Unga Ísland - 01.11.1919, Blaðsíða 6
86
UNGA ISLAND
Skemtigarðurinn á Friðriksbergi,
Skamt frá Kaupmannahöfn lá fyrr-
um fagurt sveitaþorp, er hjet Frið-
riksberg. Þar reistu konungar Dana
sjer höll, sem þeir bjuggu í á sumr-
um, og umgirtu hana fögruin garði.
Þar skemtu þeir sjer yfir sumartím-
ann við allskyns leiki og gleðskap.
Seinna, er Kaupmannahöfn óx svo
mjög, teygði hún angana út á Frið-
riksberg, og nú sjást ekki lengur nein
greinileg takmörk þar á milli. Frið-
riksberg er nú orðið einn hluti hinn-
ar stóru borgar. Konungarnir eru
hættir að búa í höllinni gömlu.
En garðurinn fagri á Friðriksbergi
er enn við líði. Nú mega allir koma
þar og skeinta sjer, lifa og láta eins
og þeir vilia.
Einna mest þykir Dönum í það
varið að fara út á Friðriksberg til
»að velta sjer í grasinu«, sem þeir
kalla, því það er annars bannað í
ílestum skemtigörðum að leggjast í
grasið, en eins og myndin ber með
sjer, veigra þeir sjer ekki við því í
Friðriksbergsgarðinum. Á myndinni
sjáum við gömlu konungshöllina gægj-
ast fram milli trjánna. Fyrir framan
hana er gosbrunnur og alstaðar sjá-
um við fólkið vera að skemta sjer.
Það fer þangað í frístundunum til
þess að hrista af sjer borgarrykið,
velta sjer í grasinu og teyga ylm-
þrungið kvöldloftið úti á Friðriksbergi.
En allir verða þeir að fara þegar
lilukkan slær ellefu. Þá er garðinum
lokað. og kyrð og friður næturinnar
ríkir í þessum gamla, fagra garði þar
til sólin rís að morgni.
Danskir þingmenn.
(Með mynd).
Á myndinni sjáum við nokkra
þingmenn danska ríkisins. Fremstur
er Zahle fosætisráðherra, með skjala-
tösku undir hendinni; er hann auð-
sjáanlega í samræðu við Iíláus Bernt-
sen fyrv. forsætisráðherra. Við borðið,
fremstur hægra megin, situr Borg-
bjerg', jafnaðarmaðurinn mikli, og
annar maður lengst til vinstri, er
J. C. Cristensen, sem báðir voru í
dönsku sendinefndinni, er kom hingað
í fyrra, og fyrstir skrifuðu undir
fullveldissamning íslands.
Þingmennirnir eru saman komnir
á Amalíuborg, konungshöllinni, til
þess að ræða einhver mikilsverð
málefni er snerta danska ríkið, ef
til vill er eittliver't málefnið okkur
íslendingum viðkomandi og eigum við
þá mikið undir undirtektum þessara
manna. Nú þurfum við ekki lengur
að leggja mál okkar í þeirra dóm.
Nú ráðum við okkur sjálfir, en að
mörgu góðu meigum við minnast
þeirra, frænda okkar og sambands-
manna.
Kaupbætirinn.
Eins og minst var á í 8. tbl. U.
ísl. þ. á., hafa samgönguvandræðin
hamlað því að kaupbætirinn hefir
ekki getað komið. Það var ákveðið,
að kaupbætirinn í ár, yrði myndir
af þeim Marteini Lúther og Þorsteini
skáld Erlingssyni. Nú er svo langt
um liðið síðan myndamótin voru
send frá Danmörku, að við teljum
víst að þau sjeu algerlega glötuð.
Fari svo að mótin komi á næstunni,
sendum við kaupbætirinn með fyrsta