Unga Ísland - 01.11.1919, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.11.1919, Blaðsíða 2
82 UNGA ISLAND Jólablaðið. Eftirleidis verður jólablaðid einungis sent skilvísum kaupendum. I jólablaðinu í dr verða sögur og kvœði ejtir nokkra af rilfœrustu mönnum þjöðarinnar. Borgið þið sem fyrst, sem ógoldið eigið. því að sólin var komin út fyrir Fjalla- enda, á norðurhiminn. Lóur sungu, spóar ullu og hrossagaukar gneggj- uðu alt í kring um mig. Og jeg á- setti mjer að fara í eggjaleit á hverju kvöldi, þegar jeg væri orðinn kaup- maður, að njóta slíkrar dýrðar. Alt í einu tók jeg eftir gyltri skán á vátninu í keldunum, sem jeg var að vaða. Jeg hafði oft sjeð bláa brá of- an á vatni, en aldrei gylla. Jeg vildi vita, hverju þetta sætti. Stakk jeg því fingrunum niður í vatnið, inn undir skánina, og lyfti þeim svo upp. Þeg- ar fingurnir þornuðu, sat á þeim of- boðlítið gylt dust. Jeg æpti upp yfir mig af gleði, því að jeg var ekki í nokkrum vafa urn, hvað það væri, sem jeg hafði á fingr- unum. Gull, auðvitað ekkert annað en gull! Jeg var orðinn stórríkur alt í einu og gat lifað eins og álfakong- arnir i þjóðsögunum. Jeg tók nú bæði vetlingana og húf- una í aðra höndina — gullhöndina varð jeg að liafa lausa — og hljóp svo eins og fætur toguðu heim á leið. Stöku sinnum hægði jeg á mjer til að blása mæðinni og talaði þá um gullið við Laufa gamla, og gaf hon- um mörg áheit og fögur. Loks kom jeg heim, og var þá svo stálheppinn að hitta Davíð við hesthúsið suður á túninu. En hann var eini maðurinn, sem jeg þorði að trúa fyrir leyndar- málinu um gullið. Jeg sagði honum þegar alt af Ijetta af ferðum mínum, sýndi honum gullfmgurna og bætli svo við með mesta spekingssvip, að jeg ætlaði til Ameríku undir eins í sumar, til þess að læra að nema gull. Davíð hlustaði á mig með stakri þolinmæði, en sagði undur góðlátlega, er jeg hafði lokið frásögunni: »þetta er bara járnbrá bjerna úr mýrinni, góði minn. Hún er einskis virði. Gull er ekki til hjer um slóðir, og liklega ekki í þessu landi«. Þetta svar kom yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fyrst hjelt jeg að Davíð væri að stríða mér. En þegar jeg leit framan í hann, sá jeg að honum var bláköld alvara. »Ertu viss um það sje ekki gull ?« sagði jeg og fór að kjökra. »Já, jeg er viss um það, Alli minn. Þetta er bara járnbrá. En taktu það ekki nærri þjer. Þegar þú verður stór, þá muntu finna gull. En þú finnur það ekki í jörðu, heldur í sjálfum þér. þar er það fólgið«. Jeg skildi ekki livað hann fór, og stóð hálf-kjökrandi fyrir framan hann. Hann lagði höndina á kollinn á mér og straulc hárið upp frá augunum : »Komdu nú heim, vinur minn, og verlu glaður. Þú hefir grætt á þess- um fundi, alveg eins mikið og gulli, hefðirðu fundið það. Þú hefir lærl, að ekki er alt gull sem glóir!«

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.