar kindur, sem húsmóðir mín álti, og tók jeg auð- vitað við þeim. Þegar mennirnir voru farnir, tók jeg eftir því, að einhyrnd ær var í hópnum, sem þeir komu með. Hún var tvílembd, en nú vantaði hana annað lambið, og var auðsjeð að hún hafði nýiega týnt því. Þessu var þó ekkert skeytt, en alt fjeð rekið heim og farið að rýja. Var haldið að lamb- ið hefði ef til vill orðið eftir í fjár- húsi og átti að fára til næsta bæjar, þegar rúningi væri lokið og fjenu yrði sleppt, til þess að grenslast eftir þessu. Um miðjan dag var fjenu sleppt, og áttu ærnar að taka lömbin með- an fólkið borðaði miðdegisverð. Að lokinni máltið var þegar farið að hyggja að fjenu, og fór jeg þá að leita týnda lambsins. Þegar jeg var kominn miðja vega mætti jeg á, sem kom klaupandi með lamb á eftir sjer. Ærin jarmaði í sí- fellu, en lambið gapti af mæði. Það var ungt og var því orðið dauðþreytt af hlaupunum, en reyndi þó að fylgja með móður sinni. Jeg sá þegar að þetta var Einhyrna, og taldi jeg víst, að hún hefði farið eitthvað inn á flóa til þess að leita að týnda lamb- inu og væri nú að koma aftur. En það var rangt hjá mjer. Einhyrna hafði hlaupið af stað, þegar henni var sleppt út, og farið að leita lambs- ins síns sem tapað var. Hitt lambið skildi hún eftir heima, hún hefir álit- ið því óhætt þar. Jeg ætlaði varla að trúa augum mínum þegar jeg sá hana komna með lambið, sem jeg var að leita að. Ekki nam Einhyrna staðar fyr en hún hafði fundið hitt lambið líka. Sugu þá bæði lömbin hana í einu og lögðust síðan bæði til hvildar á sömu þúfunni, en móð- ir þeirra fór að bíta og var nú hin rólegasta. Mjer fanst til um þetta atvik, þó að ekki sýnist stórt. Einhyrna mat meira að leita þess lambsins, sem í hættu var, en gleymdi þó ekki hinu. Einhyrna er enn á lifi; en er nú orðin gömul. Hún er stór og falleg. Sjaldan er hún tvílembd. Zóphónias Guðmimdsson. Takið vel eftir smáatvikum í lífi dýranna, börnin góð. Greind þeirra og móðurást er oft aðdáanleg. Ein- hyrna mat meira að leita þess lambs- ins, sem í hættu var, en að sinna hinu, líkt og góð móðir, sem annast best um veikasta barnið sitt. Gott þætti »U. lsl.« að fá sannar smásögur um dýr, sem þið hafið sjálf sjeð og veitt eftirtekt. Því betur sem þið kynnist lífi dýranna, þess vænna þykir ykkur um þau. Þá kemur hitt af sjálfu sjer: að vera þeim góð. V. G. Spakmæli. Saltið fæðuna með gamanyrðum, piprið hana með fyndni og hellið yfir hana unaði fjelagsskaparins. Eitrið hana aldrei með úlfúð. Öll sú hjálp sem við getum veitt hver öðrum, er skuld sem okkur ber að greiða. Ruskin.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.