Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 4
76 ONGA ÍSLANÖ mamma,« sagði hún. — t*að var eins og birti í dimma lierberginu af hros- inu á andliti hennar. »Ó, hvað það var gott,« sagði mamma hennar; »jeg gat því rniður ekkert fengið handa litlu stúlkunni minni, nema rautt og fallegt epli. Vesalings fuglinn, gefðu honum dá- lítið af brauðinu þínu og volgu mjólkinni.« »Ja mamma, þú heíir gefið mjer fulla skál af mjólk; jeg er hrædd um að þú hafir gefið mjer alla mjólkina þína,« sagði Lauga. — Andlitið varð alt að brosi, þegar hún sá rjúkandi kvöldmatinn á borðinu. »Jeg hafði alveg nóg, vina mín; sestu nú niður og þurkaðu fæturna á þjer. Við skulum láta fuglinn hjerna í körfuna ofan á ullina hlýju.« Lauga gægðist inn í matarskápinn og sá ekkert þar inni nema þurt brauð. »Mamma hefir gefið mjer alla mjólkina, og ætlar ekki að drekka neitt te, af því að hún veit að jeg er svöng. En nú ætla jeg að gera dá- litið, sem kemur mömmu á óvart; hún skal fá góðan kvöldmat líka. Nú ætlar hún að fara að höggva niður eldivið, og á meðan skal jeg búa alt út.« Lauga setti upp ketilinn, helti nokkru af mjólkinni sinni í bolla, svo tók hún stóra og góða köku upp úr vasa sínum; eitthvert af skóla- börnunum hafði gefið henni hana, og hún svo liugsað sjer að geyma hana handa mömmu sinni. Hún skar væna sneið af brauði og steikti yfir eldin- um; loks tók hún væna sneið af brauði og lagði á bollann. — fegar mamma kom inn, sá hún að borðið var komið út í horn, þar sem hlýj- ast var, þar var alt til reiðu, teið sauð á katlinum, og Lauga og litli fuglinn sátu og biðu. Frh. Tómstundir. Fátæklega búinn drengur kom að morgni dags að skóla einurn frægum. Þjónn kom til dyra. Virti hann fyrir sjer, og taldi víst að hann væri betl- ari. Sagði hann drengnum að ganga fyrir hornið og að eldhúsdyrunum. »Get jeg fengið að tala við skóla- stjórann?«, sagði drengurinn. «Komst þú ekki til þess að fá morgunverð?«, spurði þjónninn. »Mig langar til að sjá skólastjór- ann«, sagði drengurinn aftur. »Hann er inni í bókastofunni, ef þú þarft endilega að ónáða hann«, sagði þjónninn. Hann bað drenginn að fylgja sjer. Eftir stutt samtal við gestinn; lagði skólastjórinn frá sjer bókina sem hann var að lesa, opnaði gríska bók, og prófaði kunnáttu drengsins; liann hafði góð svör og gild við hverri spurningu. »F*ú svarar ágætlega«, sagði skóla- stjórinn; »en hvernig fórstu að læra þetta alt?« »Jeg gerði það i tómslundum mín- um«, sagði drengurinn. Hann hafði altaf orðið að vinna erfiði; en þó var hann nú búinn að læra nóg til þess að ganga í háskóla, og það var því að þakka, að hann lærði að nota tómstundirnar. Eftir fáein ár var þessi drengur heims- frægi jarðfræðingurinn Hugh Miller. Elihu Burritt, sem kallaður var »lærði járnsmiðurinn«, hafði þann sið að festa málfræði einhverrar út- lendrar tungu á aflinn og líta í hana um leið og hann stje fýsibelginn. Hvað getur þú sagt okkur af tóm- stundum þínum?

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.