Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.10.1919, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND 79 Liðna augnablikið er horfið; hið ókomna kemur ef til vill aldrei. Yfir- standandi augnablikið er það eina sem þú ræður yfir. Rousseau Jeg býst ekki við að ganga þessa lífsleið nema einu sinni, geti eg sýnt einhverjum góðvild og hjálp, þá vil jeg ekki láta það hjá líða því að jeg fer hjer ekki um aftur. Grellei. Viljir þú vaka yfir gæfu þinni, þá gerir þú það best með því að vaka yfir gæfu annara. Saint Pierre. Að treysta mönnunum er fyrsta sporið til að hjálpa þeim. Heimurinn er spegill, sem gefur þjer rjetta mynd af sjálfum þjer. Ef þú yglir þig framan í hann þá grettir hann sig illilega á móti. En ef þú hlærð að honum og með honum, þá er hann kátur og góður fjelagi. Thackery. Lífið er ekki þungbært neinum en öðrum en þeim, sem gleyma vinum sínum. Gasparin. Viljir þú vera elskaður sem góður fjelagi, þá forðastu óþarfa aðfinslu við þá sem með þjer eru. Helps. Lengi lifi konan, sem á bros við hverri gleði, tár við hverri sorg, huggun við hverjum harmi, afsökun við hverri yfirsjón, bæn í hverju mótlæti og uppörfun hverri von. Sainte Foix. Fiðrildið sem stappaði. Eftir Radiard Kipting. Salomon sat undir kamforutrjenu og heyrði alt saman. Hann valt um af hlátri. Hann hafði aldrei hlegið svona mikið á æfi sinni. Hann var nú búinn að gleyma konunum sín- um, og dýrinu sem kom upp úr sjónum og öllu leiðinlegu. Balkis sat hinumegin við trjeð. Andlitið á henni var orðið að einu brosi, henni þótti svo vænt um að elskhugi hennar var kominn í svona gott skap. Rjett i þessu flaug fiðrildið inn í skugga kamforutrjesins. Það var komið að niðurfalli af hita og mæði. »Hún vill láta mig stappa«, sagði það. »Hún vill fá að sjá hvað jeg get. Ó, Salomon konungur, hvað á jeg að gera. Þú veist að jeg get það ekki. Og nú trúir hún mjer aldrei framar. Nú hlær hún að mjer það sem jeg á eftir ólifað«. »Nei, litli bróðir«, sagði Salomon konungur. »Hún mun aldrei framar hlæja að þjer«. Hann sneri hringnum á hendi sjer, bara fyrir litla fiðrildið, ekki til þess að stæra sjálfan sig. Sjáið firn mikil. Fjórir geysislórir flugdrekar komu upp úr jörðinni. BÞrælarw, sagði Salomon konungur. »Þegar þessi herramaður (það var fiðrildið ósvífna) sem situr hjerna á fingrunum á mjer stappar niður með berum, vinstri, framfætinum, þá látið þið höllina mína hverfa á vetfangi og augabragði, og þegar hann stappar aftur, þá látið þið hana gætilega á sinn stað aftur. »Farðu nú til konunnar þinnar aftur, litli bróðir og stappaðu niður fótunum af öllum mætti. Fiðrildið flaug til konu sinnar. Þegar hún sá hann tók hún að æpa;

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.